Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 12

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 12
Hér er um að ræða nær þriðjungs lækkun og ef niður- stöðutölur efnahagsreiknings væru þær sömu og þær voru árið 1979, væri eigið fé nú um 8 milljörðum meira en það er í raun. Eiginfjárhlutfall í verslun 1979-1986 1979 39,0 1980 36,6 1981 33,9 1982 32,6 1983 35,1 1984 34>8 1985 31,9 1986 33,1 (bráðab.) Hér hefur lækkun verið minni, en með sama hætti má meta lækkun eiginfjárhlutfalls í krónum í verslun þannig, að vöntun væri um 5 milljarðar króna. Veltufjárhlutfall þessara sömu atvinnugreina er eftir- farandi: Veltuhlutfall 1979-1986 1979 1,13 1,08 1980 1,09 1,05 1981 1,01 1,02 1982 1,04 1,02 1983 1,03 1,03 1984 1,02 1,06 1985 0,97 1,08 Þannig hefur veltufjárhlutfallið farið lækkandi í iðn- aði, en í verslun hefur það verið stöðugra. Hætt er við að í reynd séu veltufjármunir aðallega birgðir, sem eru fjármagnaðar nær alfarið með lánsfé á háum vöxtum og lítið svigrúm hjá fyrirtækinu að mæta sveiflum í af- komu. Taprekstur leiðir því strax til greiðsluerfiðleika og aukinna skulda og þar með frekari tapreksturs. Tölur um efnahag sjávarútvegsfyrirtækja yfir lengra tímabil eru ekki fyrir hendi á sama hátt og í iðnaði og verslun. Hér eru vandamál heldur meiri við mat á eign- um en í öðrum atvinnugreinum. Þannig má nefna að bókfært eigið fé í sjávarútvegi, þ.e. veiðum og vinnslu var aðeins 6,5% af heildareignum í árslok 1985, en hins vegar ef fiskveiðiflotinn er metinn á vátryggingarverði í stað bókfærðs verðs verður eiginfjárhlutfallið 35%. Hins vegar var veltufjárhlutfallið í sjávarútveginum þá aðeins 0,71. Til frekari upplýsinga má geta þess, að af 74 fyrirtækjum, sem stunda bæði útgerð og fiskvinnslu voru 29 þeirra með neikvætt eigið fé miðað við bókfært verð og 52 fyrirtæki voru með veltufjárhlutfall lægra en 1. Af þessu má ljóst vera, að hlutur eigin fjár í fjár- mögnun íslenskra fyrirtækja hefur minnkað á undan- förnum árum og af því sem að framan sagði um afkomu fyrirtækja hefur kyrrsetning ágóða verið afar rýr. Það er því full ástæða til að fara ítarlega í hvernig megi treysta fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja. FJÁRMÖGNUN Manni kemur í hug þegar verið er að ræða fjármögn- un fyrirtækja hversu gífurlegar breytingar hafa átt sér stað á síðustu tveimur áratugum. Það má ekki líta á það með neinum áfellisdómi þó að ég búi til einfalda mynd um viðhorf stjórnenda hér áður fyrr gagnvart fjármögn- un. Ef til vill má segja að löngum hafi tékkheftið gefið vísbendingu um afkomu fyrirtækis og um það hvort þurft hafi rekstrarlán eða ekki, þessi mælikvarði gafst sumum vel, öðrum ekki, reikningsskil voru með þeim hætti að gert var upp einu sinni á ári og þá ekki fyrir fyrirtækið, heldur var það út af þessum skatti, sem þurfti að gera upp. Smám saman fara viðhorf að breyt- ast, uppgjör á rekstri fyrirtækja verða tíðari og reyndar tel ég að upp úr 1970, þegar bankar voru farnir að gera kröfur um greiðsluáætlanir, hafi orðið mikil hugarfars- breyting hjá stjórnendum hvað viðvíkur mælistikum á rekstur og það að reyna að gera sér grein fyrir hlutun- um fram í tímann. Með þessum orðum er alls ekki ver- ið að segja að stjórnendur hafi ekki gert sér grein fyrir eða notað aðferðir til þess að gera sér grein fyrir arð- semi fjárfestingar eða því um líkt, einfaldlega að e.t.v. var ekki komin á sú hefð að nota viðteknar reiknings- skilavenjur og útreikningsaðferðir til að átta sig á stöðu fyrirtækisins á ákveðnum tímabilum og gera áætlanir fram í tímann. Margar ástæður liggja sjálfsagt til að svona var farið með þessi mál, við getum m.a. litið til þess þjóðfélags, sem við höfum þekkt og þekkjum enn um ákveðna skömmtun á lánsfé. Við getum líka litið til þess að starfsemi lánastofnana og þá sérstaklega banka var oft ekki fólgin í að meta arðsemi fjárfestingarinnar, áhætt- una og hversu fljótt fjárfesting skilaði sér til baka, held- ur meira hugsað um hvort hægt væri að tryggja veð fyrir láninu. Reyndar örlar eilítið enn á þessum viðhorfum. Á hinn veginn má líka segja að oft hafi lántaka verið til- tölulega auðveld, ég nefni þar til að mynda afgreiðslu fjárfestingarsjóða, þar skapaðist að vissu leyti ákveðin sjálfsafgreiðsla á lánum ef lánsumsækjandi uppfyllti ákveðin skilyrði. Spurningin sem við hljótum að þurfa að velta fyrir okkur er hvort þessi skilyrði voru nægileg- ur mælikvarði á arðsemi fjárfestingarinnar eða ekki. Svo ég noti sama orðalag og áðan, það örlar eilítið á þessu enn í dag. Að þessum orðum sögðum og af þeirri grófu mynd, sem hér hefur verið dregin upp um hvern- ig þessir hlutir hafa þróast, kemur að sjálfsögðu upp eitt megin atriðið í umræðu um liðna tíð, en það er að lánsfé var löngum með neikvæðum vöxtum, það vill segja, það var eftirsóknarvert að verða sér úti um láns- 12

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.