Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 2.–5. desember 201610 Fréttir B rautarholt er kirkjustaður frá fornu fari og þekkt stórbýli. Jörðin er óðalsjörð og er þess vegna enn í eigu Kristins Gylfa Jónssonar þrátt fyrir að hann eigi eitt stærsta persónulega gjaldþrot Íslandssögunnar á feril­ skránni. Kristinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2004 og fengust engar greiðslur upp í kröfur sem námu 1.200 milljónum króna. Kristinn var sakaður um að mismuna kröfuhöf­ um og þegar bjóða átti upp jörðina flæktust málin. Jörðin var veðsett en þar sem um óðalsjörð var að ræða var ekki hægt að taka jörðina af Kristni og bræðrum hans. Hún er því enn í dag í eigu þeirra. Faðir Kristins, Jón Ólafsson, og föðurbróðir, Páll Ólafsson, tóku við búi af föður sínum árið 1954. Þar ráku þeir bræður grasmjölsverksmiðju frá 1963 og einu einkareknu grasköggla­ verksmiðju landsins frá 1972 til 1999. Frá árinu 1982 rak Jón svo svína­ bú ásamt sonum sínum sem seinna varð stórveldi á íslenskum markaði. Keyptu þeir feðgar hluti í ýmsum fyrir tækjum. Jón lét einnig til sín taka í Sjálfstæðisflokknum. Það átti eftir slettast upp á vin­ skapinn hjá þeim bræðrum, Jóni og Páli, sem höfðu rekið sín fyrirtæki í mesta bróðerni. Páll lokaði gras­ kögglaverksmiðjunni og hans hluti jarðarinnar varð síðar golfvöllur. Jón hóf með sonum sínum uppbyggingu á nútíma svínabúi á jörðinni en svínarækt hafi verið þar allt frá ár­ inu 1957. Jörðinni var skipt árið 1989 á milli bræðranna. Árið 1997 ákváðu Jón og synir hans að stækka búið; gyltur höfðu verið 270 en urðu nú 560. Var Páll ósáttur við að bróðir hans og frændur byggðu svínabúið í aðeins 325 metra fjarlægð frá íbúðar­ húsi hans þegar heilbrigðisreglur kváðu á um að minnst 500 metrar væru á milli slíks bús og íbúðarhúss. Úrskurðarnefnd umhverfis­ og auð­ lindamála ákvað engu að síður að samþykkja byggingu svínabúsins. Aftur lenti þeim bræðrum saman þegar Páll hélt því fram að Kristinn og synir hans hefðu sturtað þúsund­ um tonna af svínaskít í sjóinn. Veitti heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur svína­ búinu áminningu vegna sóðaskapar­ ins. Á þeim tíma var framleiðslugeta Brautarholtsbúsins 12.000 eldisgrísir en í búinu voru 560 gyltur. Áætlað var að 12.800 tonn af skít kæmu frá búinu á hverju ári. Þá var búið rekið án starfsleyfis árið 2000. Sáust leifar af skítnum í fjörunni. Frá þessu er greint í janúar árið 2000. Það var þó ekki fyrr en tæplega ári síðar að búinu var bannað að dæla meiri svínaskít í sjóinn. Brautarholtsbúið hafði áður ratað á síður blaðanna vegna sóðaskapar en árið 1992 þurfti Kristinn að svara fyrir það að sturta dauðum kjúklingum niður í fjöru. Sagði heilbrigðisstarfsmaður að um vítavert athæfi væri að ræða. Viður­ kenndi Kristinn að um ámælisvert brot væri að ræða. Hélt hann því fram að kjúklingunum hefði verið sturtað í fjöruna fyrir mistök. Ris og fall Upp úr 2000 gerðust Kristinn og bræður hans afar umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi. Áður höfðu Brautarholtsfeðgar komið sér upp kjúklingabúi en þeir keyptu í Móa­ búinu árið 1985. Móabúið var það ár með um 8 prósenta markaðshlut­ deild á kjúklingamarkaði. Árið 2000 var Móabúið með um þriðjung á markaði. Fyrirtækið Nesbú var svo með minnst 45 þúsund hænur. Kristinn og bræður hans höfðu stækkað svínabúið hratt og við upp­ byggingu keyptu þeir sig inn í fyrir­ tæki sem voru að vinna vörur úr svínakjöti. Í