Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 34
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Lukka segist hafa smitast af æf- inga- og keppnisgleði Brynhild- ar Róbertsdóttur og Róberts Mar shall fyrir ári. Þá fór hún að stunda fjölbreytt útisport með FÍ Landvættum eins og gönguskíði, vatnasund, hjólreiðar og náttúru- hlaup. „Það er ótrúlega gaman og gefandi að ferðast um landið með þessu skemmtilega fólki en þau hlaupa öll og synda hraðar en ég svo ég ákvað að spýta í lófana og taka Meistaramánuð með trompi svo ég geti reynt að ná þeim,“ segir Lukka glaðlega. Helstu markmið Lukku í átak- inu tengjast því að bæta bæði mat- aræði og hreyfingu. „Ég ákvað að stunda fjölbreytta hreyfingu og borða Happ-mat fimm daga vik- unnar. Það er sannfæring mín að ef við tökum okkur saman í and- litinu og hendum út sykri og óholl- ustu fyrir hollari mat þá spörum við milljarða á milljarða ofan fyrir Óttar og Benedikt. Hollar lífsvenj- ur er besta fjárfesting í heimi.“ En ákvað hún að reyna eitthvað nýtt í mánuðinum? „Já, það er mér mikilvægt að vera alltaf að prófa eitthvað nýtt og ég er nýbyrjuð að sækja tíma í Sólum jógasetri, sem heita hreyfiflæði GMB og eru al- gjör snilld. Krefjandi hreyfing ólík því sem ég hef stundað áður með áherslu á líkamsbeitingu og lík- amsstjórn,“ svarar Lukka og telur að það að skrifa niður markmið sín í Meistaramánaðardagatalið muni örugglega hjálpa henni að halda út. Girnilegar uppskriftir Lukka bjó einnig til sérstakt daga- tal með uppskriftum fyrir hvern dag. „Það var haft samband við okkur hjá Happi um að taka saman rétti sem gætu hjálpað fólki að ná markmiðum sínum og það var auð- sótt,“ segir Lukka en uppskriftirn- ar má finna á meistaramanudur.is. Fiskisúpa með kókosrjóma oG túrmeriki fyrir 4 2 msk. jarðhnetuolía 1 dl kasjúhnetur 1 hvítlauksrif, saxað (má sleppa) 5 cm bútur af engifer, saxað 1 stórt rautt chili, fræhreinsað ef vill og skorið í örþunnar ræmur 1 handfylli ferskt kóríander, lauf týnd frá og söxuð og stilkar einnig saxaðir 2 litlir laukar, fínsaxaðir 1 msk. fennelfræ 1 msk. kóríanderfræ 1 tsk. túrmerik 1 l fiskisoð eða sama magn af vatni með fiskikrafti eða grænmetiskrafti 3 dl kókosrjómi 1 msk. hrásykur Safi úr tveimur límónum 300 g risarækjur 500 g hvítur fiskur, sem er fastur í sér, t.d. lúða, skorin í munnbita 200 g lax eða silungur, skorinn í munnbita Sjávarsalt, eftir smekk Svartur pipar, eftir smekk Hugmyndir að meðlæti l Happ-flatbrauð l Ristaðar kókosflögur l Kasjúhnetur l Þunnskorið rautt chili l Vorlaukur í þunnum sneiðum l Límónubátar Hitið 1 msk. af olíu í potti og brúnið kasjúhnetur. Setjið til hliðar. Steikið hvítlauk, engifer og chili í sama potti í fáeinar mínútur. Takið úr pottinum og setjið í mortél eða matvinnsluvél ásamt kasjúhnetun- um og söxuðum kóríanderstilk- um. Geym- ið. Hitið seinni msk. af olíunni og mýkið laukinn á meðalhita í 10-15 mín- útur. Myljið fennel- fræ og kórían- derfræ í mortéli eða með hnífsblaði. Bætið þessu síðan við laukinn ásamt túrmeriki. Steikið í 2 mínútur eða svo. Setjið helminginn af kryddmauk- inu saman við ásamt soðinu og kókosrjómanum. Bætið sykri, salti og pipar saman við eins og þurfa þykir. Látið sjóða í 10 mínútur eða svo. Setjið þá restina af kryddmauk- inu saman við ásamt límónusafa. Smakkið til og látið suðuna koma upp. Saltið og piprið sjávarfangið og setjið síðan saman við súpuna. Sjóðið í 3 mínútur eða svo. Látið kóríanderlauf saman við og berið strax fram. Gott er að bera súpuna fram eina sér eða með einhverju af þeim hráefnum sem stungið er upp á sem meðlæti. Reynir að ná æfingafélögunum Unnur Guðrún Pálsdóttir, eða Lukka í Happi, er ein þeirra fjölmörgu sem taka þátt í Meistaramánuði í febrúar. Hún gerir gott betur en aðrir og hefur búið til tvö dagatöl fyrir átakið, annað fyrir sig persónulega og hitt er uppskriftadagatal með nýrri og girnilegri uppskrift fyrir hvern dag. H é r g e f u r meistarakokk- ur inn Úlfar Finnbjörnsson gómsæta upp- skrift að heil- steiktum lamba- hrygg að hætti Burgundy-búa. 1 lambahryggur salt og nýmalaður pipar 1 tsk. tímíanlauf 1 tsk. rósmarínnálar 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir Skerið 2 cm djúpar rákir ofan í fit- una á hryggnum með 1 cm milli- bili. Saltið hrygginn og kryddið með pipar, tímíani, rósmaríni og hvítlauk. Færið hrygginn í ofnskúffu og setj- ið í 180°C heitan ofn í 50 mín. Berið hrygginn fram með sósunni og t.d. steiktu grænmeti og kartöflum. Burgundy-sósa 2 dl rauðvín 2 msk. olía 10 litlir sveppir 10 skalotlaukar 2 beikonsneiðar, skornar í 2 cm bita 1 tsk. tímíanlauf 2 lárviðarlauf 1 tsk. tómatmauk 3 dl vatn 1 tsk. lambakjötskraftur Sósujafnari, salt og nýmalaður pipar Hellið rauðvíni yfir hrygginn þegar hann er búinn að vera í ofninum í 40 mín. og leyfið honum að bak- ast áfram í 10 mínútur. Hellið þá rauðvíninu úr ofnskúffunni í skál og veiðið alla fitu ofan af. Hitið olíu í potti og látið sveppi, lauk og beik- on krauma í 3 mínútur. Bætið þá rauðvíninu í pottinn, ásamt tímí- ani, lárviðarlaufum og tómatmauki, og sjóðið niður um þriðjung. Setj- ið vatn og lambakraft saman við, þykkið með sósujafnara. Bragðbæt- ið með salti og pipar. Heilsteiktur lamBaHryGGur að Hætti BurGundy-Búa Unnur Guðrún Pálsdóttir. Fiskisúpa með kókosrjóma og túrmeriki. Heilsteiktur lambahryggur að hætti Burgundy-búa með gómsætri sósu og grænmeti. MYND/ KRiStiNN MaGNúSSoN oG KaRl PeteRSoN. úlfar Finnbjörnsson. OrkupOkinn Allt sem þú þArft HOll Og góð OrkA Hollt oG BRaGðGott Kynningarblað 9. febrúar 20176 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -F 2 D 4 1 D 1 2 -F 1 9 8 1 D 1 2 -F 0 5 C 1 D 1 2 -E F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.