FLE blaðið - 01.01.2016, Qupperneq 30

FLE blaðið - 01.01.2016, Qupperneq 30
reikningsskilum fyrir starfsemi sem ekki er rekin í hagnaðar- skyni. Enn fremur þarf að kunna skil á því hvað mótar reglurnar og hverjir setja þær í Bandaríkjunum og á alþjóðavísu. Fjögurra tíma próf með 3 x 30 valmöguleikaspurningum (60%) og 7 verkefnum (40%) þar af einu sem byggir á því að finna og fletta upp viðeigandi reglum. AUD - Endurskoðun Skipulagning, framkvæmd og niðurstaða endurskoðunar er að sjálfsögðu stærsti áhersluþátturinn og regluverkið sem setur rammann um endurskoðunina. Það þarf að kunna skil á því sem lítur að endurskoðun utan sem innan Bandaríkjanna, þ.e. International Standards on Auditing (IAS) og AICPA staðlana (GAAS - Generally Accepted Auditing Standards), staðla fyrir endurskoðun opinberra aðila (GAGAS - Generally Accepted Government Auditing Standards), endurskoðunarstaðla fyrir fyrirtæki skráð á markaði (PCAOB - Public Company Accounting Oversight Board). Mismunandi áritanir vegna endurskoðunarverkefna, kannana og ýmis konar staðfestinga, hvort sem er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga. Einnig er könnuð þekking á ábyrgð og skyldum endurskoðenda. Fjögurra tíma próf með 3 x 30 valmöguleikaspurningum (60%) og 7 verkefnum (40%), þar af einu sem byggir á því að finna og fletta upp viðeigandi reglum. REG - Skattar og viðskiptareglur Efnið í þessum hluta er í megin atriðum tvíþætt, þ.e. við- skiptalög (business law) og alríkisskattar (federal taxation). Undir lagahlutanum er m.a. fjallað um viðskiptabréf, yfirfærslu eignaréttar, ábyrgðir, fasteignaviðskipti, gjaldþrotalög, umboð, einkarétt, vinnulöggjöf, jafnréttismál, peningaþvætti, rekstrar- form og ábyrgð og skyldur eigenda fyrirtækja. Skattahlutinn tekur á skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja, skattlagningu miðað við mismunandi rekstrarform, skattlagning alþjóðlegra fyrirtækja, skilafresti, viðurlög, erfðafjár- og gjafaskatta, skatt- lagningu dánarbúa ofl. Einnig er farið inn á siðareglur sem og faglega og lagalega ábyrgð endurskoðenda. Þriggja tíma próf með 3 x 24 valmöguleikaspurningum (60%) og 5 verkefnum (40%), þar af einu sem byggir á því að finna og fletta upp viðeigandi reglum. BEC - Rekstur og starfsumhverfi Þessi hluti spannar nokkuð vítt svið en sá þáttur sem mér virt- ist vera að fá aukið vægi lítur að stjórnsýslu og skipulagi innra eftirlitis sem byggir á þeim ramma sem mótaður er af COSO (Committee of Sponsoring Organizations of the Treadway Commission).7 Auk þess er farið inn á rekstrar- og þjóðhag- fræðilegar skilgreiningar, rekstrar- og kostnaðarbókhald, fjár- málastjórn og árangursmælingar. Einnig er tekið á almennum skilningi á tölvu- og upplýsingakerfum, innra eftirliti og skipu- lagi þeim tengdum m.a. með yfirferð yfir COBIT (Control Objectives for Information and Related Technology).8 Þriggja tíma próf með 3 x 24 valmöguleikaspurningum (85%) og 3 verkefnum (15%) með skriflegum svörum. Lokaspretturinn Það sem vantar nú uppá hjá mér til að geta fengið löggildingar- skírteini er að Ijúka prófi í siðferði og siðareglum,9 en til þess hef ég eitt ár og þrjár tilraunir, og ná 90% árangri. En mesta áskorunin er að finna starf því ég þarf að geta sýnt fram á 500 tíma vinnu í Kaliforníu undir stjórn CPA, og geta lagt fram gögn til staðfestingar því að hafa unnið endurskoðunarvinnu. Því til viðbótar þarf að sýna fram á hreint sakavottorð ofl. sem ég sé ekki sem fyrirstöðu. Alltaf góð mæting á stóru ráðstefnur félagsins. 7. http://coso.org/ 8. http://www.isaca.org/Knowledge-Center/COBIT/Pages/Overview.aspx 9. http://www.calcpa.org/ethics-exam 28 FLE blaðiðjanúar2016

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.