Fréttablaðið - 09.02.2017, Side 14

Fréttablaðið - 09.02.2017, Side 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is 9 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r14 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð SKOÐUN Útgerðin skilur ekki neitt í neinu, að ekki skuli vera búið að setja lög á verkfall sjómanna eða þá að ríkisvaldið skuli ekki vera fyrir löngu búið að lofa að liðka fyrir samningum með loforðum um skatta­ afslátt (sem þá leggur meiri byrðar á alla hina skattgreið­ endurna sem ekki njóta afsláttarins). Forsætisráðherrann hefur sagt að lög verði ekki sett á verkfallið og fróðlegt verður að fylgjast með hvort hann standi við þau orð þegar þrýstingur á hann vex. Verkfallið hefur með skýrum hætti dregið fram þá einu ábyrgð sem stjórnvöld bera í þessum efnum. Það er ábyrgðin á að auðlindin, sameign þjóðarinnar, sé nýtt þjóðinni allri til hagsbóta. Verkfallið hefur sýnt fram á vangetu núverandi kvótahafa til að sinna þessu verkefni sem ríkisvaldið fól þeim þegar þeir fengu úthlutað fisk­ veiðikvóta. Geti þeir ekki sinnt þessu eina verkefni þá hljóta menn að spyrja sig hvort ekki sé rétt að gefa einhverjum öðrum tækifæri á að spreyta sig. Þar eru nægir um hituna; kvóta­ lausar fiskvinnslur og dugandi einstaklingar um land allt sem fá ekki tækifæri vegna svimandi hárrar kvótaleigu sem borga þarf núverandi kvótahöfum og sem vonlaust er að leigja nema til skamms tíma í senn. Um langa hríð hefur verið bent á að einfaldasta leiðin til nýliðunar í hópi útgerðarmanna væri að þróa útboðsleið á kvóta þar sem t.d. 5­10 prósent kvótans yrðu boðin út árlega. Um allan heim hafa verið þróaðar aðferðir við útboð af þessu tagi þar sem tryggð er nýliðun og takmarkanir settar við því að kvótarnir safnist á fárra hendur. Útboð aflaheimilda þar sem hluta fjármunanna sem koma inn yrði ráðstafað til byggðanna gæti reynst hinum minni sveitarfélögum mikilvægur tekjustofn. Nú verða þau mörg hver illilega fyrir barðinu á sjómannaverk­ fallinu. Útboð aflaheimilda var kosningaloforð nokkurra stjórnmálaflokka fyrir síðustu kosningar en loforðið vóg greinilega ekki nógu þungt í stefnuskrám flokkanna til að þeir mynduðu ríkisstjórn um þetta réttlætismál þjóðar­ innar. Þar voru önnur og léttvægari málefni látin ráða för. Þurfum við nýja útgerðarmenn? Bolli Héðinsson hagfræðingur Verkfallið hefur sýnt fram á vangetu núverandi kvótahafa til að sinna þessu verk- efni sem ríkisvaldið fól þeim þegar þeir fengu út- hlutað fiskveiði- kvóta. Minningarorð Ólöf Nordal, þingmaður, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, andaðist í gær. Þingmenn úr öllum flokkum minntust hennar á Facebook-síðum sínum. Þeirra á meðal var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sem lýsti Ólöfu sem meinfyndinni og skarpri og gott hefði verið að eiga málefna- legt samstarf við hana. Það er umtalað að samstarf Helga Hrafns Gunnarssonar, fyrrver- andi þingmanns Pírata, og Ólafar hafi verið einstaklega gott. Það kristallaðist í minningarfærslu hans í gær þar sem hann lýsti því hvernig Ólöf sló vopnin úr höndum hans ítrekað í ræðustól Alþingis. „Þetta var samtal um hvernig við getum bætt heiminn. Verndað réttindi borgaranna.