Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 6
WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ
FINNA UPP HJÓLIÐ
– ÞÚ FINNUR ÞAÐ HJÁ GÁP
OPIÐ
LAUGARDAGA
KL. 10 - 16
LögregLumáL Lögregla hefur
ástæðu til að gruna að sexmenning-
arnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi
grunaðir um að hafa banað Arnari
Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld,
hafi komið sér saman um sögu til
að segja lögreglu ef til þess kæmi.
Atvikalýsing frá kvöldinu gefur til-
efni til að ætla að samræmdur fram-
burður hafi verið ákveðinn áður en
sexmenningarnir fóru að heimili
Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að mikið ósamræmi hafi verið í
framburði sexmenninganna við
fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu
aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim
öllum borið saman um að þau hafi
farið að heimili Arnars og unnustu
hans til að sækja þar garðverkfæri
í eigu eins í hópnum, Sveins Gests
Tryggvasonar. Sveinn Gestur og
Arnar voru æskuvinir.
Sú saga kemur þó ekki heim og
saman við símtal Sveins við Neyð-
arlínuna eftir að Arnar hafði misst
meðvitund. Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær kynnir Sveinn sig
með nafni og óskar eftir sjúkrabíl
að Æsustöðum. Því næst heyrist
hann leggja símann frá sér og hrópa
ókvæðisorð að Arnari, sem þá var
án meðvitundar, um meinta fíkni-
efnaskuld.
Fjölskylda hins myrta þvertekur
fyrir að hann hafi verið í neyslu.
Hann og unnusta hans hafa verið
í sambandi í tæplega eitt og hálft
ár og á þeim tíma hafi aldrei sést
á honum fíkniefni eða neitt í þá
veruna. Eins og fram hefur komið
eignuðust Arnar og unnusta hans
dóttur í lok maí. Þau höfðu í sam-
einingu valið nafn á dótturina áður
en voðaverkið var framið en hún
hefur enn ekki verið skírð.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að öll sex neiti staðfastlega að hafa
átt þátt í dauða Arnars. Þau draga
sömuleiðis úr þætti annarra í mál-
inu, að minnsta kosti enn um sinn.
Grímur Grímsson, yfirmaður
miðlægrar deildar lögreglunnar,
segir að engar yfirheyrslur hafi farið
fram fyrripart dags í gær, föstudag.
Hann vill ekki tjá sig um það sem
fram hefur komið í yfirheyrslunum.
„Ég hef ekkert farið út í neitt sem
hefur komið fram í yfirheyrslunum.
Við erum dálítið að ráða ráðum
okkar og safna saman gögnum.
Það komu margir að rannsókninni
í upphafi þannig að við erum bara
að safna gögnum og skoðum síðan
framhaldið.“
Allir fimm karlarnir í málinu,
Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthers-
son, Marcin Wieslaw Nabakowski,
Rafal Marek Nabakowski og Rúnar
Örn Bergmann, hafa verið úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald til 23. júní.
Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur
verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til
16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið
sagðist Grímur telja að dómari hafi
talið að tengsl hennar við atburða-
rásina væru minni en karlanna og
því væri gæsluvarðhald hennar
styttra.
Sexmenningarnir eru allir í gæslu-
varðhaldi á grundvelli 211. greinar
almennra hegningarlaga, sem fjallar
um manndráp. ritstjorn@frettabladid.is
Reyndu að samræma framburð
Sakborningunum í morðmálinu í Mosfellsdal ber öllum saman í einu veigamiklu atriði við yfirheyrsl-
ur. Framburður þeirra er að öðru leyti á reiki. Búið var að velja nafn á nýfædda dóttur hins látna.
Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust
ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni. FréTTabLaðið/Eyþór
Þórður Snær
Júlíusson
ritstjóri
Kjarnans
er ósáttur við
að siðanefnd
Blaðamanna-
félags Íslands
hafi vísað frá
kæru hans
vegna ásakana í
Morgunblaðinu um meint tengsl
Kjarnans við kröfuhafa föllnu
bankanna. Hann segir frávísun-
ina þýða að hann geti fullyrt að
ritstjóri Morgunblaðsins sé með
hala og vísar í „þrálátan orðróm“
því til stuðnings.
Laufey Rún
Ketilsdóttir
aðstoðarmaður
dómsmálaráð-
herra
gekk í hús í
Twickenham
með frambjóð-
anda Íhaldsflokksins daginn
fyrir þingkosningar í Bretlandi.
Hún kvaðst vera á eigin vegum
og fór í örskamma stund til að
fylgjast með hvernig Bretar haga
kosningabaráttu sinni.
Halldór Hall-
dórsson
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík
greiddi atkvæði
gegn tillögu
meirihlutans
um að skora á ráðherra að veita
heimild til að rukka sérstaklega
þá sem aka um á nagladekkjum.
Minnihlutinn sagði að með
gjaldtöku væri verið að refsa
íbúum fyrir að búa á stöðum þar
sem götur væru ekki almenni-
lega færar marga daga í röð þar
sem þær eru ekki mokaðar.
Þrjú í fréttum
Hali, kosningar
og naglar
TöLur vikunnar 04.06.2017 TiL 10.06.2017
109
landsleiki hefur Fríða Sigurðar-
dóttir, landsliðskona í blaki, leikið.
380
milljónir króna greiddu stjórnvöld
erlendum ráðgjöfum við afnám
gjaldeyrishafta á árunum 2013 til
2015. Greiðslur til innlendra ráð-
gjafa námu um 73 milljónum.
70
milljónir rukkaði eigandi Kersins
í Grímsnesi í aðgangseyri í fyrra.
Hagnaðurinn var 30 milljónir.
15,5
klukkustundir talaði Kolbeinn
Óttarsson Proppé á Alþingi í vetur
og var hann ræðukóngur.
70
milljarðar gæti kostnaður
við Borgarlínu á höfuð-
borgarsvæðinu orðið.
372
milljóna velta var hjá baðstaðnum
Fontana í fyrra. Hagnaðurinn var
90,8 milljónir króna.
Það komu margir að
rannsókninni í
upphafi þannig að við erum
bara að safna gögnum og
skoðum síðan
framhaldið.
Grímur Grímsson,
yfirmaður rann-
sóknarinnar
1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B L a ð i ð
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
D
-5
7
4
0
1
D
0
D
-5
6
0
4
1
D
0
D
-5
4
C
8
1
D
0
D
-5
3
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K