Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Page 41
aðstæður gáfu ekki tilefni til annars en að gjaldfæra
hann strax.
Eignfærður þróunarkostnaður er gjaldfærður á kerf-
isbundinn hátt á næstu reikningsárum annaðhvort með
hliðsjón af sölu eða notkun vörunnar eða yfir ákveðin
tíma. Aðstæður sem valda takmörkunum í framleiðslu
eða sölu flýta fyrir gjaldfærslu þróunarkostnaðar.
Skýringar
Sú reikningsskilaaðferð sem hér er tekin upp fyrir rann-
sóknar og þróunarkostnað telst til almennt viður-
kenndra reikningsskilareglna samanber alþjóðlegan
reikningsskilastaðal nr. f. „ disclosure of accounting
policies „
Upplýsingar sem veittar eru í ársreikningi um rann-
sóknar og þróunarkostnað gefa lesenda upplýsingar um
vægi slíkrar starfssemi fyrir fyrirtækið sjálft ásamt
möguleika á samanburði við önnur fyrirtæki. Aðrar
upplýsingar sem koma að gagni í þessu sambandi fela í
sér lýsingu á þeirri rannsóknarvinnu sem unnið er að
ásamt áætlun á þeim kostnaði sem þarf til að Ijúka við
hana.
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 9.
Reikningsskil rannsóknar og þróunarstarfssemi
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 9 nœr yfir grein-
ar 15-25 og skal lesa í samhengi við inngangsorð að al-
þjóðlegum reikningsskilastöðlum.
15. Innifalið í rannsóknar og þróunarkostnaði á að
vera:
a) Laun og launatengd gjöld starfsmanna við rann-
sóknar og þróunarstörf.
b) Kostnaðarverð efnis og þjónustu sem notað er
við rannsóknar og þróunarstarfssemi.
c) Afskriftir á tækjum og búnaði sem notaður er
við rannsóknar og þróunarstarfssemi.
d) Stjórnunarkostnaður sem tengist rannsóknar og
þróunarstarfssemi.
e) Annar kostnaður sem telst til rannsóknar og
þróunarstarfssemi svo sem afskriftir á einka-
leyfi.
16. Fjárhæð rannsóknar og þróunarkostnaðar sem fjall-
að er um í 15. grein á að gjaldfæra á því tímabili
sem hann fellur til á, nema ef hann er eignfærður í
samræmi við 17. grein.
17. Þróunarkostnaö við ákveðin verk má eignfæra ef
öllum eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
a) Verkið er nákvæmlega skilgreint og hægt er að
aðgreina kostnað sem er því tengdur.
b) Sýnt er fram á tæknilega möguleika vörunnar.
c) Stjórnendur eru ákveðnir í því að framleiða og
markaðssetja eða nota vöruna.
d) Sýnt er fram á markað fyrir vöruna eða nota-
gildi ef nota á hana í eigin rekstri.
e) Nægjanlegar auðlindir eru fyrir hendi til að
fullvinna og markaðssetja vöruna.
18. Þróunarkostnaður sem eignfærður er með hliðsjón
af skilyrðum 17. greinar á að takmarkast við þá
fjárhæð sem búast má við að skili sér sem tekjur í
framtíðinni, að teknu tilliti til sölu og framleiðslu-
kostnaðar.
19. Ef tekin er upp ákveðin reikningsskilaaðferð um
eignfærslu þróunarkostnaðar þá á að nota þá að-
ferð á allar eignfærslur sem falla undir 17. grein.
20. Ef þróunarkostnaður er eignfærður þá á að gjald-
færa hann á kerfisbundinn hátt á næstu reikningsár-
um með hliðsjón af sölu eða framleiðslu vörunnar
eða á þeim tíma sem búist er við að varan verði til
sölu á.
21. í lok hvers reikningsárs á að gera athugun á eign-
færðum þróunarkostnaði. Ef þau skilyrði sem um
var fjallað í 17. grein og heimiluðu eignfærslu
kostnaðar eru ekki lengur fyrir hendi þá ber að
gjaldfæra eftirstöðvar í efnahagsreikningi.
Ef skilyrði fyrir eignfærslu eru enn fyrir hendi en
fjárhæð ógjaldfærðs þróunarkostnaðar er hærri en
talið er að framtíðartekjur muni skila þá á að gjald-
færa það sem umfram er.
22. Hafi þróunarkostnaður verið gjaldfærður þá skal
hann ekki eignfærður aftur, jafnvel þótt aðstæður
sem leiddu til gjaldfærslu séu ekki lengur fyrir
hendi.
Skýringar
23. í ársreikningi skal veita upplýsingar um heildarfjár-
hæð rannsóknar og þróunarkostnaðar ásamt þeirri
fjárhæð sem gjaldfærð hefur verið af eignfærðum
þróunarkostnaði.
24. Upplýsingar skal veita um eftirstöðvar þróunar-
kostnaðar í efnahagsreikningi ásamt þeim breyting-
um sem átt hafa sér stað á reikningsárinu. Greina
skal frá á hvern hátt þróunarkostnaður er færður til
gjalda.
Gildistökudagur
25. Þessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þá
ársreikninga sem ná til reikningsára er hefjast 1.
janúar 1980 eða síðar.
41