Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Page 24
SAMSTÆÐUREIKNINGSSKIL
Höfundur: Alexander G. Eðvardsson löggiltur endurskoðandi.
Skilgreining.
Samstæöureikningsskil eru reikningskil þar sem árs-
reikningar eins eða fleiri dótturfélags eru lagðir við árs-
reikning móðurfélagsins með því að leggja þá saman
línu fyrir línu (þ.e. að leggja saman samstæðar eignir,
skuldir, tekjur og gjöld). Við gerð samstæðureiknings-
skila verður að fella niður innbyrðis viðskiptastöðu og
innbyrðis viðskipti og gera grein fyrir hlutdeild minni-
hluta í dótturfélögum.
Tilgangur með gerð samstæðureikningsskila er að
setja fram, til frekari upplýsinga fyrir hluthafa og kröfu-
hafa móðurfélagsins, rekstrarniðurstöðu og fjárhags-
lega stöðu móðurfélags og dótturfélaga eins og þessi fé-
lög væru eitt félag með eina eða fleiri deildir. Talið er
að samstæðureikningsskil gefi betri upplýsingar um
hina efnahagslegu einingu, sem móðurfélag ásamt dótt-
urfélögum er, heldur en sérstök reikningsskil fyrir hvert
félag fyrir sig. Einnig eru samstæðureikningsskil talin
nauðsynleg til þess að gefa glögga mynd af þeirri efna-
hagsiegu einingu þar sem eitt félag hefur á beinan eða
óbeinan hátt meirihlutavald í öðrum félögum.
Samstæðureikningsskil gefa miklar samanþjappaðar
upplýsingar um hina efnahagslegu einingu sem heild.
Þó verður að fara varlega þegar lagt er mat á þessar
upplýsingar. Meðal atriða sem taka verður tillit til eru:
1. Tölulegar upplýsingar geta verið villandi þar sem
hér er um vegin meðaltöl allra félaganna innan sam-
stæðunnar að ræða. Veik staða eins félags getur því
verið bætt upp með sterkri stöðu annars.
2. Mismunur á flokkun og mati reikninga í bókhaldi fé-
laganna getur ruglað niðurstöður samstæðureikn-
ings.
3. Peningalegar stærðir varðandi bæði hluthafa og
lánadrottna geta verið villandi. Hér má nefna atriði
eins og möguleika til arðgreiðslna.
4. Samstæðureikningar sem innifela erlend dótturfélög
geta verið villandi ef miklar sveiflur eru í gengis-
skráningu.
Notendum samstæðureikningsskila eru fengnar í hend-
ur yfirgripsmiklar fjárhagslegar upplýsingar varðandi
hina efnahagslegu einingu, sem samanstendur af móð-
urfélagi og dótturfélögum þess, án tillits til þess að
lagalega er um margar einingar að ræða.
í Bandaríkjunum og Kanada eru samstæðureiknings-
skil álitin gefa bestar upplýsingar og talin mjög mikil-
væg. Þeim fylgja sjaldan ársreikningar móðurfélagsins
sjálfs eða einstakra dótturfélaga. I Bretlandi, á hinn
bóginn; eru ársreikningar móðurfélaga einnig taldir
mikilvægir og er þeim dreift til hluthafa með samstæðu-
reikningum. í Bretlandi eru ársreikningar móðurfélaga
álitnir mikilvægir fyrir kröfuhafa og hluthafa móðurfé-
lags, því að þar fá þessir aðilar upplýsingar um þær
eignir sem félagið á til þess að mæta kröfum og þar
koma fram upplýsingar um ávöxtun fjármagns í móður-
félögum.
Hvenær ber að semja samstæðureikningsskil.
Yfirráð eins félags yfir öðru er mikilvæg forsenda þess
að viðkomandi félag sé innifalið í samstæðureiknings-
skilum. Móðurfélagið þarf á beinan eða óbeinan hátt
að hafa vald til þess að hafa áhrif á stefnu og stjómun
félaga sem innifalin eru í samstæðureikningsskilum.
Þetta vald og notkun þess gefur til kynna ákveðna sam-
tengingu móðurfélags og dótturfélaga í eina efnahags-
lega einingu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að
24