Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 2.–5. desember 201636 Menning B andaríska rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers mun leika á tónleikum á Íslandi mánudaginn 31. júlí á næsta ári, en tónleikarnir eru hluti af Evróputúr sveitarinnar sem hefst fyrr í sama mánuði. Kvartettinn, sem var stofnaður í Los Angeles árið 1983, vakti snemma athygli fyrir hispurslausa sviðs­ framkomu og ferska blöndu af fönki, rappi og rokki. Red Hot Chili Peppers hefur um árabil verið ein vinsælasta rokk­ hljómsveit heims og sent frá sér met­ söluplötur á borð við Blood Sugar Sex Magik, Californication og Stadi­ um Arcadium. Meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Under the Bridge, Scar Tissue, Can't stop og Give it away. Söngvarinn Anthony Kiedis og bassa­ leikarinn Flea hafa verið drifkraftar sveitarinnar frá upphafi en auk þeirra eru trommuleikarinn Chad Smith og gítarleikarinn Josh Klinghoffer í sveitinni um þessar mundir. Það er Sena sem flytur sveitina inn og verða tónleikarnir haldnir í Nýju­ Laugardalshöllinni, en þar rúmast um 10 þúsund manns. n Red Hot Chili Peppers til Íslands Spila í Laugardalshöll 31. júlí á næsta ári Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Á klakann Bandaríski fönkrokkkvartett- inn Red Hot Chili Peppers leikur á Íslandi næsta sumar. Mynd 2007 MTV Airwaves aftur til Akureyrar Rokk og ról í höfuðborg Norðurlands Á næsta ári mun tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fara fram í fyrsta skipti á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Akureyri. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Akur eyri í gær, fimmtudag. 20 til 26 innlendar og erlendar hljómsveitir munu spila á Græna hattinum og fleiri stöðum á Akureyri auk hefð­ bundinnar dagskrár víðs vegar um höfuðborgina. Ekki er ljóst hvaða sveitir munu koma fram á tónleikun­ um. Að vissu leyti má segja að Iceland Airwaves eigi rætur að rekja til Akur­ eyrar, en vorið 1999 var áhrifafólki úr tónlistarbransanum boðið til Ís­ lands að hlýða á íslenska tónlistar­ menn á tónleikum á Akureyri. Á þess­ um grunni var byggt þegar fyrsta Air waves­hátíðin var haldin seinna sama ár. n Heimsþekktir listamenn Tæplega þrjú hundruð listamenn og hljómsveitir komu fram á Iceland Airwaves 2016, meðal annars hin heimsþekkta tónlistarkona PJ Harvey. Mynd Florian TryKowsKi Metsölulisti Eymundsson 24.–30. nóv 2016 Íslenskar bækur 1 AflausnYrsa Sigurðardóttir 2 PetsamoArnaldur Indriðason 3 Heiða Steinunn Sigurðardóttir 4 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 5 Vonda frænkanDavid Walliams 6 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 7 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir 8 Tvísaga Ásdís Halla Bragadóttir 9 Elsku Drauma mínVigdís Grímsdóttir 10 Svartigaldur Stefán Máni Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs Kvöldmatseðill á jólum og fram til nýárs! Sennilega vinsælasti matsölustaður á Suðurnesjum Opið alla hátíðisdaga frá kl. 18 - 22 Restaurant Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is -við smábátahöfnina í Keflavík i r r r f - t r l r t i sku öllu okkar viðskiptavinu gleðilegra jóla og fars ls nýs árs il i s l sti ts l st r r sj i ll tí is fr l. - est r t t 1 • fl í • l 1 • .i -við s ábátahöfnina í eflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.