umfjöllun Morgun­ blaðsins segir að Kristinn hafi séð fyrir sér að með betri aðgangi að markað­ inum væri nauðsynlegt að fjárfesta í kjötvinnslufyrirtækjum. Árið 1999 keypti svínabúið Kjötvinnslu Sigurð­ ar í Kópavogi og nafni fyrirtækisins var breytt í Kjötvinnslan Esja ehf. Þá keyptu þeir hið sögufræga fyrirtæki Síld & fisk ári síðar, fyrrverandi eig­ andi, Þorvaldur Guðmundsson, var þekktur fyrir að greiða hæstu skatta árum saman. Síld & fiskur rak svína­ bú á Minni­Vatnsleysu og kjötvinnslu í Dalshrauni í Hafnarfirði en vörurnar voru framleiddar undir vörumerkinu Ali. Kaupverðið var einn milljarður og allt tekið að láni. Þetta þýddi að Brautarholtsfeðgar voru nú með 30 prósenta markaðshlutdeild í svína­ rækt. En ekki var numið staðar þar. Bræðurnir héldu áfram að kaupa. Árið 2001 eru keypt 23,87 prósent í SS og þá keypti félag sem Kristinn Gylfi átti sjálfur 5,89 prósenta hlut í SS. Feðgarnir keyptu svo næststærsta eggjabú landsins, Nesbú sem þeir seinna misstu og hefur nú hætt að selja egg frá Brúneggjum. Aftur punguðu þeir feðgar ekki út krónu, allt tekið að láni. Velta fyrirtækjanna var gríðarleg en í umfjöllun DV í júlí árið 2000 var því haldið fram að skuldir fyrirtækja Brautarholtsfeðga væru 2,3 milljarðar. Sem dæmi um umfangið í fyrir­ tækjum þeirra feðga og til að setja það í samhengi var húsnæði sem fyrir­ tækin áttu samtals 45 þúsund fer­ metrar að gólffleti. Til samanburðar má nefna að verslunarmiðstöð Smáralindar er með 40 þúsund fer­ metra í verslunarrými. Hrun Fljótlega fór að bera á rekstrarvand­ ræðum og tapaði fyrirtæki Kristins hundruðum milljóna. Rekstur kjúklingabænda var erfiður á þessum Syndir, Sigrar og Sviðin jörð n Ris og fall Brautarholtsbræðra n Eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar n Dauðir kjúklingar í fjöru Kristinn Gylfi Jónsson Kristinn Gylfi Jónsson er fæddur í Reykjavík 7.7.1963. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1983 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1991. Kristinn hefur stundað búskap á jörð sinni í Brautarholti á Kjalarnesi frá árinu 1984. Hann var stjórnarformaður kjúklingabúsins Móa á Kjalarnesi frá 1985. Þá var hann formaður Svínaræktarfélags Íslands og framkvæmdastjóri Síldar & fisks í Hafnarfirði frá árinu 2000 það fór í gjaldþrot árið 2003. Kristinn sat í stjórn Vöku 1986–1987, í stjórn Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga 1986–1989, í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Austurbæ og Norðurmýri í Reykjavík 1991–1995 og í stjórn Félags sjálfstæð- ismanna í Nes- og Melahverfi frá 1997. Kristinn var stjórnarformaður Athygli ehf. frá 1992 og stjórnarformaður Ferskra kjúklinga ehf. og kjötvinnslu frá 1995. Hann sat í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur frá 1996 og var stjórnarfor- maður félagsins frá 1998–2003. Þá sat hann í stjórn Framtíðarsýnar og í stjórn O.Johnson & Kaaber og dótturfyrirtækja frá árinu 1999 til ársins 2003. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Inni- og útilýsing Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com Led sparar 80-92% orku Ledljós Ludviksson ehf „Síðan eftir hádegi, þegar þær eru farnar úr hreiðri, er blandað geði við aðrar hænur. Brúnegg Fyrirtækið komst í fréttirnar í vikunni eftir umfjöllun Kastljóss. mynd siGtRyGGuR aRi Kristinn Gylfi Jónsson Útlitið er dökkt hjá eggja- bóndanum mynd siGtRyGGuR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.