Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 26

Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 26
fótbolti „Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síð- asti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undir- búa leik við slíkar aðstæður? Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. S u m i r e r u b ú n i r m e ð sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vin- áttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúning- inn aðeins afslappaðri og gefa leik- mönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfing- um í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir B j a r n a s o n ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði. Engar áhyggjur af leik- formi „Í upphafi h a f ð i é g þó nokkrar á hyg g j u r a f því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auð- vitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik- inn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leik- menn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu. Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hug- arfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstak- lega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leik- menn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði. Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heima- velli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassa lið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“ henry@frettabladid.is Leitum enn að sigurformúlunni Heimir Hallgrímsson segir að undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun hafi verið mjög góður. Allir leikmenn heilir og hugarfar leikmanna sé eins og best verði á kosið. Strákarnir mæti því brattir til leiks. Aron Einar Gunnars- son er klár í slaginn gegn Króatíu. Hausverkur. Heimir klórar sér í hausnum þessa dagana og reynir að finna út hvernig eigi að vinna hið firnasterka lið Króatíu. Vonandi verður hann búinn að finna sigurformúluna á morgun. fréTTAblAðið/Ernir laugardagur: 13.30 formúla E: berlin Sport 2 13.55 f1: Æfing Kanada Sport 15.50 Kasakst. - Danmörk Sport 2 15.50 Aserb. - norður-Írla. Sport 3 15.50 Skotland - England Sport 16.50 f1: Tímataka Kanada Sport 4 17.00 fedEx St Jude Golfstöðin 18.35 noregur - Tékkland Sport 2 18.35 Pólland - rúmenía Sport 3 18.35 Þýskaland - San Mar. Sport 19.00 Manulife lPGA Sport 4 20.45 HM markasyrpa Sport Sunnudagur: 13.30 formúla E: berlin Sport 2 15.50 Moldavía - Georgía Sport 4 15.50 finnland - Úkraína Sport 15.50 Írland - Austurríki Sport 3 17.00 fedEx St Jude Golfstöðin 17.30 f1: Keppni Kanada Sport 2 18.35 Makedónía - Spánn Sport 18.35 Serbía - Wales Sport 5 18.35 Kósóvó - Tyrkland Sport 3 19.00 Manulife lPGA Sport 4 20.45 HM markasyrpa Sport 22.10 Ísland - Króatía Sport Helgin Nýjast leiknir r. - Selfoss 2-0 1-0 Tómas Óli Garðarsson (62.), 2-0 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (75.). inkasso-deildin góður Sigur Á póLVerjum Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta vann þriggja marka sigur á því pólska, 24-21, á gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi í gær. Varnarleikur Íslendinga var miklu mun sterkari en í tapinu fyrir Norðmönnum á fimmtudaginn og þá varði nýliðinn Ágúst elí Björgvinsson vel í seinni hálfleik. Líkt og gegn Noregi var ómar ingi magnússon markahæstur í íslenska liðinu í gær. Selfyss- ingurinn tvítugi skoraði sjö mörk. Íslending- ar mæta Svíum í lokaleik sínum á mótinu á morgun. fimm fugLAr HjÁ óLAfÍu Atvinnukylfingurinn ólafía Þór- unn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum undir pari á öðrum keppnisdegi manu- life LpgA Classic í Ontaríó í Kanada. mótið er hluti af LpgA-mótaröð- inni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. ólafía spilaði einkar vel í gær og fékk alls fimm fugla á hringnum og aðeins þrjá skolla. Hún er sam- tals á einu höggi undir pari en var, þegar blaðið fór í prentun, ekki réttu megin við niðurskurðar- línuna. ÍSLeNSKur Sigur Í COrK Íslenska kvennalandsliðið í körfu- bolta vann 63-69 sigur á Írlandi í vináttulandsleik í Cork í gær- kvöldi. Staðan í hálfleik var 28-27, íslensku stelpunum í vil. Þetta var fyrri leikur þjóðanna en sá seinni fer fram í Dublin á morgun. erna Hákonardóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Þóra Kristín jóns- dóttir spiluðu allar sinn fyrsta A-landsleik í gær. Hildur Björg Kjartansdóttir var valin maður leiksins. Glíma við ógnarsterka króatíska miðju Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun fá að glíma við einn besta miðjumann heims, Luka Modric, á morgun en sleppur við Ivan Rakitic, miðju- mann Barcelona, þar sem hann er meiddur. „Rakitic var mjög góður gegn okkur úti og fann holurnar hjá okkur. Við vorum í vandræðum með hann,“ segir Aron Einar en veit ekki hversu gott er að losna við Rakitic því í stað hans kemur væntanlega annar miðjumaður Real Madrid, Mateo Kovacic. „Hann var að vinna Meistara- deildina. Það er gríðarleg breidd og gæði. Það verður að koma í ljós hvort það vinni með okkur. Við þurfum fyrst og fremst að vera einbeittir og klókir. Þetta verður erfitt eins og alltaf gegn gæðaliði. Þekkjum þá vel og von- andi gerum við nógu vel núna til þess að taka þrjú stig.“ 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R24 S p o R t ∙ f R É t t A b l A ð i ð sport 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -6 F F 0 1 D 0 D -6 E B 4 1 D 0 D -6 D 7 8 1 D 0 D -6 C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.