Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 7
SJÁVARÚTVEGUR
ÚTGERÐ:
Togskip og
togbátar.
Netabátar
Nótabátar
Aðrar veiðar
FISKVINNSLA:
Frysting
Söltun
Hersla
Síldarsöltun
Rækju- og
Skelvinnsla
Mjöl- og
lýsisframleiðsla
önnur vinnsla
STOÐDEILDIR:
Vélaverkstæði
Veiðarfæraverkstæði
Bifreiðaverkstæði
Mötuneyti
vegar fryst eða ísuð og seld til fullvinnslu í landi.
Birgðir sem meta þarf hjá fiskvinnslufyrirtækjum eru
hráefnisbirgðir, rekstrarvörubirgðir, birgðir vöru í
vinnslu og birgðir fullunninna afurða.
Til hráefnisbirgða telst hvers konar fiskur, t.d. bol-
fiskur. rækja og hörpudiskur svo og ýmis hjálparefni
eins og t.d. salt, sykur og krydd í söltun og síldarsöltun.
Til rekstrarvörubirgða teljast t.d. umbúðir. hreinlæt-
isvörur og ýmsir véla-og varahlutir og efnisbirgðir stoð-
deilda.
Til birgða vöru í vinnslu telst t.d. saltfiskur og saltsfld
sem ekki er fullverkuð.
Til birgða fullunninna afurða telst ýmis frystur fiskur,
fullverkaðar saltaðar afurðir og mjöl svo dæmi séu
nefnd.
Eins og af framansögðu má ráða getur verið um mik-
inn fjölda ólíkra tegunda birgða að ræða í einu meðal-
stóru fyrirtæki í sjávarútvegi, en algengt er að innan
sama fyrirtækis fari fram bæði útgerð og fiskvinnsla, en
vinnslan getur skipst í 4 til 5 megin vinnslugreinar.
III. MAT Á HRÁEFNISBIRGÐUM OG
REKSTRARVÖRUBIRGÐUM:
Svo vikið sé að birgðamati hráefnis, þá ber þess að geta
í upphafi að hráefnisbirgðir eru yfirleitt ekki miklar í
fyrirtækjum í fiskvinnslu, sem leiðir af eðli starfseminn-
ar, en geymsluþol hráefnis er yfirleitt ekki mikið. Þann-
ig geymist ísaður fiskur almennt ekki nema 8-12 daga
frá því hann er veiddur og þar til hann er kominn á síð-
asta dag til vinnslu. Öðru máli gegnir í rækjuvinnslu, en
þar er algengt að keypt sé blokkfryst rækja bæði af hér-
lendum togurum og bátum, en einnig er þó nokkuð um
að rækja sé flutt inn erlendis frá til fullvinnslu í landi og
getur því verið um að ræða töluverðar hráefnisbirgðir í
rækjuvinnslu. Hráefnisbirgðir í mjölvinnslu geta einnig
verið töluverðar.
Hráefnisbirgðir á að meta við kostnaðarverði, nema
dagverð sé lægra. Til kostnaðarverðs telst síðasta inn-
kaupsverð að viðbættum þeim kostnaði sem á hráefnið
fellur við að koma því á notkunarstað. Slíkur kostnaður
er t.d. kostnaður við löndun og akstur á hráefni frá
skipshlið að vinnslustað.
Með innkaupsverði er átt við samningsverð að við-
bættum hvers konar viðbótarkostnaði, sem fiskvinnslan
hefur skuldbindið sig til að taka á sig vegna öflunar hrá-
efnisins. Slíkur viðbótarkostnaður er t.d. veiðarfæra-
kostnaður sem fiskvinnslufyrirtæki taka á sig vegna
veiðarfæra fyrir viðskiptabáta sem afla hráefnis til
vinnslunnar. Einnig er þó nokkuð um að fiskvinnslufyr-
irtæki sjái viðskiptabátum og -togurum fyrir ís. Framan-
greindur kostnaður er beinn kostnaður vegna hráefnis
og er því eðlilegt að færa hann sem slíkan hjá vinnsl-
unni og meta hann inn birgðamatið.
Mat á kostnaðarverði hráefnisbirgða og hvað teljast á
hráefniskostnaður hjá fiskvinnslu sem kaupir allt sitt
hráefni af óskyldum aðila er ekki mjög flókið mál. Hins
7