Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 35

Fréttablaðið - 09.02.2017, Page 35
Rauðrófur eru afar hollar enda stútfullar af næringar- og plöntu- efnum. Hægt er að matreiða þær á marga vegu, m.a. nota til súpu- gerðar. Hér er uppskrift að rauð- rófusúpa með fenneli og kúmeni. Fyrir 4-5 2-3 msk. ólífuolía 200 g laukur 100 g sellerí 100 g gulrætur 50 ml hvítvínsedik 2 lítrar vatn/ græn metis kraftur/ kjúklingakraftur 1 kg rauðrófur 1 msk. kúminfræ 1 msk. fennelfræ 3-4 lárviðarlauf Sjávarsalt Hvítur pipar Sýrður rjómi ef vill Laukur, gulrætur og sellerí skorið fremur smátt og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti. Haft á meðalhita þar til grænmetið hefur linast ögn. Hvítvínsediki bætt í pottinn og látið gufa aðeins upp áður en vatninu/grænmetiskraftin­ um er bætt saman við. Rauðrófur skornar í bita og bætt í pottinn. Það á að vera nægilegt vatn/kraftur til að fljóti yfir græn­ metið. Lárviðarlaufum, fennelfræj­ um og kúminfræjum bætt saman við ásamt örlitlu sjávarsalti og hvítum pipar. Látið krauma þar til grænmetið er orðið vel soðið. Lár­ viðarlaufin eru veidd úr og súpan maukuð. Smökkuð til með salti og pipar ef þarf. Borin fram með sýrð­ um rjóma ef vill. Höfundur uppskriftar: Sigurveig Káradóttir. Heimild: islenskt.is. Bráðholl súpa Hollur og ferskur ís sem hægt er að eiga í frystinum fyrir börnin. Hægt er að breyta um bragð með því að setja annars konar ávexti í ísinn. Þessi uppskrift ætti að duga í sex pinna. 1 dós létt kókósmjólk 3 msk. chiafræ Rifinn börkur af 1 límónu Safi úr ¼ límónu ½ mangó Blandið saman kókosmjólk og chia­ fræjum. Látið standa í fimm mínút­ ur. Skrælið mangó og setjið í mat­ vinnsluvél. Setjið rifinn límónubörk saman við kókósmjólina ásamt límónu­ safa. Hellið blöndunni í íspinnamót upp að 3/4. Setjið því næst mangó­ blönduna og fyllið formið. Einn­ ig má blanda mangóinu saman við kókosmjólkina en það er fallegt að hafa íspinnann í tveimur litum. Hollur íspinni KúrbítsFlögur í oFni 1 stór kúrbítur, skorinn í þunnar sneiðar 1/3 bolli gróft brauðrasp ¼ bolli parmesan rifinn smátt ¼ tsk. svartur pipar Koshersalt eða sjávarsalt eftir smekk 1/8 tsk. hvítlauksduft 1/8 tsk. cayennepipar 3 msk. léttmjólk Hitið ofninn í 220 gráður. Blandið í skál, brauðraspi, parm­ esanosti, pipar, salti, hvítlauksdufti og cayennepipar. Dýfið kúrbítssneiðunum í mjólk og veltið svo upp úr þurrblöndunni. Þrýstið þurrblöndunni ofan í sneiðarn­ ar með fingrum svo hún tolli við. Raðið sneiðunum á ofnplötu ofan á bökunar­ pappír og spreyið létt yfir með olíuspreyi. Ef sneiðunum er raðað á grind skal setja bökunarpappír undir. Bakið í 15 mínútur, snúið þá sneiðun­ um við og bakið í um 10 mínútur í viðbót. Látið kólna og geymið í loftþéttum um­ búðum. tilhamingju.istilhamingju.is HAMINGJAN ER EINSKÆR GLEÐI Til hamingju eru hollar og næringarríkar náttúruvörur sem þú getur treyst. Í meistaramánuði er upplagt tækifæri til að prófa þær. Veldu hamingjuvörur og fylltu dagana af heilbrigði og fjöri. ÍS L E N S K A /S IA .I S /N AT 8 33 36 0 2/ 17 Kynningarblað Hollt og Bragðgott 9. febrúar 2017 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -0 1 A 4 1 D 1 3 -0 0 6 8 1 D 1 2 -F F 2 C 1 D 1 2 -F D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 8 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.