Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 14

Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 14
TÆKNI Ráðherra nýsköpunarmála telur ekki ástæðu að svo stöddu til þess að undirbúa lagasmíð um sjálfkeyrandi bíla. Stjórnvöld muni þó fylgjast vel með tækniþróun á þessu sviði. Þingmaður Pírata vill að settar verði lágmarksöryggis- kröfur um slíka bíla. Hann óttast að stjórnvöld bregðist of seint við tækninýjungum. Fram kemur í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, við fyrirspurn Smára McCarthy að þróun þessarar nýju samgöngutækni, sjálfkeyrandi bíla, sé á margan hátt spennandi vegna þess að hún geti leitt til margvís- legra samfélagslegra umbóta, til dæmis með auðveldari ferðum þeirra sem vilja eða þurfa að losna undan eigin akstri. Þá muni ferða- tími nýtast betur og til lengri tíma litið geti tæknin leitt til bætts umferðaröryggis og aukins orku- sparnaðar. Tæknin muni leiða til þess að for- sendur í mörgum atvinnugreinum, til dæmis hjá leigu-, rútu- og flutn- ingabílum, breytast og er ráðu- neytið með þau mál til almennrar skoðunar, að sögn ráðherrans. Hins vegar telur ráðherra enn of mörgum spurningum um sjálfkeyr- andi bíla ósvarað. Núverandi staða kalli fyrst og fremst á að stjórnvöld fylgist vel með tækniþróuninni, fremur en að hefja undirbúning að lagasmíði. Smári segir svör ráðherra ekki fullnægjandi. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast eftir tíu eða fimmtán ár, heldur eitthvað sem bregðast þarf við núna. Regluverkið er oft á tíðum seint á ferðinni þegar kemur að nýrri tækni. Stundum er það bara ágætt, vegna þess að of margar reglur of snemma í ferlinu geta valdið því að erfiðara verður að þróa tæknina, en á hinn bóginn er eðlilegt að löggjaf- inn og framkvæmdarvaldið fylgist vel með og séu aðeins á undan bylgjunni, að minnsta kosti þegar kemur að öryggismálum,“ segir Smári. Ekki megi ganga of langt í að setja reglur um sjálfkeyrandi bíla á þessu stigi, en þó ættu stjórnvöld að setja lágmarksöryggiskröfur. Smári segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að tugir ef ekki hundruð sjálfkeyrandi bíla verði komin á íslenska vegi áður en regluverkið um þá verði tilbúið, bregðist stjórn- völd ekki strax við. Allt fari það eftir því hvernig tæknin þróast á næstu mánuðum. Það geti tekið langan tíma að semja lög um sjálfkeyrandi bíla og fá Alþingi til þess að sam- þykkja þau. „Ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af þessu. Þetta er ekki for- gangsmál, en samt augljóslega eitt af því sem við þurfum að hugsa um og byrja að gera eitthvað í.“ Tilvalið sé að fylgja fordæmi hinna Norður- landanna. kristinningi@frettabladid.is Lög um sjálfkeyrandi bíla eru ekki tímabær Ráðherra nýsköpunarmála segir enn mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Ekki sé tímabært að undirbúa lagasetningu um slíka bíla. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, óttast hins vegar að stjórnvöld sofni á verðinum. Ráðherra segir þróun sjálfkeyrandi bíla að mörgu leyti spennandi og geta leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta. FRéttablaðið/EPa Þetta er ekki eitt- hvað sem er að fara að gerast eftir tíu eða fimm- tán ár, heldur eitthvað sem bregðast þarf við núna. Regluverkið er oft á tíðum seint á ferðinni þegar kemur að nýrri tækni. Smári McCarthy, þingmaður Pírata → → → FRAKKLAND Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vís- indafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Donald Trump ákvað að þjóð hans myndi ekki taka þátt í Parísarsamkomulaginu. Planið nær að vísu ekki aðeins til bandarískra ríkisborgara heldur geta allir nýtt sér það. Upplýsingar um það má finna á heimasíðunni MakeOurPlanetGreatAgain.fr. Þeir sem þiggja boðið fá fjögurra ára styrk frá ríkinu til að halda rann- sóknum, kennslu eða námi sínu áfram. Þá er á síðunni einnig að finna upplýsingar um hvernig skuli sækja um atvinnu- og dvalarleyfi. „Þú munt geta dvalið í Frakklandi út gildistíma styrksins hið minnsta og lengur ef þér býðst varanleg staða að því loknu. Maki þinn getur búið og starfað í Frakklandi. Almenn- ingsskólar í Frakklandi eru ókeypis og skráningargjöld í franska háskóla eru mun lægri en þú átt að venjast í Ameríku,“ segir meðal annars á heimasíðunni. Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, náði kjöri 7. maí síðastliðinn. Áður en tilkynnt var um áætlunina hafði myndband flogið hátt á sam- félagsmiðlum. Þar lofaði hann því að svara niðurskurðaráætlunum Trumps með því að auka fjármagn til rannsókna í landi sínu. – jóe Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Emmanuel Macron, forseti Frakklands. FRéttablaðið/ EPa Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Donald Trump ákvað að þjóð hans myndi ekki taka þátt í Parísarsamkomulaginu. SPÁNN Stjórnvöld í Katalóníu til- kynntu í gær að þau hygðust halda þjóðaratkvæðagreiðslu 1. október næstkomandi þar sem íbúar fá að kjósa um hvort héraðið eigi að slíta sig frá Spáni. Yfirvöld í Madríd segja atkvæðagreiðsluna ólögmæta. Stór hluti Katalóna hefur lengi viljað slíta sig frá Spáni. Er meðal ann- ars bent á að um 20 prósent af skatt- tekjum landsins eigi rætur að rekja til héraðsins en það fái aðeins um þret- tán prósent til baka. Forseti héraðsins, Carles Puigdemont, var kjörinn í upp- hafi síðasta árs og sagði strax að hann myndi halda áfram á sömu braut og forversi hans, Artur Mas. Spænsk yfirvöld reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir atkvæða- greiðslur í héraðinu og segja að þær hafi ekkert gildi að lögum. Spænski stjórnlagadómstóllinn komst meðal annars að þeirri niðurstöðu árið 2015. – jóe Katalónar kjósa um aðskilnað við Spán Carles Puigdemont er forseti Katalóníuhéraðs. Hann tilkynnti um þjóðar­ atkvæðagreiðsluna fyrirhuguðu í gær. FRéttablaðið/EPa 1 0 . j ú N í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R12 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -3 E 9 0 1 D 0 D -3 D 5 4 1 D 0 D -3 C 1 8 1 D 0 D -3 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.