FLE blaðið - 01.01.2016, Page 7
Margrét á námskeiði með félagsmönnum.
Gæðaeftirlit og hagsmunir
„Við höfum verið ( þeirri stöðu að félagið hefur tekið að sér
að sinna gæðaeftirliti fyrir Endurskoðendaráð og á sama tíma
reynt að styðja við félagsmenn sem eru að sæta gæðaeftir-
liti. Þetta er því mjög óheppileg staða, að vera þannig beggja
megin borðs. Það er fyrirsjáanlegt að gæðaeftirlit eininga
tengdum almennahagsmunum, fer frá félaginu. Það er vilji
núverandi stjórnar að gæðaeftirlitið í heild sinni fari alveg frá
félaginu, líka fyrir smærri endurskoðunarfyrirtækin. En það eru
líka áhyggjuraddir hvað það varðar, því þegar farið verður að
sinna þessu eingöngu af opinberum aðilum þá gæti það orðið
mun dýrara, erfiðara og strangara en nú er. Þá mun jafnframt
reyna á félagið að það standi í lappirnar með hagsmunagæslu
fyrir sína félagsmenn. Það verða gerðar meiri kröfur af ytri eftir-
litsaðilum en innri í gæðaeftirliti í framtíðinni, það er fyrirsjáan-
legt, við sjáum það annars staðar. En það er ekkert sem við
þurfum að hræðast vegna þess að við endurskoðendur erum
auðvitað öflugir einstaklingar og getum unnið okkar vinnu þann-
ig að hún þoli skoðun. Það þarf náttúrulega að vera þannig."
„En ef það er einhver ósanngirni sem á sér stað í gæðaeftir-
liti, þá þurfum við náttúrulega að gæta hagsmuna okkar félags-
manna. Ég vil frekar að við getum bara gert það og félagið
verið leyst frá því að framkvæma gæðaeftirlitið. Það er miklu
heppilegra því að vera svona I sjálfsrýni er ekki gott út á við.
Ég held því að best sé að gæðaeftirlitið fari frá félaginu en það
verða áskoranir sem fylgja því líka."
ímynd
„Imyndin sem stéttin hefur er ekkert mjög góð. Við þurfum
að gera eitthvað í því að bæta hana, vera duglegri við að koma
stéttinni á framfæri og (raun veita atvinnulífinu og almenningi
upplýsingar um hvað það er sem við erum að gera. Við bárum
skaða af hruninu sem við höfum enn ekki jafnað okkur á, við
þurfum því að vinna til baka það traust sem við höfum glatað.
Sú vinna er hafin og við þurfum að halda ótrauð áfram en við
klárum það ekkert á einu eða tveimur árum. Ég held að við
þurfum að breyta okkur aðeins sem stétt og verða opnari, eiga
fleiri samtöl við atvinnulífið, láta meira vita af okkur, því ég held
að það gangi ekki lengur að við séum svona ósýnileg, en þetta
á eftir að taka langan tíma. Ég held að félagsmenn séu almennt
á því að þetta sé eitthvað sem við eigum að gera. Við erum
aðeins byrjuð með greinaskrifunum okkar og ég held að það sé
góð byrjun, við þurfum bara að halda áfram, þurfum að virkja
fleiri og tala meira um þetta á vettvangi félagsins. Ég held að
endurskoðendur séu almennt á því að við þurfum að vinna f því
að bæta ímynd okkar út á við og öðlast aftur það traust sem
við töpuðum."
Efst í huga
„Það sem mér er efst í huga er eining félagsmanna, ég vil að
við snúum bökum saman og séum ekki að vinna á móti hvert
öðru. Mig langar til að við komum fram sem eining endur-
skoðenda og vinnum saman að því að segja atvinnulífinu og
almenningi að félag endurskoðenda, er félag þar sem sam-
staða ríkir um að gera sitt besta á sem faglegastan hátt. Ég
held að innra starf félagsins sé prýðilegt. Ég vildi gjarnan sjá
samstilltari hóp, veit bara ekki hvaða aðferð maður á að nota
við það eða hvernig maður á að gera það."
„Ég fer í golf til að slaka á en það er eitthvað sem gerist þegar
maður fer í golf svo maður gleymir öllu öðru. Nær einhvers
konar núvitund. Mér finnst það svakalega gott til að slaka á. Ég
skil símann eftir í bílnum og þá eru heilir fjórir tímar sem það
bara næst ekki í mann. Það sem er helsta áskorunin við golfið
er að ekki er hægt að spila hér allt árið. Ég og strákarnir mínir
byrjuðum saman í golfi fyrir fjórum árum og höfum átt alveg
dásamlegar stundir saman og ferðast mikið. Ég og og sá eldri
spilum reglulega saman en yngri strákurinn hætti fljótlega. En
ég er að reyna að auka núvitundina og draga úr því að vera með
áhyggjur með því að fara í golf. Ég fer líka í ræktina og finnst
það dásamlegt, sérstaklega að fara í gufu og heitan pott. Mér
finnst líka voðalega gott að vera heima og dunda mér við eitt-
hvað, vera með fjölskyldunni í einföldu heimilislífi."
Viðtal, Hrafnhildur Hreinsdóttir.
FLE blaðið janúar2016 • 5