Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Page 16
Helgarblað 2.–5. desember 201616 Fréttir Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi 4.500 vef- síðum lokað Rúmlega 4.500 vefsíðum sem seldu falsaðan varning var lokað í alþjóðlegri aðgerð sem tollgæslan á Íslandi kom meðal annars að. Aðgerðin bar yfirskriftina In Our Sites og lauk henni nýlega. Að­ gerðin var framkvæmd á vegum Europol og Interpol, auk banda­ rískra yfirvalda, og nutu stofnan­ irnar liðsinnis embættis ríkislög­ reglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol. Ekki kom til þess að vefsíðum væri lokað hér á landi, en aðgerðin náði til 27 landa. Á hinum ólöglegu vef­ síðum voru meðal annars seldir falsaðir varahlutir, íþróttavörur, raftæki, skartgripir, merkjavara, lyf og hreinlætisvörur. Markmið þessa átaks var sem fyrr að stöðva ólöglega verslun og auka öryggi netverslunar fyrir neytendur. Skautasvell á Ingólfstorgi Skautasvellið á Ingólfstorgi var opnað síðdegis í gær, fimmtudag, af Degi B. Eggertssyni borgar­ stjóra. Svellið naut mikilla vin­ sælda í fyrra og nýttu 25 þúsund manns sér það til ánægju og dægrastyttingar. Nova og Sam­ sung eru bakhjarlar verkefnisins. 40 þúsund ljósaperur lýsa svellið upp og járnverkið í kringum það er meira en var á tónleikum Justins Bieber fyrr á árinu. Frítt er á svellið en hægt er að leigja sér skauta gegn hóflegu gjaldi. Svellið verður opið til 2. janúar en þó lokað á stórhátíðardögum. Þ etta sló mig alveg út af laginu,“ segir móðir 12 ára tvíbura sem fékk inn um lúg­ una hjá sér tvo auglýsinga­ bæklinga merkta sjálfri sér og á bæklingunum voru jafnframt nöfn tvíburasona hennar sem eru fæddir árið 2004. Móðirin, Sigríður Hrund Pétursdóttir, er gríðar­ lega ósátt við að fyrirtæki geti með þessum hætti beint auglýsingum að börnunum hennar. Björn Svein­ björnsson, framkvæmdarstjóri NTC, harmar að auglýsingabæklingarnir hafi verið merktir ólögráða börnum. Á gráu svæði Bæklingarnir sem um ræðir eru jólagjafahandbók NTC árið 2016. Sigríður Hrund segir að þrátt fyrir að auglýsingapóstur hafi flætt inn um bréfalúguna hennar upp á síðkastið þá séu þetta einu bæklingarnir sem hafi verið merktir með þessum hætti. „Við höfum til þessa aldrei fengið póst merktan börnunum okkar nema frá umferðarráði og Arion banka þar sem þeir eru í viðskiptum.“ Þá bendir Sigríður á að á þessum árstíma slæðist inn um lúguna bæklingar frá Kringlunni og Toys 'R' Us, svo eitthvað sé nefnt en það finn­ ist henni annars eðlis þar sem póst­ inum er ekki beint sérstaklega að börnunum hennar. „Eitthvert fyrirtæki þarna úti veit að ég á börn sem eru 12 ára og merkir þau sérstaklega fyrir auglýsingapósti. Ég bara spyr: Hvenær má fyrirtæki beina auglýsingum að börnunum okkar? Fyrir mér er þetta á mjög gráu svæði.“ Þá vill Sigríður benda sérstaklega á að þar sem báðir tvíburarnir henn­ ar fengu sama bæklinginn sendan í pósti þá geti ekki verið um tilviljun að ræða. Þeir hafi verið markhópurinn, ekki hún. „Þeir eru ekkert að fara að skoða þessa bæklinga, hafa ekkert með það að gera. Hvað hafa ófjárráða börn að gera með rándýran fatnað? Myndir þú kaupa ítalska leðurskó fyrir 12 ára barn? Þetta er bæklingur fyrir mig en ekki þá.“ Bannað að stíla auglýsingar á börn Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir í samtali við DV að hún geti ekki tekið beina afstöðu til þessa tiltekna máls þar sem stofnunin hefur ekki tekið það til meðferðar. „Það hefur áður verið tekið ákvörðun í svipuðu máli. Þar var sendur út einblöðungur sem var stíl­ aður á foreldri og nafn barnsins kom fyrir neðan,“ segir hún en það myndi teljast sambærilegt því máli sem hér um ræðir. „Neytendastofa tók í því máli ákvörðun um að þetta væri brot gegn banni á beinni markaðssetningu gagnvart börnum,“ segir Matthildur sem vill jafnframt koma því að að af­ staða Neytendastofu sé sú að það eigi ekki að stíla auglýsingabæklinga á ófjárráða börn. Ekki ætlunin að merkja bæklinginn börnum „Við biðjumst innilega afsökunar á þessu. Þetta er ekki í lagi,“ segir Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdarstjóri NTC, sem segir fyrirtækið hafa keypt ákveðna þjónustu af Póstdreifingu. Þau hafi viljað koma bæklingn­ um inn á heimi þar sem fjölskyldur búa. Ætlunin hafi aldrei verið sú að bæklingurinn yrði merktur börnum. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að nafn barnsins hafi verið sett undir nafn foreldris eða forráðamanns. Þetta átti aðeins að vera stílað á for­ eldrana. Það var okkar skilningur og er eitthvað sem Póstdreifing þarf að svara fyrir. Við vitum ekkert hvernig þeir merkja þetta.“ Björn segir NTC fjölskylduvænt fyrirtæki. Þangað komi börn og gæludýr reglulega með starfsfólki í vinnuna. Þá segir Björn að markaðs­ stjóri NTC, sem er móðir, hafi sömuleiðis sagt að þetta væri alls ekki í lagi. „Þetta er ekki í okkar höndum og það þykir mér enn sárara. Þetta var ekki okkur að kenna. Engu að síður er þetta asnalegt og okkur þykir þetta mjög leitt.“ n 12 ára synir sigríðar fengu sendan auglýsingabækling „Við biðjumst innilega afsökunar á þessu. Þetta er ekki í lagi“ Börn og auglýsingar Auglýsendur mega ekki senda markpóst til barna Í 7. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 er að finna ákvæði um börn og auglýsingar. Þar kemur fram að auglýsingar verða að miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær ekki misbjóða börnum. Þá þarf að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga. Neytendastofa gerir jafnframt þá kröfu á auglýsendur sendi ekki markpóst til barna heldur forráðamanna þeirra sem síðan taka ákvörðun um hvort börnunum verði kynnt það sem þar kemur fram. Í reglugerð um viðskiptahætti sem í öllum tilvikum teljast óréttmætir, nr. 160/2009, segir í 28. gr. að það teljist uppáþrengjandi viðskiptahættir, og þar með óréttmætir, að láta í auglýsingu felast beina hvatningu til barna um að kaupa auglýsta vöru eða telja foreldra þeirra eða aðra fullorðna á að kaupa auglýsta vöru handa þeim. HEimild: NEytENdastofa sigríður er afar ósátt við að synir hennar tveir hafi fengið auglýs- ingapóst frá NtC Búið er að afmá nöfn Sigríðar og sonar hennar af forsíðu bæklingsins sem birtist hér að ofan Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.