Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 46
Vera
Einarsdóttir
vera@365.is
Eldfjallið Teide
sem sést víðast
hvar á eyjunni
gaus síðast
1909.
Í höfuðborginni Santa Cruz de Tenerife er árlega haldin ein stærsta kjötkveðjhátíð í heimi.
Ströndin Costa Adeja er þekkt fyrir glæsilega gististaði og rólegheit.
Í Siam Park er
fjöldi renni-
brauta. Ein
endar á ferð
í gegnum
hákarlabúr.
Barnafjölskyldur
streyma í dýra-
garðinn Loro
Parque.
Hér áður voru það heldur eldri borgarar sem lögðu leið sína til Tenerife, líkt
og annarra Kanaríeyja, en í dag
er eyjan í sífellt meiri mæli sótt af
fólki á öllum aldri. Loftslagið þykir
einstaklega hagstætt árið um kring
auk þess sem eyjan þykir hrein og
snyrtileg og maturinn góður.
Tenerife liggur við strönd Vestur-
Afríku í Atlantshafinu. Hún er
stundum nefnd eyja hins eilífa vors.
Hún er á sömu breiddargráðu og
Saharaeyðimörkin en sjórinn og
sjávarloftið hafa kælandi áhrif og
þykir hitastigið þægilegt árið um
kring. Yfir vetrartímann er meðal-
hitinn 18-24 gráður og 24-28 á
sumrin. Sólardagar eru með mesta
móti en úrkoma með því minnsta.
Vinsældirnar koma því ekki á óvart
en árlega sækja um fimm milljónir
ferðamanna eyjuna heim og er hún
fjölsóttasta eyja Kanaríeyja.
Ferðamenn fóru að venja komur
sínar til Tenerife frá meginlandi
Spánar, Bretlandi og Norður-
Evrópu í miklum mæli í kringum
1890. Í dag eru Kanaríeyjar á meðal
fjölsóttustu ferðamannastaða
heims. Ferðaþjónusta er fyrirferðar-
mesta atvinnugreinin á Tenerife.
Tenerife er fjölmennasta eyja
Spánar, en íbúar hennar eru þó
innan við milljón. Flatarmál eyj-
unnar er 2.034 km. Á henni miðri
er eldfjallið Teide sem er hæsta fjall
Spánar og þriðja stærsta eldfjall í
heimi, eða 3.718 metrar yfir sjávar-
máli. Fjallið, sem sést víðast hvar á
eyjunni, gaus síðast 1909. Teide er
hluti af Parque Nacional del Teide,
sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.
Borgin San Cristóbal de La
Laguna á Norður-Tenerife er líka á
Heimsminjaskrá UNESCO og vin-
sæll ferðamannastaður. Hún var
áður höfuðborg Tenerfie.
Núverandi höfuðborg Tenerife
er Santa Cruz de Tenerife, einnig
nefnd Santa Cruz. Íbúar borgar-
innar voru 205.279 árið 2014. Þar
er að finna fjölda verslana, safna og
veitingastaða. Í borginni er árlega
haldin kjötkveðjuhátíðin í Santa
Cruz de Tenerife en það er ein
stærsta kjötkveðjuhátíð í heimi, á
eftir kjötkveðjuhátíðinni í Rio de
Eyja hins
eilífa vors
Tenerife er stærst og fjölmennust
Kanaríeyja sem allar tilheyra Spáni.
Sólarlandaferðir þangað hafa lengi
verið vinsælar meðal Íslendinga,
en aldrei líkt og nú. Allt stefnir í að
straumurinn til Tenerife verði síst
minni í ár og því ekki úr vegi að stikla á
stóru í staðreyndum um eyjuna.
Janeiro í Brasilíu. Hún fer fram í
febrúar.
Tveir alþjóðaflugvellir eru á
Tenerife. Reoina Sofia eða Tenerife
South Airport og Tenerife North
Airport, líka nefndur Los Rodeos
en hann er í námunda við Santa
Cruz. Árið 1977 varð mannskæð-
asta flugslys sögunnar á Tenerife
North Airport þegar tvær Boeing
747 vélar rákust saman á flug-
brautinni. Við það létust 583. Alls
fara um 14 milljónir farþega um
flugvellina tvo á ári hverju.
Mengun á Tenerife er lítil og
er eyjan með hreinustu svæðum
Spánar. Þar er lítið um verksmiðjur
og þungaiðnað og vindar hag-
stæðir.
Ferðamenn sækja helst í að
dvelja á suðurhluta eyjunnar og
er fjöldi gististaða á Playa de las
Américas, Los Cristianos og Costa
Adeje. Hver staður hefur sinn
sjarma. Á Amerísku ströndinni
svokölluðu er mikið úrval verslana
og veitingastaða og stutt í alla
afþreyingu. Íslendingar hafa
nefnt hana Laugaveginn og sækja
þangað hvað mest. Los Cristioanos
er sjarmerandi. Göturnar er litlar
og þröngar og þar búa heima-
menn. Costa Adeje svæðið þykir
rólegt. Þar eru fallegar strendur og
glæsilegir gististaðir. Samgöngur
eru góðar og er auðvelt að sækja
afþreyingu utan dvalarstaðanna. Í
suðri er Siam Park, stærsti og fjöl-
sóttasti vatnsrennibrautagarður
eyjunnar en í norðri er að finna
dýragarðinn Loro Parque. Flestir
leggja líka leið sína til höfuð-
borgarinnar að versla.
Heimild: wikipedia.org
VOR- OG SUMARLÍNAN
ER KOMIN Í VERSLANIR
4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . j ú n Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
D
-8
D
9
0
1
D
0
D
-8
C
5
4
1
D
0
D
-8
B
1
8
1
D
0
D
-8
9
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K