Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 11

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 11
BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI Erindi á sumarráðstefnu 1.-3. júlí 1988. FYRIRTÆKII GREIÐSLUERFIÐLEIKUM OG REKSTRARLEGUM VANDA Erindi á sumarráðstefnu FLE 1.-3. júlí 1988. Agætu fundarmenn! í yfirliti því sem hér verður flutt um fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum og rekstrarlegum vanda er mér uppálagt að ræða um rekstrarhæfi, valkosti sem fyrir- tæki hafa í rekstrarvandræðum og orsakir rekstrar- vanda fyrirtækja hér á landi. Að meginstofni til mun ég snúa þessu við og ræða hér um orsakir rekstrarvanda fyrst, síðan fjalla örlítið um fjármögnun fyrirtækja, þá um þá valkosti, sem eru fyrir hendi og að lokum fjalla eilítið um hlutverk endurskoðenda. AFKOMA Það er ekki fögur mynd sem dregin er upp þegar at- huguð er afkoma íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Ekki hef ég nennu til að fara langt aftur í tímann í talnasamanburði og ætla að halda mig við þennan ára- tug. Ástæða þess er aðallega sú,að gífurlegar breytingar hafa orðið í rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi, allt frá 1980 og einnig, að eftir skattabreytingarnar í lok síð- asta áratugs hefur samanburðarhæfi talna frá þeim tíma verið nokkuð nákvæmari. Ef litið er á nokkrar atvinnugreinar kemur í ljós, að á árunum 1980 til 1985 var tap í sjávarútvegi, sérstaklega þó í útgerð, en sum árin líka í fiskvinnslu. Það verður að vísu breyting á til batnaðar seinni hluta árs 1986 og fyrri helming 1987, en síðustu 10 mánuðir hafa verið mjög erfiðir í þessari atvinnugrein, sérstaklega fisk- vinnslu. Frá 1980 til 1985 var hagnaður í iðnaði að meðaltali aðeins rúmt 1% af tekjum. Ekki liggja fyrir tölur fyrir árin 1986 og 1987 en álitið er að afkoman hafi verið heldur skárri en árin á undan. Með sama hætti hefur af- koma versnað frá síðustu haustdögum fram á þennan dag. Þjónustugreinar hafa haft heldur betri afkomu yfir- leitt á þessum tíma en sjávarútvegur og iðnaður, en sveiflur eru talsverðar í einstökum greinum milli ára. Þetta yfirlit sýnir að á síðustu fimm, sex árum hefur afkoma íslenskra fyrirtækja verið léleg og alls ekki með þeim hætti að hún treysti fjárhagsstöðu fyrirtækjanna. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að svipað yfirlit hefði verið hægt að gefa á áratugum á undan þessum, t.a.m. 1978, 1968 o.s.frv. í þessari umræðu hér í dag hefur það e.t.v. ekki mikið upp á sig að vera að rekja þessar stærðir langt aftur í tímann, hitt er ljóst, að al- mennt er afkoma fyrirtækja á íslandi léleg og við eigum frekar að spyrja okkur, af hverju? EIGINFJÁRHLUTFALL Lítum á hlutfall eigin fjár í iðnaði annars vegar og verslun hins vegar fyrir árin 1979 til 1986. Eiginfjárhlutfall í iðnaði (án áls) 1979-1986. 1979 47,0 1980 44,9 1981 39,5 1982 36,6 1983 37,5 1984 33,5 1985 31,1 1986 32,9 (bráðab.) 11

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.