Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Qupperneq 47

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Qupperneq 47
Hafi tryggingafræðilegt mat ekki farið fram við upp- gjör þá skal geta þess hvenær það fór síðast fram og styðjast við upplýsingar úr því mati. I reikningsskilunum skal upplýsa um tengsl hreinnar eignar til greiðslu h'feyris og mat á áunnum lífeyrisrétt- indum á núvirði og stefnu sjóðsins varðandi fjármögnun á lífeyrisloforðum. Reikningsskil Séreignasjóða skulu innihalda yfirlit um hreina eign til greiðslu lífeyris og gerð skal grein fyrir fjármögnunarstefnu sjóðsins. Reikningsskil lífeyrissjóða, hvort sem um er að ræða Almenna sjóði(Sameignasjóði) eða Séreignasjóði skulu ennfremur innihalda: (a) Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu líf- eyris (b) Upplýsingar um helstu reikningsskilaaðferðir og (c) Lýsingu á starfsemi sjóðsins, um breytingar á starf- seminni og í hverju þær eru fólgnar. Fjárfestingar lífeyrissjóða skulu bókfærðar á raun- virði (fair value). Þegar um skuldabréf er að ræða þá telst raunvirði vera markaðsvirði. Ef um fjárfestingar er að ræða sem ekki er hægt að meta á raunvirði þá skal upplýsa um það. Þessi staðall tók gildi 1. janúar 1988. Að lokum langar mig til að koma örlítið inn á reikn- ingsskil lífeyrissjóða hér á landi og þá vinnu sem hefur verið lögð í það að koma reikningsskilum lífeyrissjóða í viðunandi horf. A árinu 1984 var gefið út hefti á vegum Sambands al- mennra lífeyrissjóða og Landssambands lífeyrissjóða um samræmdan ársreikning og bókhaldslykil lífeyris- sjóða, sem unnið var af sérstakri samstarfsnefnd um reikningsskil lífeyrissjóða og átti Reikningsskilanefnd FLE aðila í þeirri nefnd. Flestir lífeyrissjóðir hafa síðan stuðst við það form, en það uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í staðlinum nr. 26. Nú er sami sam- tarfshópurinn og sá um útgáfuna 1984 að gefa út endur- bætt leiðbeiningarrit um reikningsskil lífeyrissjóða, auk þess sem þar eru áréttuð ýmis atriði sem farist hafa fyr- ir við reikningsskilagerð lífeyrissjóða síðustu árin. Helstu atriðin eru þessi: 1. Lögð er áhersla á að skýrsla stjórnar sé hluti árs- reikninsins. 2. Gert er ráð fyrir að í yfirliti um breytingar á hreinni eign til greiðslu h'feyris komi fram í meginatriðum raunávöxtun eigna sjóðsins. Við útreikning á áhrif- um verðlagsbreytinga á peningalegar eignir sjóðanna þá hefur í reikningsskilum sjóðanna ýmisst verið notuð byggingarvísitala eða lánskjaravísitala (Sam- ræmda formið gerir ráð fyrir notkun byggingarvísi- tölu). Nefndin leggur til að í skýringum ársreikn- ingsins verði gerð grein fyrir raunávöxtun miðað við fleiri en eina vísitölu. 3. Hvað tryggingafræðilega úttekt varðar þá leggur nefndin áherslu á að hún liggi fyrir og að niður- stöður úttektarinnar komi fram í ársreikningi ásamt upplýsingum um helstu forsendur við útreikninginn. Misbrestur hefur verið á að þessar upplýsingar liggi fyrir og er ein ástæðan líklega sú að það getur tekið lífeyrissjóðina langan tíma að komast í úttekt hjá tryggingafræðingi vegna anna þeirra, en því má bæta við að í frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða frá 29.maí 1987 þá er það sett sem skylda að slíkt mat fari fram árlega. 4. Við mat á langtímakröfum þá leggur nefndin það til að bókun fjárfestinga í skuldabréfum verði hagað svo sem reikningsskilanefnd FLE hefur mælt með í drögum að áliti um þetta efni, þ.e. að afföll skulda- bréfa séu færð til tekna á afborgunartíma bréfanna miðað við virka vexti. 5. Nefndin leggur til að skuldabréfaeign sjóðanna verði færð niður í efnahagsreikningi til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast, þegar það á við( nefndin getur þess að bankar færa nú niður skulda- bréfaeign sína um a.m.k. 1%). Að lokum leggur nefndin til að í stað fjármagns- streymis komi nú sjóðsstreymi, þar sem þau þykja á ýmsan hátt henta betur eðli þeirrar starfsemi sem fram fer hjá lífeyrissjóðunum. ALLAR GERÐIR STIMPLA PENNASTIMPLAR Skapaöu þér ímynd með okkar sjálfblekandi stimpilpenna, það gæti gert gæfumuninn • að hafa stimpil með ' nafni þínu, fyrirtæki ' eða góðu slagorði alltaf ■ við hendina. STIMPLAGERÐ KRÓKHÁLSI 6 SlMI 671900 47

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.