FLE blaðið - 01.01.2016, Side 33
Breytingar á lögum um ársreikninga
Unnar Friðrik Pálsson er endurskoðandi hjá KPMG
Á vormánuðum 2014 hófst í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu vinna við gerð frumvarps um breytingar á lögum nr.
3/2006 um ársreikninga. Tilurð þess er tvíþætt. Annars vegar
er um að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins nr.
2013/34/ESB um ársreikninga félaga af tiltekinni gerð og kemur
í stað tveggja eldri ársreikningatilskipana Evrópusambandsins.
Tilskipunina þarf innleiða í íslensk lög á grundvelli EES samn-
ingsins.Auk þess kemur fram í stefnu ríkisstjórnarinnar að hún
hyggist beita sér fyrir endurskoðun á regluverki atvinnulífsins,
meðal annars með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi
jafnframt því að draga úr skrifræði og einfalda samskipti við
opinbera aðila.
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi nú í janúar. Reyndar stóð til
að gera það á nýliðnu haustþingi en það gekk ekki eftir. Hér
á eftir verður stiklað á stóru um efni frumvarpsins. Rétt er að
taka fram að frumvarpið kann að taka breytingum í meðförum
Alþingis.
Markmið tilskipunar ESB
í tilskipun ESB kemur fram að eitt megin markmiða hennar
sé að draga úr stjórnsýslubyrði, einkum fyrir lítil og meðalstór
fyrirtæki. Tilskipuninni er ætlað að draga úr umsýslukostnaði
litilla og meðalstórra félaga og bæta viðskiptaumhverfi þeirra.
í afar stuttu máli má segja að orðin einföldun og skilvirkni
fangi ágætlega kjarna tilskipunarinnar auk þess sem segir
í inngangsmálsgrein hennar að áríðandi sé að samræma lög
aðildarríkjanna um framsetningu og efni árlegra reikningsskila.
Vinnuhópur
Vegna innleiðingar tilskipunarinnar skipaði atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið vinnuhóp. Hann samanstóð af starfs-
mönnum ráðuneytisins og fulltrúum FLE, ársreikningaskrár og
fjármálaeftirlitsins. Síðar bættist fulltrúi félags bókhaldsstofa í
hópinn. Alls urðu fundir vinnuhópsins tæplega 50. Auk undir-
ritaðs voru fulltrúar FLE þeir Jón Arnar Baldurs og Herbert
Baldursson.
Óhætt er að segja að fundir vinnuhópsins hafi verið bæði
gagnlegir og skemmtilegir, enda ekki við öðru að búast þegar
saman koma allt að tíu einstaklingar úr ýmsum áttum með
áhuga reikningsskilum og ársreikningum. Eins og gefur að
skilja var skipst á skoðunum og ólík sjónarmið komu fram.
Vinna starfshópsins fólst í fyrstu einkum í þvi að kryfja til
mergjar fyrrgreinda tilskipun Evrópusambandsins. Sú vinna var
tímafrek enda tilskipunin enginn léttlestur. í framhaldinu var
svo tekið til við textasmíði, þ.e. tillögur starfshópsins um þær
breytingar á núgildandi lögum sem nauðsynlegar eru vegna
ákvæða tilskipunar ESB, auk annarra breytinga á lögunum sem
hópurinn taldi að yrðu til bóta. Þannig má ýmislegt færa til betri
vegar í lögunum, svo lengi sem breytingarnar fara ekki í bága
við ákvæði tilskipunarinnar. Þá er í tilskipuninni að finna ýmis
valkvæð ákvæði sem taka þurfti afstöðu til.
Kynning á frumvarpinu og ábendingar frá haghöfum
Á reikningsskiladegi FLE í september 2014 hélt reikningsskila-
nefnd félagsins kynningu þar sem fjallað var um vinnu starfs-
hópsins og nokkur veigamikil atriði tilskipunarinnar. Vinnan var
þá skammt á veg komin. Ári síðar hélt Harpa Theodórsdóttir,
sérfræðingur í ráðuneytinu og stjórnandi hópsins, fróðlegt og
gott erindi um frumvarpsdrögin á reikningsskiladegi félagsins.
Þá höfðu nýlega verið birt á heimasíðu ráðuneytisins drög að
frumvarpi auk þess sem haldinn var opinn haghafafundur um
miðjan september. Fundurinn var vel sóttur. Haghöfum var þar
gefið færi á að leggja fram spurningar, auk þess sem óskað var
eftir umsögnum frá þeim um frumvarpsdrögin sem þá voru
enn í vinnslu. Bárust 11 umsagnir. Hrósuðu þeir sumir ráðu-
neytinu sérstaklega fyrir það frumkvæði að halda opinn fund
á þessu stigi málsins og gefa færi á að koma með ábendingar
við frumvarpsdrögin. Farið var yfir þær ábendingar sem bárust
ráðuneytinu og gerðar nokkrar breytingar á frumvarpsdrög-
unum. Má þar helst nefna að fellt var út úr frumvarpinu ákvæði
um bann við arðgreiðslum vegna matsbreytinga fjárfestingar-
fasteigna sem færðar eru í rekstrarreikning.
Stiklað á stóru
í stuttri grein gefst ekki færi á að fjalla ítarlega um allar þær
breytingar, smáar og stórar, sem verða gerðar á ársreikninga-
lögum samkvæmt frumvarpinu. Eftirfarandi eru hins vegar
nokkur atriði sem vert er að benda á.
Ný stærðarflokkun félaga
í tilskipuninni eru félög flokkuð eftir stærð í lítil félög, meðal-
stór félög og stór félög. Það sem ákvarðar stærð félaga er
stærð efnahagsreiknings, hrein velta og meðalfjöldi ársverka
á reikningsári. Stærðarmörkin er að finna ( 3. gr. tilskipunar-
innar. Fjárhæðir í tilskipuninni eru tilgreindar í evrum og er
þeim löndum sem hafa annan lögeyri einungis heimilt að
hnika viðmiðunarmörkunum um 5% að hámarki til að fá út
viðmiðunarfjárhæðir (sléttar og fallegar). Flokkunin miðast við
að félag fari ekki yfir (eða fari yfir) tvö af þremur viðmiðum.
FLE blaðiðjanúar2016 • 31