Svava - 01.03.1898, Side 25
tOLDE kell’s leyndahmalid.
409
,Jií, ég er kominii á Jtá skoðun, að það liaíi vorið
misskilningur. Ég sé n ú, að })að er ómögulegt að kaupa
ást/ sag ði hann.
’Og ég vissi að þú mundir komast að Jreirri n'iður-
stöðu,1 ’sagði ég,
’En, Hestir, það gæli þó.orðið skárra en þaðer, ég
er viss um það,‘ sagði hann, ’þú ert ófarsæl, og þó ég
.haii fengið það sem hjarta mitt þráði, er óg ekki heldur
glftður. Eeyndu að vera mér þægileg, þú skilur ekki að
séfhvert ónotaorð ogsérlivert kuldalegt augnatillit særir
hjarta mitt. Við erum nú gift, tlestir. og það er ómögu-
legt að taka ;það aftur. Ættum við þá eklci að sætta
okkui' við skeðan hlu.t? Yæri ekki 'betra fyrir þig að
veraglöð, og njóta fegurðarinnar sem umkringir þigí‘
Ég sagði honum að ég væri þreyít af því öllu, og
langaði he im.
’líeyndu að gera þig ánægða. með mig, baru/ sagði
haun. ’Útíitið er nógu dauflcgt, ef við þurfum að lifa
saman í mörg ár á þenna þátt. Ég ætlaði þó ekki að
gera þig ófarsæl a,‘
Eftir þetta gerði ég alt sem ég gat, til að sigr.v
viðbjóð minn á honum. Ég reýndi að fullnægja skyld-
um mínum, og verá honum þægiieg, en ég vann lítið
þrátt fyrir alt sem ég gerði. Eg gat aldrei fyrirgefið