Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Side 17
Flutningaþjónusta
Kynningarblað
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
8. mars 2016
Cargo: Útleiga á sendibílum
og kassabílum með lyftum
C
argo sendibílaleiga sérhæfir
sig í útleigu á sendi- og
kassabílum með lyftu til
flutninga á búslóðum og
vörum. Þar leigir þú þann bíl
sem hentar þínum flutningum, ekur
sjálfur/sjálf og sparar því umtals-
verðan kostnað.
Bílafloti til búslóðaflutninga
Gunnar Haraldsson, eigandi Cargo
sendibíla, segir bílaflota fyrirtækis-
ins samanstanda af þremur bíla-
stærðum. „Í 1.100 kílóa flokkunum
erum við með minni sendibíla
sem hafa alveg einstaklega góða
aksturseiginleika og eyða litlu
eldsneyti.1.200 kílóa flokkurinn
er kassabílar með lyftu sem eru
einstaklega góður kostur til flutn-
inga á stórum og meðalstórum
búslóðum. Á þessa bíla þarf ekki
meirapróf og eru þeir sparneytnir.
Stærsti bíllinn okkar er Benz Atego,
kassabíll með lyftu, sem hefur 2.500
kílóa burðargetu og
lyftigetan er 750
kíló,“ segir hann.
„Þessi bíll er frá-
bær ef um þyngri
flutninga er að
ræða og hent-
ar einstaklega
vel til flutninga á
búslóðum út á land. Á
þennan bíl þarf meirapróf
eða hafa tekið ökupróf fyrir 1988.“
Trillur og brettatjakkar
„Við erum síðan einnig með hjálpar-
tæki til þess að auðvelda fólki flutn-
ingana, eins og sekkjatrillu, sem er
með burðargetu upp að 200 kíló-
um. Þetta er létt handtrilla með
föstum palli. Svo er einnig hægt að
leigja tröpputrillu sem flytur þunga
hluti bæði upp og niður stiga. Báðar
trillurnar eru íslensk framleiðsla.
Trillurnar reynast mjög góðar til
þess að flytja t.d. þvottavélar og ís-
skápa úr stað. Við erum líka
með brettatjakka ef um er
að ræða vörur á brettum
eða sterk bönd til þess að
festa vörurnar í bílunum.“
Að leigja sendibíl
Að sögn Gunnars þarf
viðskiptavinur sem hyggst
leigja sendibíl að framvísa
ökuskírteini og kreditkorti sem
tryggingu fyrir leigu sendibifreiðar-
innar. „Vert er að taka fram að leigu-
taki þarf ekki að vera með meirapróf
til að leigja sendibíl með burðargetu
1.200 kíló og undir. Leigutaki leigir
sendibílinn fullan af eldsneyti og
skilar svo tanknum fullum.“
Cargo sendibílaleiga, Skemmu-
vegi 32 (bleik gata), 200 Kópavogur.
Sími: 566 5030. Tölvupóstfang:in-
fo@cargobilar.is Opnunartími: Alla
virka daga frá kl. 8.00–18.00 og um
helgar frá klukkan 10.00–16.00.
www.cargobilar.is n
Bjóða einnig trillur og brettatjakka til að auðvelda flutningana
Þú leigir hjá okkur sendibíl
í stærð sem hentar fyrir þig, með
eða án lyftu, og keyrir sjálfur.
Hafðu samband í síma
566 5030 – Cargobilar.is
Ertu að flytja?
Vantar þig
sEndibíl?