Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Síða 16
EFNAHAGSREIKNINGUR
VELTUFJÁRMUNIR: Handbært fé Skammtímakröfur Birgðir E I G N I R : Kr. ÁR X X XX ÁR X X XX
FASTAFJÁRMUNIR: Áhættufjármunir og langtímakröfur Veltuíjármunir alls Kr. XX XX
Kr. X X
Varanlegir rekstraríjármunir .... _ X X
Fastafjármunir alls Kr. XX XX
EIGNIR ALLS Kr. XXX XXX
KLAKFISKUR:
Eins og sjá má í tryggingaskrá er klakfiskur metinn
með allt öðrum hætti en aðrar afurðir, eða á kr. 1.775
kílóið (1 SDR = 80 ISK). Mjög varhugavert getur verið
að taka slíkar matstölur of bókstaflega til viðmiðunar
dag- eða framleiðslukostnaðarverði, án þess að líta á
eðli máls. Verður hér á eftir gerð stuttlega grein fyrir
helstu atriðum, sem huga þarf að.
Klakfiskur er sá fiskur sem notaður er til framleiðslu
hrogna. Hann er alinn sem aðrir eldisfiskar í öllum
megin atriðum og kreistur að hausti sem „tveggja ára
lax“, þ.e. á 4. ári frá hrognastigi og er þá 5 - 8 kg.
þungur. Ekki er talið hagkvæmt að kreista hvern fisk
oftar en tvisvar. Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 20% af
lífþyngd klaklax skili sér sem augnhrogn við og eftir
kreistingu. Með öðrum orðum, gera má ráð fyrir að úr
hverjum klakfiski (5 kg.) fáist u.þ.b. 1 lítri af augn-
hrognum. Hafa þarf í huga að svil úr einum hæng nægja
fyrir hrogn úr tveimur jafn stórum hrygnum.
Að kreistingu lokinni er klakfiskurinn verðlítill en
„hleður sig upp“ fyrir kreistingu að ári. Til að flækja
málið hefur með nýjum tilraunum tekist að blekkja lax-
inn með ljósum, þannig að hann hrygnir tvisvar á ári í
stað einu sinni. Allt þetta þarf að hafa til hliðsjónar
þegar birgðamat fer fram og einnig þarf að hafa í huga
hvers konar stofna um er að ræða og hvort markaður sé
til fyrir afurðirnar.
HAFBEITARAFURÐIR, - BIRGÐAMAT:
Það kann að hljóma undarlega að verðleggja birgðir í
hafi, en þannig háttar til um hafbeitarlax. Eðli máls er
að sjógönguseiðum er sleppt til sjávar í þeirri von að
þau komi aftur að einu ári liðnu sem 3 kg. fiskur, eða
að tveimur árum liðnum sem 5-6 kg. fiskur. Sem nærri
má geta er þeim sem annast reikningsskil talsverður
vandi á höndum við birgðamat og fyllsta varfærnissjón-
armið væri væntanlega að gjaldfæra allan tilkostnað við
þau seiði sem sleppt er í hafbeit og tekjufæra þegar lax-
arnir skila sér aftur og óvissa ríkir ekki lengur um end-
urheimtur. .
Sú spurning vaknar hvort ofangreind aðferð gefi les-
anda ársreikningsins réttasta mynd af stöðu viðkom-
andi félags og ljóst má vera að reglunni um jöfnun
tekna og gjalda eftir því sem við verður komið innan
sama tímabils verður að fórna, sé stuðst við ofan-
greinda aðferð. Hafni menn ofangreindri aðferð, verða
þeir jafnframt að leggja fram aðra betri, sem uppfyllir
grundvallaratriði reikningshalds. Að mínu áliti getur
verið réttlætanlegt að eignfæra afurðir í hafbeit, ef til-
téknar upplýsingar liggja fyrir og þess sé jafnframt gætt
að framsetning í ársreikningi sé greinargóð og skýr.
Eftirfarandi upplýsingar verða að liggja til grundvallar
birgðamatinu:
a) Tveggja ára endurheimtuhlutföll úr marktækum til-
raunasleppingum hjá viðkomandi stöð, annars vegar
fyrir eins árs lax og hins vegar fyrir tveggja ára lax.
Til hliðsjónar er haft landsmeðaltal fyrir lengra
tímabil. Varúðarsjónarmið skulu höfð í heiðri.
b) Miða skal við sláturþyngd eftir slægingu eins og
tveggja ára lax, þ.e. 2,5 kg. og 5,0 kg.
c) Miða skal við þekkt skilaverð á eins og tveggja ára
16