Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 8
Helgarblað 2.–5. desember 20168 Fréttir K atrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur af- farasælast að mynduð verði þjóðstjórn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún tel- ur jafnframt að eðlilegast væri að kosið yrði á nýjan leik eftir einhvern ákveðinn tíma. Upp úr viðræðum Katrínar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um hugsanlega stjórnarmyndun slitnaði í gær, fimmtudag. Katrín og Bjarni hófu viðræður 29. nóvember. Samkvæmt heimildum DV þótti Vinstri grænum Sjálfstæð- isflokkurinn lítt tilbúinn til að gera málamiðlanir og fáar handfastar til- lögur hefðu komið fram um hvernig flokkarnir gætu náð saman. Sjálf- stæðismönnum mun aftur á móti hafa komið á óvart hversu fast Vinstri græn stóðu á sínum áherslum. Of langt hafi einfaldlega verið milli flokkanna tveggja málefnalega til að þeir gætu náð saman. Eðlilegt að ræða við Bjarna Katrín segir að eðlilegt hafi verið að eiga viðræður við Bjarna í ljósi stöð- unnar sem upp var komin. „Þetta var gott samtal og mér fannst dýr- mætt að eiga það, ég held að það gæti orðið gott veganesti fyrir sam- starfið í þinginu. Ég held að þessir flokkar skilji hvor annan betur nú en áður. Það var hins vegar langt á milli flokkanna. Ég myndi ekki segja að það hafi steytt á neinu sérstöku, enda voru þetta ekki orðnar form- legar viðræður.“ Spurð hvort það hafi haft ein- hver áhrif á viðræðurnar að fregnir höfðu borist af takmörkuðum áhuga hugsanlegra samstarfsflokka, Sam- fylkingar og Bjartrar framtíðar, á að- komu að stjórnarsamstarfinu svaraði Katrín því neitandi. „Það spilaði ekki inn í niðurstöðuna.“ Ekki bjartsýn á fimm flokka stjórn Sem kunnugt er áttu fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar óformlegar viðræð- ur í fyrradag þar sem til umræðu var að hefja hugsanlega formlegar stjórnar myndunarviðræður á nýj- an leik. Birgitta Jónsdóttir, þingmað- ur Pírata, setti sig í gær í samband við Katrínu og ámálgaði við hana hugsan lega aðkomu Vinstri grænna að viðræðum um fimm flokka ríkis- stjórn á nýjan leik. Katrín segir engar ákvarðanir muni verða teknar í þeim efnum fyrr en þingflokkur Vinstri grænna hafi fundað og það muni í fyrsta lagi gerast í dag, föstudag. „Það liggur fyrir að það slitnaði upp úr við- ræðum þessara fimm flokka vegna þess að Viðreisn hafði ekki sannfær- ingu fyrir því að þetta samstarf gæti gengið upp. Ég veit ekki hvað ætti að hafa breyst í þeim efnum.“ Katrín segir ekki tímabært að ræða hvort Vinstri græn muni koma að viðræðunum. „Mér finnst kannski bara ástæða til þess að flokkarnir velti fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að mynda hérna þjóðstjórn og kjósa að nýju eftir einhvern ákveðinn tíma. Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki bara einfaldast í ljósi stöðunnar.“ Takmarkaður áhugi Vinstri grænna Eftir því sem heimildir DV herma er vilji til þess af hálfu flokkanna fjögurra sem funduðu í fyrradag að reyna að ná saman um myndun ríkis stjórnar. Sá vilji er hins vegar takmarkaður í röðum Vinstri grænna enda telja þingmenn flokksins að ekki verði lengra komist í viðræðum nema um verulega stefnubreytingu verði að ræða af hálfu Viðreisnar. Vinstri græn hafi komið verulega til móts við Viðreisn í fyrri viðræðum flokkanna en hafi fátt fengið til baka. Komi Vinstri græn ekki að borðinu í viðræðum við flokkana fjóra er staðan orðin mjög þröng. Þingmenn Viðreisnar eru þannig mjög óánægðir með framgöngu Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins á dögunum, þegar að Bjarni hélt ekki áfram viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð en kaus að taka upp samtal við Katrínu. Flokksmenn Viðreisnar munu því ekki spenntir fyrir að taka að nýju upp þær viðræður. Framsókn enn út úr myndinni Framsóknarflokkurinn hefur staðið utan viðræðna fram að þessu og fátt bendir til þess að breyting verði á því. Þannig staðfesti Smári McCarthy í samtali við DV að Píratar útilokuðu enn sem fyrr samstarf við flokkinn, og raunar einnig samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Því væri sú lausn ekki í boði að fá Framsóknarflokkinn inn í stað Vinstri grænna í fimm flokka stjórn. Viðreisn hefur útilokað að starfa með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í ríkisstjórn fram til þessa og fátt sem bendir til að breyting verði þar á. Því gæti niður- staðan allt eins orðið sú sem Katrín varpar nú fram, að mynduð verði þjóðstjórn og boðað til kosninga að nýju, mun fyrr en ella. n Katrín vill Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is „Ég myndi ekki segja að það hafi steytt á neinu sérstöku, enda voru þetta ekki orðnar form- legar viðræður. n Telur að kjósa ætti að nýju eftir ákveðinn tíma n Svartsýn á fimm flokka stjórn mynda þjóðstjórn Ný nálgun Katrín telur heppilegast, í ljósi stöðunnar, að mynduð verði þjóðstjórn og kosið að nýju eftir ákveðinn tíma. MyNd SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.