“ Beðið eftir forsætisráðherra Skýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli er svört og lýsir skelfilegu ofbeldi og vanrækslu sem börn á opinberri stofnun þurftu að sæta. Fyrsta skýrsla þeirrar tegundar var skýrslan um Breiðavíkurheimilið en Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi for- sætisráðherra, bað vistmenn Breiðavíkur og fjölskyldur þeirra afsökunar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðar- innar. Búast má við því að slíkrar afsökunarbeiðni sé einnig að vænta frá Bjarna Benediktssyni. Það væri verðugt fyrsta verk nýs forsætisráðherra. snaeros@frettabladid.is  Hvar liggja sársaukamörk almannahags­muna þegar sjómannaverkfallið er ann­ars vegar? Verkfallsrétturinn er mikilvægur og fulltrúar ríkisvaldsins mega ekki ganga yfir hann á skítugum skónum. Þess vegna voru ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra um að ríkið myndi ekki íhuga inn­ grip í kjaradeiluna skiljanleg. Í þeim fólust skilaboð um að ríkisstjórnin myndi standa vörð um verkfallsréttinn og það væri verkefni útgerðarinnar að semja við sjó­ menn, ekki ríkisins. Ísland má hins vegar ekki breytast í samfélag þar sem verkalýðsfélög halda stórum og mikilvægum atvinnu­ greinum í gíslingu til lengri tíma. Við sjáum hörmulega reynslu ríkja eins og Frakklands af slíku. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Íslandi sem með klösum skapar um fjórðung landsframleiðslunnar. Þótt ferðaþjónustan sé orðin verðmætasta atvinnugreinin verður Ísland alltaf samfélag þar sem stór hluti verðmætasköpunar hverf­ ist um 200 mílna lögsöguna. Ferðamenn koma og fara eftir tískustraumum. Ísland er í tísku núna, rétt eins og Lofoten­eyjar í Noregi. Ábyrg nýting sjávarútvegsauð­ lindarinnar og markaðssetning á afurðum hennar er lífstíðarverkefni Íslendinga þar sem eftirspurn eftir verðmætu próteini deyr aldrei. Að halda öðru fram er hrein flónska. Kjaraviðræður sjómanna eru í ömurlegum hnút og staðan er þannig núna að það tapa allir á henni. Smærri söluaðilar í sjávarútvegi eru lítil fyrirtæki sem eiga ekki kvóta og þurfa að teygja sig mjög langt til að skapa verð­ mæti. Þessi fyrirtæki eiga allt sitt undir því að það sé stöðugt framboð af fiski. Viðskiptaforskot Íslendinga hefur lengi falist í afhendingaröryggi með ferskar sjávarafurðir. Það sem útgerðarfyrirtæki óttast mest er að raunverulegt tjón vegna verkfallsins muni koma fram síðar, jafnvel eftir einhver ár og það muni felast í því að orðspor Íslands sem afhendingar aðila á ferskvöru hafi skaðast varanlega. Í Bandaríkjunum blómstrar markaður fyrirtækja sem afhenda ferskan fisk heim að dyrum. Hér má nefna Ama­ zon Fresh sem hefur einsett sér að verða stærsta fyrirtæki heims í afhendingu á ferskum fiski. Það væri þyngra en tárum taki ef afleiðingar sjó­ mannaverkfallsins myndu raungerast í óbætanlegu orðsporstjóni Íslands. Fyrirtæki sem ekki höndla með auðlindina beint heldur kaupa afurðina innanlands og selja hana áfram eiga allt sitt undir því að orð­ spor Íslands sé gott. Þessi fyrirtæki reiða sig á „vöru­ merkið Ísland“. Það eru hagsmunir okkar allra að standa vörð um þetta vörumerki. Hvort sem við erum sjómenn, kvótakóngar eða alþingismenn. Stöðumat útgerðarfyrirtækja ætti að miða að því fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Tímabundið högg á efnahags­ reikninga vegna krafna sjómanna skiptir minna máli en alþjóðlegt orðspor íslensks sjávarútvegs til langframa. Ábyrgðin er útgerðarinnar Það væri þyngra en tárum taki ef afleiðingar sjómanna- verkfallsins myndu raungerast í óbætanlegu orðsporstjóni Íslands. Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni ERTU MEÐ KVEF EÐA FLENSUEINKENNI? MARINE PHYTOPLANKTON Sjávarþörungur HAWAIIAN NONI Veikindabani Styrkir ónæmiskerfið Ofurfæða úr hafinu Orka – Einbeiting - Úthald www.balsam.is Frábær tvenna Fyrirbyggjandi við kvefi og flensu Sjávarþörungur 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -F 7 C 4 1 D 1 2 -F 6 8 8 1 D 1 2 -F 5 4 C 1 D 1 2 -F 4 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.