FLE blaðið - 01.01.2016, Side 22

FLE blaðið - 01.01.2016, Side 22
því aö gera upp kröfur lánadrottna eða leggja fram tryggingu fyrir þeim. Hæstiréttur benti á að skv. 1. mgr. 1. gr. þágildandi laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa hefðu þeir einir sem hefðu löggildingu til þeirra starfa mátt hafa milli- göngu um sölu á fyrirtækjum eins og um var að ræða í málinu. Endurskoðunarfélagið byggði á því að það hefði eingöngu tekið að sér vinnu fyrir kaupendur og átt að gæta hagsmuna þeirra en ekki seljandans. Einn starfsmanna endurskoðunarfélagsins hafði slíka löggildingu. Sá aðili sagðist lítið hafa komið nálægt viðskiptunum, en fyrir lá að annar starfsmaður endurskoðunar- félagsins hafði aðstoðað kaupendurna við verkið og skjalagerð- ina. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að verkefnin sem starfsmenn endurskoðunarfélagsins unnu hefði í raun verið milliganga um fyrirtækjakaup. Taldi dómurinn þar engu skipta þótt sá starfsmaður sem hafði löggildingu til starfans hefði ekki unnið þau heldur aðrir starfsmenn endurskoðunarfélagsins. Dómstóllinn byggði á því að þar sem þeir höfðu í raun á hendi milligöngu skv. 5. gr. laganna hefði þeim borið að liðsinna bæði seljanda og kaupanda og gæta réttmætra hagsmuna beggja aðila í samræmi við viðskiptavenjur. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn endur- skoðunarfélagsins hefðu ekki sinnt þessari skyldu. Var m.a. vísað til þess að seljandi hefði ekki fengið neinar tryggingar fyrir greiðslum á eftirstöðvum kaupverðsins og sérstaklega i Ijósi þess að fasteign, sem annað hinna keyptu félaga átti, var veðsett banka til að fjármagna útborgun á kaupverðinu. Taldi dómurinn að með þessu hefði verið raskað mjög jafnvægi milli réttinda og skyldna kaupanda og seljanda. Nauðsynlegt hefði verið fyrir milligöngumanninn að gera seljandanum grein fyrir þeirri stórfelldu áhættu sem hann bar af viðskiptunum og ráða honum eindregið frá því að ganga til þeirra. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að yfirlýsing endur- skoðandans um stöðu lánadrottna við hinn öfuga samruna félaganna hefði verið röng. Taldi dómurinn það með engu móti geta staðist að sameiningin hefði ekki skert möguleika lána- drottna til þess að fá fullnustu krafna sinna, heldur hefði hætt- an á því þvert á móti verið stórfelld. Benti dómurinn á að hefði endurskoðandinn gefið rétta yfirlýsingu þá hefði verið nauðsyn- legt að vekja athygli lánadrottna á því að samruninn rýrði mögu- leika á endurheimtum og þannig gefið þeim kost á að sækja sér greiðslu eða tryggingu fyrir greiðslu við samrunann. Rétt er að geta þess hér að dómurinn lagði þriðjung sakar á tjónsþolann í málinu á þeim grundvelli að hann hefði átt að gæta betur að hagsmunum sínum enda hafði hann áralanga reynslu af viðskiptum. Dómur þessi er athyglisverður fyrir margra hluta sakir þegar kemur að ábyrgð sérfræðinga. Það er alveg Ijóst af forsendum dómsins að það eru gerðar strangar kröfur til sérfræðinganna um að þeir sýni mikla aðgæslu í sínum störfum og gæti hlut- lægni í þeim. Þótt í þessu sérstaka tilviki hafi reglur laga um milligöngu við fyrirtækjasölu átt sérstaklega við má fastlega gera ráð fyrir því að skyldur verði lagðar á sérfræðinga um hlut- lægni þótt þeir séu fyrst og fremst að vinna fyrir annan aðilann. Niðurstaða í upphafi greinar minnar um ábyrgð endurskoðenda á endur- skoðun og könnun á reikningsskilum, sem vitnað var til neðan- máls hér að framan, minnti ég á orð Sigurðar H. Pálssonar endurskoðanda sem hann skrifaði árið 1982: „ Endurskoðendur verða að gera sér Ijóst að þeir verða að vera reiðubúnir að axla verulega ábyrgð, ef þeir vilja, að stéttin hafi þann tilgang, sem löggjafinn og almenningur ætlast til".A Niðurstaðan úr þeim greinarskrifum var sú að mikil ábyrgð væri lögð á herðar endurskoðendum í störfum við endurskoðun og könnun reikningsskila, sérstaklega í Ijósi þeirra flóknu reglna sem þeir þyrftu að vinna með, bæði að því er snýr að reiknings- skilastöðlum og einnig er við kemur endurskoðunarstöðlum. Það er satt best að segja ekki öfundsverð staða. Það er Ijóst að þegar kemur að öðrum störfum, hvort sem það er skattráðgjöf, ráðgjöf um samruna eða vegna fyrirtækja- kaupa, verða að sama skapi gerðar strangar kröfur til endur- skoðenda um vönduð vinnubrögð. Að samræma það sffellt vax- andi kröfum um hraða og hagkvæmni er erfitt en nauðsynlegt. Á það verður að leggja áherslu til þess að takamarka hættu á því að ábyrgð verði felld á mann vegna sérfræðistarfa. Jóhannes Sigurðsson 4. Sigurður H. Pálsson, Áritanir og ábyrgð endurskoðenda, Tímarit um endurskoðun og reikningshald, 1. tbl. 1982, bls. 15. Þetta hafa reynst orð að sðnnu eins og dómar sem hafa fjallað refsiábyrgð endurskoðanda hafa sýnt. Sjá hér dóma Hæstaréttar í málum nr. 286/1990 (Vinnufata- búðin), nr. 19/1991 (Hafskip), nr. 490/1991 (Ávöxtun), nr. 23/1996 (Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins) og nr. 509/2004 (Tryggingarsjóður lækna). 20 • FLE blaðið janúar 2016

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.