FLE blaðið - 01.01.2016, Qupperneq 25
ingar hafa þó ekki verið jafn auðframkvæmanlegar og flestir
höfðu talið. Stytting vinnslutíma hefur þó náð fram að ganga
með því að breyta verkferlum, taka upp nýja tækni, endurmeta
vinnubrögð og þannig hefur smám saman mótast skilningur á
þvf að leggja meiri áherslu á þjónustuhlutverk ríkisskattstjóra í
þessu samhengi. í flestum tilfellum hefur á síðustu árum tekist
að halda afgreiðslutíma kæra innan þeirra marka sem skattyfir-
völdum er ætlaður til slíkrar embættisfærslu.
Upplýsingar úr framtölum vegna hagstjórnar - tilefni breytinga
Víkur nú að þeim breytingum sem framundan eru og hvert sé
tilefni þeirra. Upplýsingar úr skattframtölum bæði einstaklinga
og lögaðila, eru að verða mikilvæg gögn í almennri hagstjórn.
Skattframtöl veita marktækar upplýsingar um það hvernig
ástandið er í samfélaginu og hver sé þróun eigna, tekna og
gjalda. Upplýsingarnar sem framtölin hafa að geyma eru eftir-
sóttar og þar til bærir aðilar bíða með óþreyju eftir þeim til að
sinna lögbundnum skyldum sínum. Það verður að játast að í
Ijósi þess hve efnahagslífið á íslandi hefur verið kvikt á undan-
förnum árum er mun meira horft til þeirra upplýsinga sem fást
úr skattframtölum heldur en áður var og jafnframt eru miklar
óskir um að upplýsingar séu afhentar fljótt og í tilteknu formi
en vitaskuld án þess að þær séu persónugreinanlegar. Þetta
hefur kallað á að fram hefur farið athugun á því hvort unnt sé
að flýta álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og lögaðila.
Hagstjórnin í landinu yrði án efa nákvæmari ef unnt væri að
Ijúka álagningu framtala einstaklinga og lögaðila fyrr en verið
hefur. Ýmis Ijón eru á þeim vegi og hefur þurft að fjalla ítarlega
um það hvernig unnt sé að takast á við þau álitamál sem komið
hafa upp. Til fróðleiks í þessu samhengi má einnig geta þess
að auk þeirra sem eiga lagalegan rétt á upplýsingum úr fram-
tölum eru ýmsir aðrir sem leita ár hvert til ríkisskattstjóra til að
falast eftir upplýsingum og það jafnvel þótt lagaforsendur séu
ekki til staðar. Ríkisskattstjóri hefur dregið þar skarpa línu og
aðeins þeir aðilar sem lagaheimild hafa fá umbeðinn aðgang
að upplýsingum.
Upplýsingar úr skattframtölum einstaklinga hafa einnig verið
sendar til ákveðinna stofnana, þar á meðal Tryggingastofnunar
og Vinnumálastofnunar til að tryggja að ákvörðun hlutaðeig-
andi stjórnvalda um úthlutun bóta sé í samræmi við gildandi
lög þar að lútandi. Fyrir þessu liggja skýr lagafyrirmæli eða
eftir atvikum samþykki hlutaðeigandi bótaþega þar sem tekjur
annars staðar frá skipta máli í hverju einstöku tilfelli viðeigandi
bótaþega. Fyrrnefndar stofnanir hafa á grundvelli skattupplýs-
inga endurreiknað ákvarðaðar bætur og ýmist fært til lækkunar
eða hækkunar fyrri ákvörðun sinni. Þetta hefur síðan haft þau
áhrif að taka hefur þurft upp framtöl sömu einstaklinga sem
hafa sætt endurreikningi bóta og hækka eða lækka ákvarð-
aðar skattgreiðslur í samræmi við endanlega ákvörðun bóta.
