FLE blaðið - 01.01.2016, Page 20

FLE blaðið - 01.01.2016, Page 20
Sérfræðingaábyrgð Jóhannes Sigurðsson hrl. hjá Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu Ábyrgð endurskoðenda Á undangengum árum hefur skaðabótakröfum á hendur sér- fræðingum fjölgað nokkuð frá því sem áður var. Þessi þróun beinist að mörgum starfstéttum m.a. endurskoðendum, lög- mönnum, fasteignasölum og nú á síðustu árum bankastarfs- mönnum. Ástæðurnar eru líklega þær að viðskipti eru sífellt að verða flóknari og meiri hagsmunir eru húfi fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Fólk leitar í auknum mæli til sérfræðinga um ráðgjöf og vinnu vegna flókins regluverks. Mikið traust er lagt á sér- fræðinga um að veita góða, trygga og skilvirka þjónustu. Fyrir þjónustuna fá sérfræðingar almennt greitt hærra endurgjald en almennir starfsmenn enda hafa þeir oft varið umtalsverðum- tíma i að afla sér sérfræðimenntunar. Þá er starf sérfræðings oft mjög krefjandi og því fylgir mikil ábyrgð. Kröfur sem gerðar eru til sérfræðinga eru því miklar. í tveimur nýlegum Flæstaréttardómum hefur reynt sérstak- lega á skaðabótaábyrgð endurskoðenda og er viðfangsefni þessara skrifa að skoða hvaða ályktanir megi draga af þeim dómum. Dómarnir sem um ræðir eru svokölluð Toyotamál ’ og Vinnulyftumál.1 2 I málunum reyndi m.a. á aðkomu endurskoð- unarfélaga að samruna fyrirtækja og sölu á félagi. Sérstaða sérfræðiábyrgðar Til þess að setja dómsmálin í samhengi er rétt að fara fáeinum orðum um þær sérstöku reglur sem gilda þegar ábyrgð sér- fræðinga er metin.3 Þegar skaðabótaábyrgð er metin á grund- velli hinnar almennu skaðabótareglu (sakarreglunnar) er miðað við það hvernig góður og gegn maður hefði hegðað sér í við- komandi kringumstæðum. Strangari kröfur eru gerðar til sér- fræðinga og eru það einkum neðangreind þrjú atriði sem leiða til þess að ábyrgðin er ríkari: 1. Ríkar kröfur eru gerðar til þess að sérfræðingar sýni af sér aðgæslu og vandvirkni í starfi. Þeir eiga að þekkja vel til þeirra reglna sem þeir eru að vinna eftir og hafa mjög takmarkað svigrúm til að víkja frá þeim. Við mat á hátt- semi sérfræðinga skipta góðar starfsvenjur miklu máli að því gefnu að þær uppfylli strangar kröfur um aðgæslu. 2. Vegna sérstakrar þekkingar er gert ráð fyrir því að sér- fræðingar eigi að sjá betur fyrir afleiðingar af háttsemi sinni, þ.e. hvort og hversu mikil tjónshætta fylgir af hátt- seminni. Skiptir þetta máli við mat á orsakatengslum, þ.e. hversu líklegt sé að tjón geti hlotist af háttsemi. 3. Sérfræðingar eru oft í betri aðstöðu til þess afla eða geyma sönnunargögn sem tengjast störfum þeirra. Þá eru þeir oft, vegna sérþekkingar, í betri stöðu til þess að færa fram sönnur um atriði sem máli geta skipt við mati á ábyrgð. Af þessum sökum er stundum slakað á sönnunar- kröfum tjónþola. Almennt hvílir á tjónþola að sanna tjón en í málum sérfræðinga er oft slakað á þeim sönnunar- kröfum t.d. um orsakatengsl þegar sök þykir sönnuð. Toyotamálið í málinu var gerð krafa á hendur endurskoðunarfélagi vegna meintra mistaka þess, annars vegar við ráðgjöf um skipulag á samruna tveggja félaga á árinu 2005 og hins vegar við ráðgjöf og gerð skattframtals fyrir árið 2006. Nánar tiltekið var þar um að ræða öfugan samruna þar sem félag sem hafði keypt annað félag með lánsfjármögnun var sameinað hinu síðarnefnda. Flæstiréttur hafði í fyrri dómi varðandi sama samruna dæmt að fjármagnstekjugjöld vegna lánsins sem fengið var vegna kaupanna hafi ekki tengst rekstri hins sameinaða félags og því hafi ekki verið heimilt að gjaldfæra þau í bókhaldi þess. Tjónið sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir var álag sem hafði verið lagt á það þar sem ekki var heimilt að gjaldfæra fjármagns- kostnaðinn, þvert á meinta ráðgjöf endurskoðunarfélagsins. Að auki krafði félagið endurskoðunarfélagið um bætur m.a. vegna sérfræðikostnaðar við skattamál sem hafði verið rekið vegna deilu um skattlagninguna. Atvik málsins voru þau að endurskoðunarfélagið hafði aðstoðað við gerð áreiðanleikakönnunar og bráðabirgðaverð- mats við upphaflegu kaupin á félaginu. Þau gögn lágu m.a. til grundvallar við ákvörðun kaupverðs. í málinu lá einnig fyrir að endurskoðunarfélagið hafði unnið samrunaskjölin, þ.m.t. samrunareikning og matsskýrslu. Þá höfðu lögfræðingar á skattasviði endurskoðunarfélagsins unnið við verkefnið. Af 1. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 138/2015 (Toyota á íslandi ehf. gegn Deloitte ehf.) 2. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 302/2013 (Eyvindur Jóhannsson gegn KPMG ehf. ofl.) 3. í grein höfundar í afmælisriti Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara, Ábyrgð á endurskoðun og könnun reikningsskila, er að finna almenna umfjöllun um skaðabótaábyrgð endurskoðenda í tengslum við endurskoðun og könnun á reikningsskilum. 18 • FLE blaðiðjanúar2016

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.