Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 48

Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 48
Það má segja að Gaggenau framleiði draumalínu ástríðukokksins,“ segir Ævar Gunnarsson, aðstoðarversl- unarstjóri Smith & Norland. „Saga Gaggenau er um margt merkileg en fyrirtækið byggir á mörg hundruð ára reynslu. Gaggenau var stofnað í Þýskalandi árið 1683 og fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins var naglar. Við bjóðum upp á tvær heimilislínur frá þeim, 400-línuna annars vegar og 200-línuna hins vegar. Hönnuðir tækjanna fara ótroðnar slóðir og er virkni og útlit tækjanna unnin í samráði við atvinnumenn í matreiðslu.“ Ævar segir alla geta eldað með Gaggenau en þó sé ekki að finna staðlaðar stillingar á ofnum fyrir til dæmis lambasteik. Velja megi mjög nákvæman hita auk annarra stillingarmöguleika eftir því sem við á hverju sinni. „Eitt af því sem heillar marga er til dæmis það að tengja má hitald (element) í botninn á bakstursofn- inum og setja þar yfir leirplötu eða bökunarstein til að baka dýrindis brauð og pitsur,“ segir Ævar. Einfaldleiki og gæði „Einfaldleikinn er ráðandi í vörum Gaggenau og þægindi í notkun. Allt efnisval byggir á miklum gæðum. Ég fór í heimsókn í verk- smiðjurnar í Þýskalandi og fannst merkilegt að sjá hversu mörg handtök liggja í einu helluborði og hversu massíf efni eru notuð. Öll tækin eru í fjölbreyttum útgáfum; sami ofninn fæst til að mynda í fimm mismunandi litum, með hægri eða vinstri opnun og ýmist með stjórnborðið uppi eða niðri, allt eftir því hvernig ofn- inum er komið fyrir í eldhúsinu. Tækjunum má raða saman á marga vegu ef rýmið er nægjanlegt. Til dæmis má raða saman gashellu- borði, spanhellum, grilli og jafnvel djúpsteikingarpotti, innbyggðri kaffivél, ofni og svo framvegis. Kaffivélin beintengd við vatn „Gaggenau hefur framleitt inn- byggðar espressókaffivélar um árabil. Nýjustu vélarnar eru tengdar beint í vatn og frárennsli svo að segja má að fólk sé því með eigin kaffibar heima hjá sér,“ segir Ævar. „Þá er baunahólfið einnig losanlegt og hægt að eiga fleiri en eitt box fyrir ólíkar tegundir bauna og skipta um eftir því hvernig kaffi menn vilja fá sér. Þegar nýtt hólf er sett í spyr vélin hvort þetta sé sama kaffitegundin og síðast var notuð eða ný tegund. Ef svarið er ný tegund hreinsar vélin út það sem fyrir er svo að næsta uppáhelling með nýju baunum verður eins og best verður á kosið. Hellur og háfur í einni einingu „Viftur, sem draga má niður í borðplötuna, hafa lengi fengist hjá Gaggenau. Nú hefur fyrirtækið kynnt til sögunnar helluborð með innbyggðri viftu. Fjórar hellur eru í borðinu og tveir stútar á milli þeirra sem soga til sín allt að 89% af matarlyktinni og sía út olíu og gufu,“ útskýrir Ævar. Sérpantanir „Allar vörur Gaggenau þarf að sérpanta. Fólk sest einfaldlega niður með okkur og við förum yfir möguleikana. Við erum með tæki í sýningarsal okkar og einn- ig ítarlega bæklinga með öllum tækniupplýsingum og teikningum. Möguleikarnir eru margir og þeim má raða saman eftir óskum og þörfum fólks. Oft kemur það til okkar strax í byggingarferli hússins með fastmótaðar hugmyndir eða vill sjá hvaða möguleikar eru í boði. Við finnum lausnir á öllum málum.“ Helluborð með innbyggðri viftu er nýjung. Einfaldleiki ein- kennir hönnun heimilistækja Gaggenau. Gaggenau framleiðir draumalínu ástríðukokksins, að sögn Ævars Gunnarssonar aðstoðarverslunarstjóra. Innbyggðu kaffivélarnar eru nú beintengdar við vatn og frárennsli. Einingum og tækjum má raða upp eftir óskum. Hönnuðir tækjanna fara ótroðnar slóðir og er virkni og útlit tækjanna unnin í samráði við atvinnu- menn í mat- reiðslu. Einfaldleikinn er ráðandi í vörum Gaggenau og þægindi í notkun. Allt efnisval byggir á miklum gæðum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -7 9 D 0 1 D 0 D -7 8 9 4 1 D 0 D -7 7 5 8 1 D 0 D -7 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.