FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 16

FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 16
Líkt og skrifað hefur verið um áður má velta fyrir sér forsend- um fyrir niðurstöðu í málum nr. 555/2012 og 529/2013 vegna skuldsettra yfirtaka/samruna þar sem slík eignarhaldsfélög sameinast rekstrarfélögum án þess að hægt sé að fara ítarlega yfir þau mál í þessari stuttu grein. Engar lagalegar forsendur eru fyrir hendi til þess að hafna samsköttun slíks eignarhalds- félags með rekstrarfélagi í yfir 90% eigu slíks félags, sbr. 55. gr., skv. framangreindum forsendum um frádráttarbærni vaxta- gjalda. Að sama skapi væru vaxtagjöld slíks eignarhaldsfélags frádráttarbær í áframhaldandi rekstri slíks eignarhaldsfélags. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar falla þau réttindi að draga slík vaxtagjöld frá tekjum eingöngu niður við samruna þess og dótturfélags þess en ef félögin tvö halda sjálfstæði sínu þá eru vaxtagjöldin að fullu frádráttarbær frá tekjum. Almennt orðað byggir niðurstaða Hæstaréttar á þeim forsend- um að skuldir eignarhaldsfélagsins tengist ekki rekstri dóttur- félagsins. Forsendurnar virðast hins vegar ekki hafa verið þær að skuldirnar hafi verið færðar til dótturfélagsins eingöngu í skattalegum tilgangi enda hefði það skv. framansögðu ekki staðist skoðun. Ef horft er á einfalda útgáfu af slíku máli er Ijóst að tekjur eignarhaldsfélagsins, sem hefðu verið í formi arðs og söluhagnaðar, verða ekki lengur fyrir hendi eftir samruna. Ef horft er heildstætt á málið verður eftir sem áður ekki annað ráðið en að höfnun á vaxtafrádrætti eftir samruna slíkra félaga hafi meira með form að gera fremur en efni. Oft er erfitt að átta sig á hvers vegna ráðist er í svo íþyngjandi aðgerðir gegn skattgreiðendum jafnvel þótt lagatæknilega sé hægt að ná fram neikvæðri niðurstöðu. Með vísan til þess er að framan greinir verður útgangspunktur vegna vaxtagjalda skv. núverandi reglum alltaf hvort hægt sé að sýna fram á hinn rekstrarlega tilgang að baki láninu. Að sama skapi má einnig ráða af fordæmum og skilaboðum skatt- yfirvalda að þegar á reynir munu markatilvik í flestum tilvikum túlkuð ríkinu (vil á kostnað skattgreiðenda. Páll Jóhannesson Frá hádegisfundi. Fleikningskilanefnd er önnum kafin. Endurskoðunardagur 2015. Gleðistund. 14 • FLE blaðið janúar 2016

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.