Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Page 21
hans skuli telja kostnað við að koma vörubirgðum
á þann stað og í það ástand, sem þær eru og beri
því að telja með vinnslukostnaði við ákvörðun
kostnaðarverðs vörubirgðanna.
9. Óbeinn framleiðslukostnaður, bæði fastur og
breytilegur, sem fellur á framleiðsluna, er venju-
lega talinn með vinnslukostnaði. Sú venja byggist á
þeirri skoðun, að þetta sé kostnaður við að koma
vörubirgðum á þann stað og í það ástand, sem þær
eru. Stundum er fastur óbeinn framleiðslukostnað-
ur ekki talinn með vinnslukostnaði á þeirri for-
sendu að hann er ekki talinn standa í beinu sam-
bandi við að koma vörubirgðum á þann stað og í
það ástand, sem þær eru.
10. Við skilyrði lítillar framleiðslu eða ónotaðrar af-
kastagetu er venjan að ákvarða þann hluta af föst-
um óbeinum framleiðslukostnaði, sem telst með
vinnslukostnaði hlutfallslega, sem um full afköst
væri að ræða en ekki raunverulega framleiðslu.
Framleiðslugeta verksmiðju er skilgreind á mis-
munandi vegu, t.d. sem eðlilegt framleiðslumagn
nokkurra tímabila, eða mesta framleiðsla, sem ná
má á raunhæfan hátt. Ávallt skal nota sömu skil-
greiningu, sem ákvarða skal fyrirfram og ekki að-
laga tímabundnum aðstæðum.
11. Á sama hátt telst ekki til vinnslukostnaðar, kostn-
aður vegna óeðlilegrar eyðslu efnis, launa eða ann-
ars, þar eð slíkur kostnaður telst ekki standa í beinu
sambandi við að koma vörubirgðum í það ástand,
sem þær eru.
Annar óbeinn kostnaður
12. Auk óbeins framleiðslukostnaðar er stundum um
að ræða annan óbeinan kostnað við að koma vöru-
birgðum á þann stað og í það ástand, sem þær eru,
t.d. útgjöld við að hanna vörur fyrir sérstaka við-
skiptavini. Á hinn bóginn er sölukostnaður, stjóm-
unarkostnaður, rannsókna og vöruþróunarkostnað-
ur svo og vextir yfirleitt ekki talinn kostnaður við
að koma vörubirgðum á þann stað og í það ástand,
sem þær eru.
Kostnaðarverðsaðferð, sem notuð er
13. Við mat vörubirgða er beitt mismunandi aðferðum,
sem leiða til ólfkra niðurstaðna, þar á meðal eftir-
farandi:
a) Fyrst inn/fyrst út (FIFO)
b) Veginn meðalkostnaður
c) Síðast inn/fyrst út (LIFO)
d) Grunnbirgðir
e) Sérgreining
f) Næst inn/fyrst út (NIFO)
g) Síðasta innkaupsverð
14. Matsaðferðimar FIFO, veginn meðalkostnaður
LIFO, grunnbirgðir og sérgreining grundvallast á
raunverulegum, þegar aföllnum útgjöldum. Mats-
aðferðirnar NIFO og síðasta innkaupsverð grund-
vallast aftur á móti á útgjöldum, sem ekki eru áfall-
in og byggjast því ekki á kostnaðarverði.
15. Sérgreiningaraðferðin tengir ákveðna kostnaðarliði
einstökum birgðaeiningum. Þessi aðferð á við þeg-
ar um er að ræða vörur, sem hafa verið keyptar eða
framleiddar og ætlaðar eru til sérstakra nota. Sé
þessari aðferð beitt við birgðaeiningar, sem ekki
hafa sérstætt notagildi, er með vali þeirra hægt að
hafa ásetningaráhrif á rekstrarniðurstöður.
Mat vörubirgða niðurfyrir
kostnaðarverð
16. Kostnaðarverð fæst ef til vill ekki við sölu hafi sölu-
verð lækkað, vörurnar skemmst eða úrelst. Sú
venja að lækka mat vörubirgða frá kostnaðarverði í
dagverð samræmist því að veltufjármuni skuli ekki
eignfæra á hærra verði en ætla má að fyrir þá fáist.
Verðlækkun má reikna út sérstaklega fyrir einstaka
liði eða vörubirgðir tengdar ákveðinni starfsgrein
ellegar heildarbirgðir fyrirtækisins. Sú venja að af-
skrifa vörubirgðir með tilliti til tegundar birgða,
tegundar starfsgreinar eða á heildargrundvelli hefur
í för með sér að tap, sem orðið hefur, er látið vega
á móti óinnleystum hagnaði.
17. í sumum löndum tíðkast annarskonar niðurfærsla
vörubirgða en lýst er í 16. grein. Til dæmis mats-
verð vörubirgða fært niður fyrir kostnaðarverð með
því að draga ákveðinn hundraðshluta frá útreikn-
uðu verði eða birgðaverð er lækkað án þess að frá
því sé skýrt og þannig myndaður dulinn varasjóður
en slíkar niðurfærslur hafa óæskileg áhrif á árs-
reikninginn.
Framsetning vörubirgða
18. Sundurliðun vörubirgða í ársreikningi gefur til
kynna þær fjárhæðir, sem bundnar eru í hinum
ýmsu vöruflokkum og breytingar á þeim milli ára.
Algeng sundurliðun er hráefni, vörur í vinnslu, full-
unnar vörur, verzlunarvörur og hjálparefni.
19. Vörubirgðir í efnahagsreikningi ná venjulega yfir
þá liði, sem felast í skilgreiningu vörubirgða í 4.
grein. Aðrir liðir eru stundum taldir með vöru-
birgðum í efnahagsreikningi t.d. rekstrarvörubirgð-
ir o.fl. og birgðir til rannsókna og vöruþróunar.
Alþjóðlegur reikningsskilastaðalI
nr. 2
Mat og framsetning birgða samkvæmt
kost naðar ver ðsregl u nn i
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 2 nœr yftr
greinar 29-36 í þessum texta. Staðalinn skal lesa í
21