Fjöldi þeirra sem eiga í hlut hjá Tryggingastofnun ríkisins og
hafa á undanförnum árum þurft að sæta endurreikningi hefur
verið mikill, jafnvel allt að 70% bótaþega hefur átt þar hlut
að máli. Ríkisskattstjóri hefur talið þetta fyrirkomulag afar
óheppilegt og verið væri að raska framtalsskilum viðskipta-
vina Tryggingastofnunar að óþörfu auk þess sem verið væri
að leggja í mikla vinnu og ástæðulausan tvíverknað sem unnt
væri að komast hjá. Ríkisskattstjóri hefur því í samstarfi við
Tryggingastofnun unnið að því að færa stóran hluta þessara
leiðréttu upplýsinga inn á framtöl áður en álagningu hefur verið
lokið til að forðast að valda viðskiptavinum stofnananna óþæg-
indum vegna þessa.
Hugmyndir um flýtingu álagningar
Oft hefur verið rætt um nauðsyn þess að færa álagningu
einstaklinga framar svo hjá því sé komist að tilkynna um
niðurstöðu álagningar á helsta sumarleyfistíma landsmanna.
Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum árum staðið fyrir mestu
byltingu í opinberri stjórnsýslu hér á landi með því annars vegar
að rafvæða framtalsskil og hins vegar að búa skattframtöl
þannig úr garði að á þau sé búið að færa allar upplýsingar sem
skattyfirvöldum eru send á grundvelli 92. gr. tekjuskattslaga.
Með því að auka áritun upplýsinga inn á framtöl hefur tekist
að ganga svo langt að helmingur framtala er tilbúinn fyrir fram-
teljandann, með öllum launaupplýsingum, fasteignamati, öku-
tækjaeign, innstæðum og skuldum auk ýmissa annarra upplýs-
inga. Allur þessi breytti háttur og þær framfarir sem orðið hafa
við vinnslu framtala, þar sem flestir framteljendur geta sóð
bráðabirgðaútreikning álagningar um leið og framtali er skilað,
hefur kallað á auknar umræður og vangaveltur hvort ekki sé
unnt að Ijúka álagningu einstaklinga fyrr.
Flýting álagningar er á hinn bóginn ýmsum erfiðleikum bundin
þar sem álagning opinberra gjalda er samstarfsverkefni margra
stofnana og ýmissa annarra aðila og er flókin tæknileg vinnsla.
Þannig þarf að taka tillit til fjölda þátta hjá öllum sem að þessu
verkefni koma. Eitt af því sem þyrfti að yfirvinna er að endur-
skipuleggja skattlagningu bótaþega og taka tillit til endurreikn-
ings bóta. Það verklag sem verið hefur við lýði varðandi bóta-
þega Tryggingastofnunar hefur beinlínis hamlað því að unnt
væri að flýta álagningunni. Ríkisskattstjóri og Tryggingastofnun
hafa á síðustu misserum sammælst um breytta vinnuferla sem
gera það að verkum að unnt verður að stemma bótagreiðslur af
fyrr og þannig verði forsendur álagningar að mestu leyti réttar
þegar rafrænt skattframtal er opnað, svo sem fyrr var lýst.
Viðskiptavinir beggja stofnana munu eiga töluvert auðveldara
með framtalsskil sín í framtíðinni ef þær breytingar sem ríkis-
skattstjóri og Tryggingastofnun hafa í hyggju að hrinda í fram-
kvæmd á næstu vikum, munu ganga eftir. Stendur til að færa
endurreikning bóta framar og er að því stefnt að við opnun á
skattframtölum einstaklinga myndi endurreikningi verða lokið
og árituð skattframtöl taka mið af þeim breytingum sem gerðar
verða á skattskilum vegna endanlegrar ákvörðunar bótafjár-
hæða að endurreikningi loknum. Að þessu gefnu er Ijóst að
unnt var að færa álagninguna framar og nú er niðurstaðan orðin
sú að álagning opinberra gjalda á einstaklinga á árinu 2016 mun
verða mánuði fyrr en verið hefur eða 30. júní 2016.
Ríkisskattstjóri hefur kannað möguleika þess að álagning verði
„eftir hendinni", þ.e. að álagning fari fram jöfnum höndum
þegar skattframtölum er skilað en fari ekki fram á einum og
sama tíma. Er sá háttur hafður á í nokkrum ríkjum Evrópu.
FLE blaðið janúar 2016 • 23