Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Page 4
RITSTJORASPJALL
Einar H. Einarsson,
löggiltur endurskoðandi
Ágætu lesendur.
Tuttugasti árgangur Tímarits löggiltra endurskoðenda lítur nú dagsins ljós.
í þessu tölublaði eru þrjár fræðigreinar á sviði reikningsskila. Greinar þessar eru byggðar
á erindum sem höfundar þeirra fluttu á námsstefnu FLE í desember 1989. Auk greinanna
eru þýðingar og umfjöllun á fjórum stöðlum alþjóða reikningsskilanefndarinnar, IASC.
Tvær greinanna auk staðals nr. 2 fjalla um birgðir í reikningsskilum og ein greinin um sam-
stæðureikningsskil.
Grein Lárusar Finnbogasonar fjallar um mat á birgðum í sjávarútvegi og grein Arna Tóm-
assonar um mat á birgðum í fiskeldi. Birgðamat í þessum atvinnugreinum er sérstakt vanda-
mál í reikningsskilum og er því umfjöllun þeirra kærkomið innlegg í umræðuna um þau mál.
Þýðing reikningsskilanefndar FLE á alþjóðlegum staðli nr. 2 , „Mat og framsetning á vöru-
birgðum samkvæmt kostnaðarverðsreglunni“, fylgir í kjölfar greina þeirra Lárusar og Árna
til frekari glöggvunar fyrir lesendur um hvaða reglur gilda um mat vörubirgða.
Grein Alexanders G. Eðvardssonar fjallar um samstæðureiknings- skil sem er sú grein
reiknigsskila sem hvað minnsta umfjöllun hefur hlotið.
Annað efni blaðsins eru þýðingar á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum nr. 2, 22 og 26 sem
fjallað hefur verið um á hádegisverðarfundum FLE.
Ritnefnd þakkar öllum sem lagt hafa til efni í blaðið og aðstoð við útgáfu þess og lesend-
um óskar hún góðra stunda.