Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2017, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.06.2017, Qupperneq 28
Spilaði hring með Adam Scott Gylfi Þór Sigurðs- son er framúrskar- andi kylfingur, með þrjá í forgjöf og er forfallinn áhugamaður um íþróttina. Bróðir hans, Ólafur Már, var lengi í hópi bestu kylfinga landsins og Gylfi segist nokkuð viss um að hann hefði getað orðið atvinnu- kylfingur hefði hann valið golfið fram yfir fótboltann. „Ég hef nánast jafn gaman af golfi og fótbolta. Ég held að ég hefði getað reynt fyrir mér í golfi ef ég hefði æft það jafn mikið og fótbolta,“ segir Gylfi sem fylgist vel með PGA-mótaröðinni. „Ég horfi talsvert á golf. Konan mín er ekkert sér- staklega ánægð með það,“ segir hann og hlær. „En ef það er ekkert annað í sjónvarpinu þá reyni ég að horfa, sérstaklega á stærstu mótin.“ Hann á nokkra kylfinga sem eru í uppáhaldi hjá honum, svo sem Ástralarnir Jason Day og Adam Scott. „Ég spilaði einu sinni með Adam Scott og held mikið upp á hann,“ segir Gylfi. Fótbolti Ísland mætir Króatíu á sunnudag í einum mikilvægasta landsleik síðari ára en með sigri koma strákarnir okkar sér í lykil- stöðu fyrir baráttuna um sæti á HM í Rússlandi. Tap í leiknum þýðir hins vegar að baráttan um efsta sæti riðilsins og sjálfkrafa þátttöku- rétt í lokakeppninni verður líklega úr sögunni. Strákarnir okkar hafa mætt Kró- ötum þrívegis undanfarin ár en aldrei borið sigur úr býtum. Ísland hélt þó jöfnu í markalausu jafntefli á Laugardalsvelli árið 2013 en stóra vandamálið er að liðið hefur ekki náð að skora í neinum leikjanna. Gylfi Þór Sigurðsson þarf að eiga stórleik, að venju, til að liðinu farn- ist vel annað kvöld og hann hefur ekki áhyggjur af þessu. „Við þurfum bara að vera rólegir á boltanum. Ég hef trú á því að við munum fá fullt af færum – sérstaklega á heima- velli þar sem við erum vanir því að skapa mikið af færum, hvort sem er með föstum leikatriðum eða í gegnum venjulegt spil,“ sagði Gylfi við Fréttablaðið fyrir æfingu lands- liðsins á Laugardalsvelli í gær. „Auðvitað þarf vörnin okkar að vera þétt eins og hún hefur áður verið. Ég veit að við eigum eftir að skapa okkur færi – það þarf bara að nýta þau.“ Hljóp næstum tíu maraþon Gylfi fékk mikið lof fyrir frammi- stöðu sína með Swansea á liðnu tímabili enda var hann að öðrum ólöstuðum langbesti leikmaður liðsins sem tókst með herkjum að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeild- inni. Telja margir sérfræðingar að Gylfi eigi heima í sterkara liði en hann baðst undan spurningum um framtíð sína og vangaveltur um möguleg félagaskipti. Gylfi skoraði níu mörk með Swansea og gaf þrettán stoðsend- ingar en aðeins Kevin De Bruyne og Christian Eriksen hjá Totten- ham voru með fleiri stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Gylfi spilaði nánast alla leiki með Swan- sea og hljóp mest allra leikmanna í deildinni – alls 410 kílómetra yfir tímabilið allt. „Þetta var rosalega langt tíma- bil,“ segir Gylfi og brosir. „Þetta var örugglega það erfiðasta og lengsta tímabil sem ég hef gengið í gegnum á mínum ferli. Við vorum í botnbar- áttu allt tímabilið og ég viðurkenni að þetta tók á. Það var mikill léttir þegar við vorum loksins öruggir.