Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2017, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 10.06.2017, Qupperneq 46
Vera Einarsdóttir vera@365.is Eldfjallið Teide sem sést víðast hvar á eyjunni gaus síðast 1909. Í höfuðborginni Santa Cruz de Tenerife er árlega haldin ein stærsta kjötkveðjhátíð í heimi. Ströndin Costa Adeja er þekkt fyrir glæsilega gististaði og rólegheit. Í Siam Park er fjöldi renni- brauta. Ein endar á ferð í gegnum hákarlabúr. Barnafjölskyldur streyma í dýra- garðinn Loro Parque. Hér áður voru það heldur eldri borgarar sem lögðu leið sína til Tenerife, líkt og annarra Kanaríeyja, en í dag er eyjan í sífellt meiri mæli sótt af fólki á öllum aldri. Loftslagið þykir einstaklega hagstætt árið um kring auk þess sem eyjan þykir hrein og snyrtileg og maturinn góður. Tenerife liggur við strönd Vestur- Afríku í Atlantshafinu. Hún er stundum nefnd eyja hins eilífa vors. Hún er á sömu breiddargráðu og Saharaeyðimörkin en sjórinn og sjávarloftið hafa kælandi áhrif og þykir hitastigið þægilegt árið um kring. Yfir vetrartímann er meðal- hitinn 18-24 gráður og 24-28 á sumrin. Sólardagar eru með mesta móti en úrkoma með því minnsta. Vinsældirnar koma því ekki á óvart en árlega sækja um fimm milljónir ferðamanna eyjuna heim og er hún fjölsóttasta eyja Kanaríeyja. Ferðamenn fóru að venja komur sínar til Tenerife frá meginlandi Spánar, Bretlandi og Norður- Evrópu í miklum mæli í kringum 1890. Í dag eru Kanaríeyjar á meðal fjölsóttustu ferðamannastaða heims. Ferðaþjónusta er fyrirferðar- mesta atvinnugreinin á Tenerife. Tenerife er fjölmennasta eyja Spánar, en íbúar hennar eru þó innan við milljón. Flatarmál eyj- unnar er 2.034 km. Á henni miðri er eldfjallið Teide sem er hæsta fjall Spánar og þriðja stærsta eldfjall í heimi, eða 3.718 metrar yfir sjávar- máli. Fjallið, sem sést víðast hvar á eyjunni, gaus síðast 1909. Teide er hluti af Parque Nacional del Teide, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Borgin San Cristóbal de La Laguna á Norður-Tenerife er líka á Heimsminjaskrá UNESCO og vin- sæll ferðamannastaður. Hún var áður höfuðborg Tenerfie. Núverandi höfuðborg Tenerife er Santa Cruz de Tenerife, einnig nefnd Santa Cruz. Íbúar borgar- innar voru 205.279 árið 2014. Þar er að finna fjölda verslana, safna og veitingastaða. Í borginni er árlega haldin kjötkveðjuhátíðin í Santa Cruz de Tenerife en það er ein stærsta kjötkveðjuhátíð í heimi, á eftir kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Eyja hins eilífa vors Tenerife er stærst og fjölmennust Kanaríeyja sem allar tilheyra Spáni. Sólarlandaferðir þangað hafa lengi verið vinsælar meðal Íslendinga, en aldrei líkt og nú. Allt stefnir í að straumurinn til Tenerife verði síst minni í ár og því ekki úr vegi að stikla á stóru í staðreyndum um eyjuna. Janeiro í Brasilíu. Hún fer fram í febrúar. Tveir alþjóðaflugvellir eru á Tenerife. Reoina Sofia eða Tenerife South Airport og Tenerife North Airport, líka nefndur Los Rodeos en hann er í námunda við Santa Cruz. Árið 1977 varð mannskæð- asta flugslys sögunnar á Tenerife North Airport þegar tvær Boeing 747 vélar rákust saman á flug- brautinni. Við það létust 583. Alls fara um 14 milljónir farþega um flugvellina tvo á ári hverju. Mengun á Tenerife er lítil og er eyjan með hreinustu svæðum Spánar. Þar er lítið um verksmiðjur og þungaiðnað og vindar hag- stæðir. Ferðamenn sækja helst í að dvelja á suðurhluta eyjunnar og er fjöldi gististaða á Playa de las Américas, Los Cristianos og Costa Adeje. Hver staður hefur sinn sjarma. Á Amerísku ströndinni svokölluðu er mikið úrval verslana og veitingastaða og stutt í alla afþreyingu. Íslendingar hafa nefnt hana Laugaveginn og sækja þangað hvað mest. Los Cristioanos er sjarmerandi. Göturnar er litlar og þröngar og þar búa heima- menn. Costa Adeje svæðið þykir rólegt. Þar eru fallegar strendur og glæsilegir gististaðir. Samgöngur eru góðar og er auðvelt að sækja afþreyingu utan dvalarstaðanna. Í suðri er Siam Park, stærsti og fjöl- sóttasti vatnsrennibrautagarður eyjunnar en í norðri er að finna dýragarðinn Loro Parque. Flestir leggja líka leið sína til höfuð- borgarinnar að versla. Heimild: wikipedia.org VOR- OG SUMARLÍNAN ER KOMIN Í VERSLANIR 4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . j ú n Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -8 D 9 0 1 D 0 D -8 C 5 4 1 D 0 D -8 B 1 8 1 D 0 D -8 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.