Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 50
Gróðurhús Norræna hússins hýsir Pikknikk tónleikana þar sem ýmsir tón-
listarmenn spila næstu sunnudaga í sumar.
Þegar veðrið leikur
við okkur er þetta
hins vegar æðislegur
tónleikastaður. Tónlistin
verður partur af nátt-
úrunni í kring.
Mikael Lind
Between Mountains kemur fram á Pikknikk tónleikunum morgun. MYNd/BRYNJAR GUNNARSSON
Notalegheit í Vatnsmýrinni
Næstu sunnudaga mun fjölbreyttur hópur tónlistarmanna koma fram á
árlegum Pikknikk tónleikum í fallegu umhverfi Norræna hússins.
Á morgun sunnudag hefjast árlegir Pikknikk tónleikar í Norræna húsinu. Þar mun
ein hljómsveit eða listamaður spila
á hverjum sunnudegi fram til 20.
ágúst í fallegu umhverfi gróðurhúss
Norræna hússins. Tónleikaröðin
hófst árið 2012 en það er Mikael
Lind, umsjónarmaður sýningar-
svæðis og aðstoðarmaður verk-
efnastjóra hjá Norræna húsinu,
sem hefur séð um að skipu-
leggja tónleikana síðustu
tvö árin. Í ár verður
boðið upp á fjöl-
breytta tónlist
af ýmsum toga
með verð-
launuðu tón-
listarfólki
frá Íslandi
ásamt
góðum
gestum frá
Danmörku
og Svíþjóð, að
sögn Mikaels.
„Í fyrra valdi ég
aðallega fólk sem
ég kannaðist við per-
sónulega en reyndi samt
að hafa dagskrána breiða og
þannig að hún myndi höfða til sem
flestra. Í ár vildi ég gera enn betur
og ákvað þess vegna að leyfa tón-
listarfólki að sækja um þátttöku.“
Tónlistin þarf auk þess að henta
gróðurhúsinu þar sem hljóðkerfið
er ekki mjög flókið. „Svo viljum
við bjóða upp á tónlistarmenn og
hljómsveitir sem höfða bæði til
Íslendinga og ferðamanna. Mér
finnst dagskráin einmitt fjölbreytt-
ari í ár því það voru svo
margir efnilegir tón-
listarmenn sem
sóttu um.“
Góð
stemning
Between
Mounta-
ins verður
fyrsta
hljóm-
sveitin
sem kemur
fram en
hún vann
Músíktil-
Mikael Lind hjá Nor-
ræna húsinu sér um
skipulag tónleikanna.
raunir fyrr á þessu ári. „Ég ákvað
að hafa samband við sveitina en
hún sótti ekki um. Starfsmaður hjá
Norræna húsinu benti mér á þær
og sagði hana vera flotta hljóm-
sveit. Ég fór inn á Soundcloud-síðu
Músíktilrauna og hlustaði á lagið
þeirra Into the Dark sem er geggjað
lag. Sem betur fer voru stelpurnar
í hljómsveitinni til í að koma og
spila.“
Stemningin á tónleikunum er oft
mjög góð þótt gróðurhúsið henti
ekki alltaf til tónleikahalds. „Ein-
staka sinnum þarf að færa tónleik-
ana inn í sal vegna veðurs. Skálinn
er frekar lítill og margir gestir sitja
á grasinu fyrir utan og hlusta. Þegar
veðrið leikur við okkur er þetta
hins vegar æðislegur tónleika-
staður. Tónlistin verður partur af
náttúrunni í kring og maður heyrir
ekki bara í listamönnunum sem
koma fram heldur líka í fuglunum
og ýmsum öðrum umhverfishljóð-
um. Það myndast því oft einstök
stemning.“
Ýmislegt brallað
Katla Vigdís Vernharðsdóttir og
Ástrós Helga Guðmundsdóttir
mynda dúettinn Between Moun-
tains. Þær segjast mjög spenntar
fyrir tónleikunum á morgun.
„Þetta er í raun fyrsta skiptið sem
við fáum að spila svona lengi. Það
verða nokkur ný lög á dagskrá
ásamt venjulega settinu okkar svo
vonandi verður þetta bara fjör
og gaman,“ segir Katla Vigdís. Frá
því að þær unnu Músíktilraunir í
apríl hefur verið nóg að gera hjá
sveitinni. „Við höfum verið að
bralla í ýmsu síðan við sigruðum
í Músíktilraunum. Stuttu síðar
komum við m.a. fram á tónlistarhá-
tíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði,
gáfum út lag sem heitir Little Sunny
Flower og erum búin að vera á fullu
að semja nýtt prógramm. Í haust
ætlum við svo í hljóðver til að taka
upp nokkur lög og gefa út í kjöl-
farið,“ bætir Ásrós Helga við.
Björn Thoroddsen og Teitur
Magnússon spila tvo næstu sunnu-
daga en nánari dagskrá má finna á
www.nordice.is.
Ókeypis er inn á alla tónleikana
og hefjast þeir kl. 15.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . j ú N í 2 0 1 7 L AU G A R dAG U R
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
D
-8
8
A
0
1
D
0
D
-8
7
6
4
1
D
0
D
-8
6
2
8
1
D
0
D
-8
4
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K