“ Ekkert í símanum úti á velli Gylfi segir að hann eigi ekki í erfið- leikum með að núllstilla sig eftir langt og strangt tímabil og finna orku á nýjan leik fyrir krefjandi landsleik. „Það er eitthvað sem maður verð- ur að geta gert og verður auðveldara með árunum. Það er líka auðveld- ara upp á framhaldið að gera, svo maður glati ekki lönguninni,“ segir Gylfi sem er öflugur kylfingur og notar golf til að slappa af. „Eftir tímabilið fór ég í rúma viku til Bandaríkjanna og var á golfvell- inum í tólf tíma á dag. Ég var ekkert að spá í það hvað var verið að skrifa um mig í blöðunum enda lítið í sím- anum þegar ég er úti á velli,“ segir hann í léttum dúr. Gylfi nýtir tækifærið í Banda- ríkjunum og spilar á mörgum bestu golfvöllum landsins, til að mynda TPC Sawgrass-vellinum, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson verður að venju í lykilhlutverki þegar áhorfendur munu troðfylla Laugardalsvöllinn á sunnudagskvöld. FréttabLaðið/Ernir adam Scott hefur um árabil verið í hópi fremstu kylfinga heims. nordicpHotoS/ GEtty Players-meistaramót PGA-móta- raðarinnar fer fram ár hvert. „Við förum á hverju ári. Við erum reyndar tvo og hálfan tíma að keyra þangað en látum okkur hafa það. Við spilum líka aðra velli en þetta er auðvitað mikil upplifun – sér- staklega að koma inn á sextándu og sautjándu braut. Þetta er eitthvað sem maður er vanur að sjá í sjón- varpinu.“ Viljum verja heimavígið Talið berst þó aftur að Króatíuleikn- um. Gylfi fagnar því að endurheimta Alfreð Finnbogason úr meiðslum en það hefur gengið á ýmsu í fram- herjasveit íslenska liðsins og enn óvíst hvenær og hvort Kolbeinn Sigþórsson geti spilað á nýjan leik. Hann hefur ekkert spilað síðan á EM í Frakklandi síðasta sumar. „Það er mjög gott að Alfreð sé heill á ný. Hann er með markanef og skor- ar mikið, sérstaklega inni í boxinu. Hann virðist alltaf vera réttur maður á réttum stað. Ef við náum að koma okkur í færi er líklegt að hann verði á réttum stað,“ segir Gylfi. Ísland hefur ekki tapað leik á Laugardalsvelli síðan 2013, er liðið mætti Slóveníu. Síðan þá hefur Ísland spilað alls þrettán leiki – unnið tíu þeirra og gert þrjú jafn- tefli. Gylfi segir að enginn í lands- liðinu vilji eyðileggja þann góða árangur. „Hugarfarið er í góðu lagi hjá leikmönnum, sérstaklega þar sem við eigum þennan sterka heimavöll þar sem okkur hefur gengið mjög vel. Þess utan getum við með sigri komið okkur í afar sterka stöðu í riðlinum og það er meira í húfi en bara þrjú stig. Það er því algert lyk- ilatriði að verja okkar heimavígi.“ Sjálfur segist Gylfi hundrað pró- sent klár í slaginn og að langt tíma- bil á Englandi sé ekki að há honum nú. „Ég var örlítið stífur á fyrstu æfingunni eftir fríið en þetta var svo fljótt að koma hjá mér. Ég er í topp- standi.“ eirikur@frettabladid.is Gylfi Þór Sigurðsson kemur endurnærður inn í landsleik Íslands og Króatíu eftir verðskuld- að frí að loknu strembnu tímabili í ensku úrvals- deildinni. Hann notar golf til að kúpla sig út úr fótboltanum. Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is Var á golfvellinum tólf tíma á dag Við vorum í botn- baráttu allt tíma- bilið og ég viðurkenni að þetta tók á. Það var mikill léttir þegar við vorum loksins öruggir. 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R26 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -5 C 3 0 1 D 0 D -5 A F 4 1 D 0 D -5 9 B 8 1 D 0 D -5 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.