Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 11
ir sínar til sölumeðferðar eða að óheimilt sé að selja af-
urðirnar öðrum án heimildar stjórnar sölusamtakanna.
Brjóti félagsmenn gegn ákvæði þessu varðar það sekt-
um. Sölusamtökunum ber hins vegar að annast sölu af-
urða félagsmanna og greiða sama verð fyrir sömu fram-
leiðslu, jafna að gæðum og sem seld er á sama tímabili.
Þegar um það er að ræða að fiskvinnslufyrirtæki eru
félagsaðilar í sölusamtökum eins og þeim sem hér er
lýst og að þau selja alla framleiðslu sína fyrir tilstilli
þeirra, þá tel ég að heimilt sé að nota skilaverðsaðferð-
ina við birgðamatið, þar sem þær forsendur eru fyrir
hendi að afurðimar eru seldar á framleiðslustigi og
markaðsverð afurðanna er þekkt.
Annað atriði sem hefur haft áhrif á að birgðir eru
metnar á „netto“ skilaverði er að gera reikningsskilin
samanburðarhæfari við framlegðarskýrslur. Stjómend-
ur, sem eru helstu notendur reikningsskilanna, gera
margir hverjir þá kröfur að birgðir séu metnar við
„netto“ skilaverði. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að
með því móti eru reikningsskilin sambærileg við fram-
legðarútreikninga, sem eru gerðir innan fyrirtækjanna.
Stjórnendur bera þá saman þá framlegð sem reiknings-
skilin sýna og þá framlegð sem reiknuð er út innan fyr-
irtækjanna, en algengt er að framlegðarskýrslur séu
gerðar vikulega og í stærri fyrirtækjum daglega. Með
framlegð er hér átt við skilaverð að frádregnum hráefn-
iskostnaði, launakostnaði og umbúðakostnaði.
Það sem einnig hefur haft áhrif á það að birgðir eru
metnar á „netto“ skilaverði, er sú staðreynd að „netto"
skilaverð er í mörgum tilfellum lægra en kostnaðarverð
og því er í raun beitt kostnaðarverðsreglunni, þ.e.
birgðimar eru metnar á því verði sem lægra er kostnað-
arverð eða dagverð.
Með því að meta birgðir á „netto" skilaverði, út frá
þeirri forsendu að fullvíst sé að afurð sé seld við fram-
leiðslu og að markaðsverðið sé þekkt, er verið að flýta
tekjufærslunni hjá fyrirtækjum frá því sem venja er.
Þannig verða tekjurnar ekki til við það að afhenda af-
urðirnar til kaupenda, eins og ein aðalregla reiknings-
halds mælir fyrir um, heldur eru tekjumar taldar verða
til við framleiðslu.
Sú aðferð að meta afurðabirgðir á „netto“ skilaverði
er verulega frábrugðin þeim reikningsskilaaðferðum
sem almennt viðgangast. Hins vegar er þetta viðtekin
venja í mörgum fiskvinnslufyrirtækjum hér á landi, þar
sem þau skilyrði eru fyrir hendi að afurðirnar séu seldar
við framleiðslu og markaðsverðið sé þekkt. Þetta verð-
ur því að teljast góð reikningsskilavenja.
Spyija má hvort það samrýmist lögum að eignafæra
afurðabirgðirnar á „netto“ skilaverði þegar það er
hærra en kostnaðarverð. Því er til að svara að svo er,
þ.e. það samrýmist lögum:
í 96. gr. hlutafélagalaga er fjallað um mat veltufjár-
muna. Greinin er svohljóðandi: „Eignir, sem ekki eru
ætlaðar til varanlegrar eignar eða notkunar fyrir félag-
ið, þ.e. veltufjármuni, má ekki færa á hærra verði en
kostnaðarverði eða raunverði, ef það er lægra. Veltu-
fjármuni má þó færa á hærra verði en kostnaðarverði í
þeim tilvikum, sem það samræmist góðri reikningsskila-
venju“. Af þessu má ráða að hlutafélagalög heimila að
meta birgðir á hærra verði en kostnaðarverði eða dag-
verði, ef það samræmist góðri reikningsskilavenju.
Ákvæði um mat birgða í skattalögum er að finna í 74.
gr. 4. tl. og er það svohljóðandi: „Vörubirgðir verslana
og framleiðsluaðila, þar með taldar rekstrarvörubirgð-
ir, svo sem hráefni, eldsneyti, veiðarfæri og vörur á
framleiðslustigi, skal telja til eignar á kostnaðar- eða
framleiðsluverði eða dagverði í lok reikningsárs, að frá-
dregnum afföllum á gölluðum og úreltum vörum“.
Þannig heimila skattalög að telja vörubirgðir til eign-
ar á dagverði og skiptir ekki máli í því sambandi hvort
það sé hærra en kostnaðarverð.
VI. FRAMSETNING í ÁRSREIKNINGI.
Þegar birgðir eru metnar á „netto“ skilaverði, sem er
hærra en kostnaðarverð, er birgðabreytingin færð uppi
á meðal rekstrartekna. Af þeim sökum sýna rekstrar-
tekjur ekki eingöngu sölutekjur þess tímabils sem upp-
gjör miðast við, heldur koma þar fram framleiðslutekj-
ur tímabilsins.
Með sama hætti sýnir framleiðslukostnaður í rekstr-
arreikningi ekki einungis framleiðslukostnað seldra af-
urða, heldur framleiðslukostnað framleiddra afurða.
Verðbreytingafærslu vegna birgða á að færa þar sem
birgðarbreytingin kemur fram, en ekki á að færa hana á
meðal fjármagnsliða í rekstrarreikningi. Með þeim
hætti kemur verðleiðréttingin fram þar sem hún á við,
þ.e. í framleiðslukostnaði eða rekstrartekjum.
Þau atriði sem fram þurfa að koma í skýringum
vegna birgða eru eftirfarandi:
- Skýra þarf frá þeim aðferðum sem beitt er við verð-
mat birgðanna.
- Upplýsingar um veðsetningar og aðrar kvaðir vegna
birgðanna þurfa að koma fram.
- Flokka ætti birgðimar eftir tegundum, þ.e. hréfni,
rekstrarvörur, vörur í vinnslu og fullunnar afurðir.
- Sé breytt um aðferð við birgðamatið, þá á að skýra
frá áhrifum þess og einnig á að upplýsa um afhverju
breytt var um aðferð við birgðamatið.
Annað atriði sem má benda á varðandi framsetningu
tekna og gjalda í ársreikningum fiskvinnslu- og útgerð-
arfyrirtækja og er óskylt birgðamati er það að „netta
út“ í sameiginlegum rekstrarreikningi, milliviðskipti
vinnslu og útgerðar þar sem það á við. Þannig ber að
lækka sameiginlegar rekstrartekjur og framleiðslu-
kostnað um sem nemur seldum afla af eigin fiskiskipum
til eigin vinnslu.
Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem greinarhöfundur
flutti á námskeiði á vegum menntunarnefndar FLE
hinn 8. deseber 1989.
11