FLE blaðið - 01.01.2016, Page 27
Golfannáll endurskoðenda sumarið 2015
Auðunn Guðjónsson er endurskoðandi hjá KPMG
Golfeinvaldurinn.
Sumarið 2015 var einn viðburður á vegum okkar sem höfum
staðið fyrir mótahaldi endurskoðenda í golfi. Meistaramót FLE í
golfi fórfram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að morgni föstudagsins 4.
september 2015. Þetta var í þrítugasta og fjórða sinn sem mótið
er haldið.
Að þessu sinni mættu 14 kylfingar til leiks, allt karlmenn, sem
léku golf við ágætar aðstæður og í góðu veðri í Mosfellsbænum.
Undanfarin ár hafa ávallt nokkrar konur úr stéttinni tekið þátt, en
ekki í þetta skiptið.
Leikfyrirkomulagið var eins og áður höggleikur með og án for-
gjafar og var nú keppt í þremur flokkum, i yngri flokki karla með
forgjöf, í flokki karla 55 ára og eldri með forgjöf og svo í opnum
flokki án forgjafar. Keppnin var æsispennandi en helstu úrslit
voru eftirfarandi:
Höggleikur karla (yngri flokkur) með forgjöf (5 þátttakendur)
Sveinbjörn Sveinbjörnsson 73 högg nettó
Auðunn Guðjónsson 75 högg nettó
Kristófer Ómarsson 77 högg nettó
Höggleikur karla (eldri flokkur) með forgjöf (9 þátttakendur)
Ragnar Gíslason 75 högg nettó
Gunnar Hjaltalín 75 högg nettó
Ragnar Bogason 76 högg nettó
Höggleikur án forgjafar (opinn flokkur)
Ragnar Gíslason 81 högg
Kristófer Ómarsson 85 högg
Ragnar Bogason 87 högg
Sá keppandi sem er með lægsta skor með forgjöf fær farand-
bikar. Þetta árið var það Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem var með
lægsta nettóskor (73 högg) og er hann því Golfmeistari FLE árið
2015. Að þessu sinni voru úrslit tilkynnt og Golfmeistari FLE
útnefndur á Gleðistund FLE sem haldin var síðdegis þann sama
dag og meistaramótið fór fram. Þótti það fyrirkomulag fara vel.
Umsjónarmenn þakka þeim sem þátt tóku og vonast til að áfram
verði staðið að mótahaldi innan stéttarinnar og að kylfingar taki
þátt.
Golfbikar FLE.
Sveinbjörn vann farandbikarinn að þessu sinni.
Auðunn Guðjónsson
FLE blaðiðjanúar2016 • 25