Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Page 48
Helgarblað 2.–5. desember 201636 Menning B andaríska rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers mun leika á tónleikum á Íslandi mánudaginn 31. júlí á næsta ári, en tónleikarnir eru hluti af Evróputúr sveitarinnar sem hefst fyrr í sama mánuði. Kvartettinn, sem var stofnaður í Los Angeles árið 1983, vakti snemma athygli fyrir hispurslausa sviðs­ framkomu og ferska blöndu af fönki, rappi og rokki. Red Hot Chili Peppers hefur um árabil verið ein vinsælasta rokk­ hljómsveit heims og sent frá sér met­ söluplötur á borð við Blood Sugar Sex Magik, Californication og Stadi­ um Arcadium. Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Under the Bridge, Scar Tissue, Can't stop og Give it away. Söngvarinn Anthony Kiedis og bassa­ leikarinn Flea hafa verið drifkraftar sveitarinnar frá upphafi en auk þeirra eru trommuleikarinn Chad Smith og gítarleikarinn Josh Klinghoffer í sveitinni um þessar mundir. Það er Sena sem flytur sveitina inn og verða tónleikarnir haldnir í Nýju­ Laugardalshöllinni, en þar rúmast um 10 þúsund manns. n Red Hot Chili Peppers til Íslands Spila í Laugardalshöll 31. júlí á næsta ári Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Á klakann Bandaríski fönkrokkkvartett- inn Red Hot Chili Peppers leikur á Íslandi næsta sumar. Mynd 2007 MTV Airwaves aftur til Akureyrar Rokk og ról í höfuðborg Norðurlands Á næsta ári mun tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fara fram í fyrsta skipti á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Akureyri. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Akur eyri í gær, fimmtudag. 20 til 26 innlendar og erlendar hljómsveitir munu spila á Græna hattinum og fleiri stöðum á Akureyri auk hefð­ bundinnar dagskrár víðs vegar um höfuðborgina. Ekki er ljóst hvaða sveitir munu koma fram á tónleikun­ um. Að vissu leyti má segja að Iceland Airwaves eigi rætur að rekja til Akur­ eyrar, en vorið 1999 var áhrifafólki úr tónlistarbransanum boðið til Ís­ lands að hlýða á íslenska tónlistar­ menn á tónleikum á Akureyri. Á þess­ um grunni var byggt þegar fyrsta Air waves­hátíðin var haldin seinna sama ár. n Heimsþekktir listamenn Tæplega þrjú hundruð listamenn og hljómsveitir komu fram á Iceland Airwaves 2016, meðal annars hin heimsþekkta tónlistarkona PJ Harvey. Mynd Florian TryKowsKi Metsölulisti Eymundsson 24.–30. nóv 2016 Íslenskar bækur 1 AflausnYrsa Sigurðardóttir 2 PetsamoArnaldur Indriðason 3 Heiða Steinunn Sigurðardóttir 4 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 5 Vonda frænkanDavid Walliams 6 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 7 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 8 Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir 9 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 10 Svartigaldur Stefán Máni Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík i r r r f - t r l r t i sku öllu okkar viðskiptavinu gleðilegra jóla og fars ls nýs árs il i s l sti ts l st r r sj i ll tí is fr l. - est r t t 1 • fl í • l 1 • .i -við s ábátahöfnina í eflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.