Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 45
239
Leirefni hafa yfirleitt veik sýrueinkenni. I mjög súrum
jarðvegi stjornast syrustigið af A1 -jonum a svifefnum
leirsins. Við pH 4-5,5 gefa þessar jónir leirnum búffer-
eiginleika. Við hærra pH (5,5-7,5) geta leirefni einnig
gefið frá sér H+-jónir, sem stafa frá fjölliða áljónum.
Við kölkun fer fram hlutleysing á þessari sýru, en hún er
hins vegar ekki skiptanleg.
Oxíð af járni og áli. Frjáls oxíð af þessum málmum x jarð-
vegi geta haft sýruhópa. Þannig geta AIOH- og FeOH-hópar í
súrum jarðvegi tekið til sín vetnisjónir. Til að hækka
sýrustig jarðvegsins þarf að eyða þessum vetnisjónum, sem
tilheyra pH-háðri sýru.
Lífræn efni. 1 lífrænu efni eru karboxýl-(COOH-) og alkóhól-
hópar, (fenól- enól- og e.t.v. aðrir alkóhól-hópar) virkastir
sýruhópar. Sýrustyrkur fellur í sömu röð. Karboxýlhópar
hafa svipaðan sýrustyrk og ediksýra (pK 4-5), en fenólhóp-
arnir eru mun veikari (pK um 8). Samkvæmt því eiga karboxýl-
hópar stærstan þátt í jónrýmd lífrænna efna við venjulegt
sýrustig í jarðvegi.
Hleðsla lífræna efnisins er verulega pH-háð, þ.e.
jónrýmdin er lægst við pH 4-5,en fer vaxandi þegar sýrustigið
hækkar. 1 súrum jarðvegi virðist sýrustyrkurinn oft minni
en búast mætti við út frá einstökum sýrum £ lífræna efninu.
Stafar þetta af því, að í jarðvegi er meira eða minna af
sýruhópunum bundið ál- og járnjónum, sem ekki eru skiptan-
legar við hlutlausar saltlausnir.
1.3 Sýrustig jarðvegs
Skiptingu jarðvegs eftir sýrustigi má gera þannig:
Sýrustig
veikt lútkennt
hlutlaust
veikt súrt
meðalsúrt
sterksúrt
mjög súrt
afar súrt
pH (CaCl
7,1-8 ,1
7,0
6 ,9-6,0
5.9- 5 ,0
4.9- 4,0
3.9- 3,0
undir 3,0