FLE blaðið - 01.01.2016, Síða 35

FLE blaðið - 01.01.2016, Síða 35
eigin fjár en ekki á óráðstafað eigið fé. Áfram verður heimilt að færa fjármálagerninga sem hefur verið aflað í þeim tilgangi að selja aftur (sem nú munu nefnast fjáreignir til sölu) á gangvirði í efnahagsreikningi. Gangvirðisbreytingar slíkra fjáreigna færast á gangvirðisreikning meðal eigin fjár hér eftir sem hingað til. Hlutdeild í afkomu Samkvæmt frumvarpinu verður gerð sú breyting á lögunum að nemi hlutdeild í afkomu dóttur- eða hlutdeildarfélaga sem færð er í rekstrarreikning hærri fjárhæð en sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta, skuli mismunurinn færður á bundinn hlutdeildarreikning meðal eigin fjár. Er þetta í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Skil á ársreikningum, sektir og slitfélaga í frumvarpinu er gert ráð fyrir heildarendurskoðun á XII. kafla laganna um viðurlög og málsmeðferð. Þar er meðal annars að finna breytingar á viðurlögum við því að vanrækja skyldu til að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar (senda ársreikning til ársreikningaskrár). Samkvæmt frumvarpinu skai ársreikningaskrá leggja stjórnvaldssektir á félög sem ekki skila innan lögbundins frests. Sektin skal nema 600.000 kr. Skili félag ársreikningi eða samstæðureikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagninu stjórnvaldssektar skal lækka sektarfjárhæðina um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða skal lækka sektarfjárhæðina um 60% og um 40% ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða. Þá er að finna í frumvarpinu ákvæði um sektir ef ársreikningaskrá telur að ársreikningur eða samstæðureikningur uppfylli ekki ákvæði laganna. Ársreikningaskrá skal þá tilkynna félagi um afstöðu sína, gefa því kost á úrbótum og mögulega að koma að andmælum. Ef ekki berast fullnægjandi skýringar eða úrbætur innan 30 daga skal lögð á félagið stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. Sektarfjárhæðina skal lækka geri félagið úrbætur. Hversu mikil lækkunin verður fer eftir því hvenær úrbætur hafa verið gerðar og er miðað við sömu tímamörk og lækkun og að framan greinir um hvenær úrbætur hafa verið gerðar. Ekki verður unnt að skjóta ákvörðun ársreikningaskrár um álagningu sektar til æðra stjórnvalds. Hafi ársreikningi eða samstæðureikningi ekki verið skilað innan átta mánaða frá því að frestur rann út eða ársreikningaskrá hefur komist að þeirri niðurstöðu að skýringar eða upplýsingar með ársreikningi eða samstæðureikningi hafi ekki verið full- nægjandi skal hún krefjast skipta á búi félagsins. Endurskoðun og skoðunarmenn Eins og fram hefur komið munu um 80% félaga geta nýtt sér einföldun sem gert er ráð fyrir vegna örfyrirtækja þar sem ein- faldur ársreikningur verður sjálfkrafa til við skil á skattframtali. Slíkur ársreikningur þarfnast hvorki endurskoðunar né yfirferðar skoðunarmanns. Samkvæmt frumvarpinu verður gerð krafa um yfirferð skoðunarmanns á ársreikningum lítilla félaga, sem eru yfir viðmiðunarmörkum fyrir örfélög eða örfélög en kjósa að nýta sér ekki þá leið að láta skattyfirvöld útbúa ársreikning á grundvelli skattframtals. Er hér átt við félög sem eru undir við- miðunarmörkum um endurskoðunarskyldu. Þau viðmiðunar- mörk, sbr. 98. gr. núgildandi laga, eru óbreytt. Áætlað er að um 4.000 félög muni falla undir kröfu um yfirferð skoðunarmanns. Reikningsskilaráð og reglugerðir Nauðsynlegt verður að setja ýmsar reglugerðir vegna breytinga á lögunum auk þess að fella úr gildi reglugerðum 696/1996 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Hér má nefna reglugerð um skilyrði sem skoðunarmönnum ber að uppfylla hvað varðar hæfi og óhæði og hvað fólgið skuli í vinnu þeirra og að ráðherra setji reglugerð um framsetningu rekstrar- og efnahagsyfirlita vegna „hnappsins". Undirritaður telur nauðsynlegt að reikningsskilaráð verði endur- vakið og umboð þess vel skilgreint. Ábendingar sem bárust á haghafafundi sýna að ýmis álitamál geta komið upp, jafnvel þó reynt sé af fremsta megni að hafa lagaákvæði skýr og greinar- góð. Því má búast við að álitamál vakni um tiltekin mál og þá væri æskilegt að reikningsskilaráð gæti tekið á þeim. Að lokum í frumvarpinu er gert ráð fyrir ýmsum öðrum breytingum en að framan greinir. Má þar nefna að margar nýjar skilgreiningar, svo sem á hugtakinu glögg mynd. Þá er gert ráð fyrir að afleiður skuli færa á gangvirði en það er ekki skylda samkvæmt núgild- andi lögum þó það sé heimilt. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram og mun fara í formlegt umsagnarferli. Haghöfum gefst þá kostur á að koma á fram- færi áþendingum og athugasemdum. Samkvæmt frumvarpinu munu ákvæði laganna öðlast gildi og koma til framkvæmda fyrir reikningsár sem hefst 1. janúar 2016 eða síðar. Þó munu tiltekin ákvæði koma til framkvæmda strax samanber 73. gr. frumvarpsins. Unnar Friðrik Pálsson FLE blaðið janúar 2016 • 33

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.