FLE blaðið - 01.01.2016, Side 21

FLE blaðið - 01.01.2016, Side 21
dóminum má ráða að hvorki samrunagögnin né frekari upp- lýsingar um aðkomu skattalögfræðinganna hafi legið fyrir í mál- inu. Endurskoðunarfélagið neitaði því að hafa veitt ráðgjöf eða aðstoð við val á aðferð við samruna. f málinu var sannað að annað endurskoðunarfélag hafði endur- skoðað ársreikning félagsins fyrir árið 2005 og gert skattfram- tal vegna þess rekstrarárs. Hið stefnda endurskoðunarfélag hafði hins vegar endurskoðað ársreikning fyrir árið 2006 og gert skattframtal fyrir það rekstrarár. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gegn neitun endur- skoðunarfélagsins hafi félaginu ekki tekist að sanna að endur- skoðunarfélagið hafi veitt ráðgjöf við val á samrunanum. Var því talið að skaðbótaábyrgð yrði ekki reist á fyrri málsástæðunni. Um seinni málsástæðuna kemur fram í dómi Hæstaréttar að þótt endurskoðunarfélagið hefði gert skattframtal fyrir rekstrar- árið 2006 þá hefði það verið reist á ársreikningi sem félagið hafði gert og væri á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins. Þá var ekki talið, að með ráðningabréfi sem gert var þegar endurskoðunarfélagið tók yfir endurskoðun félagsins, hefði endurskoðunarfélagið tekið að sér ráðgjöf eða vinnu við gerð skattframtalsins sem raskaði ábyrgð stjórnendanna. Niðurstöður málsins ultu á sönnunarstöðu. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að félaginu hefði ekki tekist að sanna að endurskoðunarfélagið hefði tekið að sér þá ráðgjöf og verk sem málsástæður félagsins beindust að. Athygli vekur að Hæstiréttur virtist ekki slaka á sönnunarkröfum i málinu. Ástæða þess er væntanlega sú að ekki hafi verið færðar líkur fyrir því að endurskoðunarfélagið hefði tekið að sér verkefnin. Þá benti dómurinn á að tilteknir aðilar hefðu ekki verið leiddir fram sem vitni um atvik og eins að skjöl sem tengdust samrun- anum og ráðgjöfinni hefðu ekki verið lögð fram af hálfu félags- ins. Má gera því skóna að dómurinn hafi talið að félagið hefði mátt ganga lengra í sönnunarfærslunni að þessu leyti. Þá kann að hafa skipt máli um niðurstöðuna að annað endurskoðunar- félag gerði skattframtal fyrir rekstrarárið 2005. Af dóminum má ráða að mikilvægt sé fyrir endurskoðendur, og raunar einnig aðila sem kaupa þjónustu þeirra, að verkefnin sem sérfræðingum eru falin séu vel skilgreind. Er þetta sér- staklega mikilvægt fyrir sérfræðingana þar viðsemjandinn kann að hafa óljósari hugmyndir um umfang þeirrar þjónustu sem veitt er. í einhverjum tilvikum kann að vera slakað á sönnunar- kröfum að þessu leyti á kostnað sérfræðingsins. Dómurinn fjallar (sjálfu sér ekki um efnisþátt málsins þ.e. hvort röng ráðgjöf um að fara þessa leið við samruna og færslu fjár- magnskostnaðar til gjalda feli í sér sök. í dómaframkvæmd Hæstaréttar um skattskylduna hefur nokkuð afdráttarlaust verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé heimilt að færa þennan kostnað til gjalda. Má gera ráð fyrir því að almennt verði slík röng lagatúlkun í ráðgjöf talin til sakar sem leiða kunni til skaðabótaábyrgðar. Flókið lagaumhverfi leiðir oft til lagalegrar óvissu og þá er hætt við að sambærileg mál hljóti mismunandi niðurstöðu fyrir dómstólum. Við slíkar aðstæður getur verið erfitt að áætla hvernig dómstólar koma til með að túlka ákveðnar lagareglur. Sérfræðingar sem veita ráðgjöf þurfa að gera viðskiptamönn- um grein fyrir slíkri áhættu sem kann að felast í mismunandi á túlkunum á reglum. Þá er nauðsynlegt að tryggja sér sönnun fyrir þeirri ráðgjöf. Ef viðskiptamaðurinn er nægjanlega upp- lýstur liggur viðskiptaleg áhætta hjá honum. Á þetta ekki síst við í skattamálum þar sem takast á sjónarmið um að lágmarka skattskyldu fyrirtækja innan ramma skattalaga annars vegar og hins vegar almennt stranga afstöðu dómstóla til slíkra mála. Dómaframkvæmd sýnir að dómstólar ganga mjög langt í því að takmarka möguleika á skattalegri „hagræðingu". Vinnulyftumálið í seinna málinu var deilt um ábyrgð endurskoðunarfélags vegna ráðgjafar og milligöngu um kaup á félagi og aðkomu að sam- runa félaga sem komu að kaupunum. Skaðabótakrafa var gerð á hendur endurskoðunarfélaginu, félögum sem tengdust því og tveimur starfsmönnum þess. Atvik málsins voru þau að starfsmenn endurskoðunarfélags höfðu tekið að sér aðstoð við kaupendur við kaup á tveimur félögum. Nýtt einkahlutafélag sem starfsmenn endurskoð- unarfélagsins höfðu sett á stofn gerðu tilboð í hlutfé tveggja félaga.Samkvæmt kaupsamningi sem gerður var um kaupin skyldi einungis hluti kaupverðsins greiddur við afhendingu hlutanna en eftirstöðvar kaupverðsins skyldu að hluta greiddar eftir níu mánuði frá afhendingu og að hluta með skuldabréfi til þriggja ára. Engar tryggingar voru gefnar út fyrir greiðslum á eftirstöðvum kaupverðsins. Seljandanum var hins vegar gert að leggja fram veðtryggingu í fasteign fyrir hugsanlegum kröfum sem kynnu að falla á félögin m.a. vegna hugsanlegra skatta- krafna. Eftir kaupin varfélagið sem keypti hlutina sameinað öðru hinna keyptu félaga. í tengslum við þann samruna gaf starfsmaður endurskoðunarfélagsins út yfirlýsingu þar sem sagði „Ekki verður séð að sameining félaganna komi til með að rýra veru- lega möguleika iánardrottna á fullnustu krafna I hverju félagi um sig." Hið sameinaða félag var síðar úrskurðarð gjaldþrota og seljand- inn fékk ekki greiddar eftirstöðvar kaupsverðsins. Seljandi félagsins gerði kröfu um að endurskoðunarfélagið, til- teknir starfsmenn þess og tengd félög greiddu honum skaða- bætur sem námu eftirstöðum kaupverðsins sem ekki fengust greiddar. Byggði hann kröfur sínar m.a. á þvi að starfsmenn endurskoðunarfélagsins hefðu sýnt af sér vanrækslu við gerð kaupsamninganna og ekkí gætt að hagsmunum seljandans eins og skyldi. Þá var einnig byggt á því að yfirlýsing endur- skoðandans um stöðu lánadrottna við samrunann hefði ekki verið rétt og að það hefði ekki mátt sameina félögin nema með FLE blaðið janúar2016 • 19

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.