Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2016, Síða 56
Helgarblað 2.–5. desember 2016 95. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hænan Fjóla skaffar alþingis- manni egg n Uppljóstranir Kastljóss um starf- semi Brúneggja ehf. vöktu gríðar- lega athygli fyrr í vikunni og margir voru sárir og reiðir. Hinn nýkjörni alþingismaður, Áslaug Arna Sigur­ björnsdóttir, upplýsir á Twitter- síðu sinni að hún hafi gripið til þess ráðs að fóstra landnámshænu hjá Júlíusi Má í Þykkvabæ. Áskriftin kostar 25 þúsund krónur og fyrir þá upphæð fær Áslaug Arna um 20 egg á mánuði í tvö ár auk þess sem hún má heim- sækja hænuna reglulega. Þá kemur fram að sú fiðr- aða hafi ver- ið nefnd Fjóla. Sveinn Andri „svalur“ á Tinder n Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er „svalur“ á stefnumótaappinu Tinder ef marka má nýjasta tölublað Séð og heyrt. Sveinn og rit- stjóri blaðsins, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, fóru að rugla saman reytum í haust og sagði hún þá í samtali við visir.is að hún og Sveinn væru „mjög góðir vinir“. Eru þau nú bæði einhleyp ef marka má dálkinn Heyrst hef- ur í blaði Ástu en ekkert kemur fram hvort slest hafi upp á vin- skapinn. Bubbi og hálfvitarnir n Eins og frægt er þá afneitar nýkjörinn forseti Bandaríkj- anna, Donald Trump, því með öllu að hlýnun jarðar sé raun- verulegt vandamál. Það fellur ekki í kramið hjá ástsælasta tón- listarmanni landsins, Bubba Morthens, en hann er mikill náttúruunnandi og hefur um langt skeið ræktað fallegar rósir með góðum árangri. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni af blómstrandi rósum ásamt neðangreindum skilaboðum: „Sá hálfviti sem held- ur að hlýnun jarðar eigi sér ekki stað getur leikið við sig og dreymt Trump. Rósirnar reyna að blómstra 1. des- ember.“ G-eggjað! M aður er smeykur um að heil- brigðisyfirvöldum hafi verið hleypt í málið og þetta sé ekki gamli góði Blái Opalinn,“ segir sagnfræðingurinn og þjóðfé- lagsrýnirinn Stefán Pálsson sem fagn- ar endurkomu sælgætisins sem hefur ekki verið fáanlegt síðan 2005. Auðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, nánast staðfesti í samtali við visir.is í gær, fimmtudag, að Blár Opal ætti eftir að rata aftur í verslanir hér á landi á næsta ári. Varan nýtur enn í dag mikilla vinsælda og tóku margir aðdáendur hennar gleði sína á ný á samfélagsmiðlum þegar fréttin birtist. Stefán er einn þeirra og er ánægður með ákvörðun sælgætis- framleiðandans. „Fyrstu kynni minnar kynslóðar af hörðum fíkniefnum voru náttúrlega í gegnum Bláan Opal og hins vegar í gegnum brenni. Þar lék klóróform- ið sem var í þessum vörum væntan- lega lykilhlutverk og ég óttast að við munum ekki fá þetta gamla bragð aftur. Það var enginn tilgangur að stinga upp í sig einni eða tveimur töfl- um heldur tók maður lúku og bruddi af miklum móð. Alveg þangað til manni sortn- aði fyrir augun og rak- ettur fóru að springa. Það væri óskandi að komandi kynslóðir fengju að upplifa þetta og tengi þetta ekki eingöngu við herfi- legt Eurovision-band,“ segir Stefán í samtali við DV. Blár Opal var fyrst tekinn úr sölu árið 1982 og kom aft- ur á markað tæpum tveimur árum síðar. Innihélt varan þá einungis 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóró- formi, en samkvæmt ný- legri reglugerð á þeim tíma var miðað við að hámarki tvö prósent. „Þá var þetta nú ekki sama „rúsið“. Næsta sem þarf að gerast er að menn taki Prins Pólóið úr þessum lofttæmdu lokuðu umbúð- um og setji það aftur í smjör- pappírinn með álpappírnum utan á svo það verði aftur svona smá fúkkabragð af því og þá verð ég góður. Allt sem nærir nostalgíuna er gott.“ n Vill sama klóróform í nýja Bláa Opalinn Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fagnar endurkomu sælgætisins Ótakmörkuð símtöl og skilaboð á Íslandi Ótakmörkuð símtöl til Evrópu, USA og Kanada Notaðu símann þinn í Skandinavíu eins og á Íslandi - án auka kostnaðar ÁRÍÐANDI TILKYNNING TIL FARSÍMAEIGANDA 537 7000 hringdu.is Allt þetta fyrir aðeins á mánuði ÍSLAND EVRÓPA KANADA USA ROAM LIKE HOME Í SKANDINAVÍU P L A Y M O

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.