Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 20

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 20
miklum vanda. Petta leiðir hugann almennt að þeirri ábyrgð sem endurskQðendur geta skapað sér með því að setja ótímabæra „going concern" fyrirvara í endur- skoðunaráritanir og væri ástæða til að koma inn á það atriði í umræðum hér í dag. Ég vil enda þetta innlegg um áritanir á endurskoðuð reikningsskil fyrirtækja sem eru í rekstrarvanda með því að segja að mér sýnist full ástæða til að innan Félags löggiltra endurskoðenda verði sem fyrst settar sérstakar leiðbeinandi reglur um slíkar áritanir sem taki mið af því efnahagslega og réttarfarslega umhverfi sem íslensk fyrirtæki starfa í en taki jafnframt mið af áðurnefndum alþjóðareglum og reglum sem settar hafa verið um þetta efni í nálægum löndum. 5. Áritun á óendurskoðuð reikningsskil fyrirtækja í rekstrarvanda. í framhaldi af þessu langar mig að segja fáein orð um áritanir á óendurskoðuð reikningsskil þegar í hlut eiga fyrirtæki í rekstrarvanda. Ýmsir ykkar munu kannski hugsa sem svo að umfjöllun um þetta atriði hafi enga þýðingu þar sem vinna við óendurskoðuð reikningsskil skapi engin vandamál fyrir endurskoðandann að því er áritun varðar, hvort sem fyrirtækið er fjárhagslega sterkt eða á gjaldþrots barmi. I slíkum tilvikum eigi ein- faldlega að nægja að taka fram í árituninni að ársreikn- ingurinn sé óendurskoðaður og þar með hafi endur- skoðandinn gert lesendum ársreikningsins nægilega glögga grein fyrir þeim vinnubrögðum sem beitt var við gerð ársreikningsins. Nánari umhugsun leiðir þó í ljós að endurskoðandinn getur ekki komist svona létt frá þessu máli. Við skulum líta á þær leiðbeinandi reglur sem félag okkar hefur nú sett um áritanir á óendurskoðuð reikningsskil. Par kemur fram að sömu grundvallarforsendur gilda um gerð endurskoðaðra og óendurskoðaðra reikningsskila, þar á meðal að óendurskoðuð reikningsskil byggist á þeirri forsendu að viðkomandi fyrirtæki geti haldið áfram starfsemi sinni nema annað sé sérstaklega tekið fram. í þessum leiðbeinandi reglum félags okkar kemur einnig fram að komist endurskoðandinn að raun um að óendurskoðuð reikningsskil séu háð óvissu, sem ekki fæst úr bætt, skuli hann gera grein fyrir því í áritun sinni. Óvissa um getu fyrirtækis til áframhaldandi rekstrar er því eitt þeirra óvissuatriða sem geta komið inn í áritun á óendurskoðuð reikningsskil. Ég skal fúslega viðurkenna að í starfi mínu á undan- förnum árum tel ég að ég hafi ekki gefið því nægan gaum að setja „going concern" ábendingu inn í áritanir á óendurskoðuð reikningsskil ef viðkomandi fyrirtæki hefur átt við alvarlegan rekstrarvanda að etja og eins og fólst í orðum mínum hér á undan leyfi ég mér að halda að ég sé ekki einn um að hafa tekið fulllétt á þessu máli. 6. Framsetning á niðurstöðum annarrar vinnu. Ég minntist áður á það að á tímum vaxandi rekstrar- erfiðleika hjá fyrirtækjum og fjölgandi gjaldþrota eru endurskoðendur æ oftar til kallaðir að veita ýmiss kon- ar þjónustu við sjúkrabeð fyrirtækja sem felst í öðru en endurskoðun og gerð reikningsskila. Ég minntist einnig á hvers konar þjónustu er hér helst um að ræða og skal ekki endurtaka það. Mig langar hins vegar til að setja fram örstutta hugleiðingu um framsetningu á niður- stöðum slíkrar vinnu þegar hún í reynd er orðin þjón- usta við sjúkt fyrirtæki sem óvíst er að öðlist heilsu á ný. Við þær aðstæður sem hafa verið, og eru enn, hér á landi og einkennast af því að fyrirtæki geta verið langan tíma á gjörgæsludeild án þess að fá læknismeðferð sem dugir og án þess að vera tekin til gjaldþrotaskipta með skipulegum hætti, við þessar aðstæður tel ég hættu á því að þjónusta endurskoðenda, önnur en formleg reikn- ingsskilagerð, leiði þá í erfiða aðstöðu af þeirri ástæðu að endurskoðendur geri umheiminum ekki nægilega skýra grein fyrir þeirri þjónustu sem þeir veittu sjúkl- ingnum og niðurstöðum hennar. Besta dæmið um þetta er gerð rekstrar- og greiðslu- áætlana. í hvaða stöðu er endurskoðandi sem vinnur slíkt verk fyrir aðila sem á við verulega rekstrar- og fjárhagserfileika að etja? Við þekkjum það allir að oft er tilhneiging hjá stjórnendum fyrirtækja að líta fremur á bjartar hliðar en svartar við áætlanagerð og slík til- hneiging styrkist gjarnan þegar fyrirtækið berst fyrir lífi sínu og falleg áætlun er mikilvægt innlegg til stuðnings því að afla fjármagns til að lengja lífdagana. Ljóst er að endurskoðandi sem stýrir slíku verki þarf að gæta þess að gerð sé skýr grein fyrir helstu óvissuatriðum og bent sé á hvaða áhrif hugsanleg frávik hafa á niðurstöður. Ef endurskoðandanum er kunnugt um veruleg óvissuatr- iði, en þeirra er að engu getið í skýringum með áætlun- unum, getur hann verið í slæmu máli. Það eitt að fyrir- tækið er ekki „going concern" skapar mikla óvissu um rekstur og greiðslur næstu mánaða og þeirrar óvissu þarf að sjálfsögðu að geta við framsetningu áætlananna. 7. Refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð endurskoð- enda. Ég hef nú farið í stórum dráttum yfir það hvers konar störf endurskoðendur vinna fyrir fyrirtæki sem eru í vanda stödd og hvaða tæknileg vandamál geta mætt endurskoðendum við þessar aðstæður. Einnig hef ég rætt um hvernig setja þarf niðurstöður þessarar vinnu fram gagnvart stjórnendum fyrirtækjanna og öðrum sem láta sig örlög þeirra einhverju varða. Að þessari umfjöllun lokinni hljóta tvær spurningar að vakna í huga okkar. Önnur spurningin snýst um það hvort störfum fyrir vandamálafyrirtæki fylgi sérstök persónu- leg eða fjárhagsleg áhætta fyrir endurskoðendur og hin spurningin er á þann veg hvort frá sjónarhóli endur- 20

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.