Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Síða 30
22 Menning Vikublað 8.–10. mars 2016 Í slenska óperan frumsýndi á dögunum Don Giovanni í leik- stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur við gríðarlega góðar viðtökur sýningargesta. Meðal söngvara eru Oddur Arnþór Jónsson sem fer með hlutverk Don Giovanni, Tomislav Lavoie, Þóra Einarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson. Óperan segir frá Don Giovanni, sem leggur land undir fót og heillar og tælir konur um gjörvalla Evrópu. Ógæfan dynur yfir þegar Don Giovanni fremur voðaverk. Elmar Gilbertsson, sem fer með hlutverk Don Ottavio, í óperunni hefur búið í Hollandi frá árinu 2007 þegar hann fór þangað til náms. Hann var í fjögur ár í Amsterdam og flutti síðan til Maastricht þar sem hann var um tíma á föstum samn- ingi hjá óperunni í þeirri borg. Nú býr hann í Den Haag. „Þar er dá- samlegt að vera þar, ég bý í hverfi sem er rétt hjá strandbæ og er tíu mínútur að hjóla niður á strönd,“ segir hann. Hann er ekki á föstum samningi hjá óperuhúsi en hefur feikinóg að gera og hefur sungið í fjölmörgum óperuhúsum og tón- leikasölum í Evrópu. „Ég hef verið heppinn en þetta er mikil barátta og ég er á stöðugum þeytingi. Sem dæmi má nefna að mér telst til að árið 2014 hafi ég verið 288 daga fjarri heimili mínu.“ Spurður um nýjasta verk- efnið, hlutverk í Don Giovanni, segir hann: „Þessi ópera hefur allt til brunns að bera sem einkennir klassíska óperu. Sagan er gríp- andi og skemmtileg. Hún fjallar um flagarann Don Giovanni og þar koma meðal annars við sögu gaml- ar kærustur sem eru ekki alls kostar ánægðar með okkar mann. Í alvöru óperu er einhver drepinn og það gerist þarna og þess þarf að hefna. Tónlistin er náttúrlega algjörlega einstök og Mozart nær að glæða söguna lífi á fallegan og skemmti- legan hátt.“ Elmar er ekki í aðalhlutverki í óperunni og þegar hann er spurð- ur hvort honum þyki það ekki verra segir hann: „Nei, alls ekki. Það er oft virkilega gaman að takast á við aukapersónur, það þarf að gæða þær lífi eins og aðra karaktera og þær skipta yfirleitt miklu máli í sögunni. Don Ottavio gerir það sannarlega.“ „Það bara gerðist" Íslenskir óperuunnendur tóku fyrst eftir Elmari í óperunni Ragnheiði en þar stal hann senunni í hlutverki Daða. Hann hlaut einróma lof fyrir frammistöðu sína. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ekki við þessum viðtökum,“ segir hann. „Ég „Syng meðan ég get“ Elmar Gilbertsson fer með hlutverk í Don Giovanni. Hann syngur í óperuhúsum og tónleikasölum víða um heim „Ég hef verið heppinn en þetta er mikil barátta Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ég er á stöðug- um þeytingi. Sem dæmi má nefna að mér telst til að árið 2014 hafi ég verið 288 daga fjarri heimili mínu. Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.