Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 50

Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 50
Gróðurhús Norræna hússins hýsir Pikknikk tónleikana þar sem ýmsir tón- listarmenn spila næstu sunnudaga í sumar. Þegar veðrið leikur við okkur er þetta hins vegar æðislegur tónleikastaður. Tónlistin verður partur af nátt- úrunni í kring. Mikael Lind Between Mountains kemur fram á Pikknikk tónleikunum morgun. MYNd/BRYNJAR GUNNARSSON Notalegheit í Vatnsmýrinni Næstu sunnudaga mun fjölbreyttur hópur tónlistarmanna koma fram á árlegum Pikknikk tónleikum í fallegu umhverfi Norræna hússins. Á morgun sunnudag hefjast árlegir Pikknikk tónleikar í Norræna húsinu. Þar mun ein hljómsveit eða listamaður spila á hverjum sunnudegi fram til 20. ágúst í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins. Tónleikaröðin hófst árið 2012 en það er Mikael Lind, umsjónarmaður sýningar- svæðis og aðstoðarmaður verk- efnastjóra hjá Norræna húsinu, sem hefur séð um að skipu- leggja tónleikana síðustu tvö árin. Í ár verður boðið upp á fjöl- breytta tónlist af ýmsum toga með verð- launuðu tón- listarfólki frá Íslandi ásamt góðum gestum frá Danmörku og Svíþjóð, að sögn Mikaels. „Í fyrra valdi ég aðallega fólk sem ég kannaðist við per- sónulega en reyndi samt að hafa dagskrána breiða og þannig að hún myndi höfða til sem flestra. Í ár vildi ég gera enn betur og ákvað þess vegna að leyfa tón- listarfólki að sækja um þátttöku.“ Tónlistin þarf auk þess að henta gróðurhúsinu þar sem hljóðkerfið er ekki mjög flókið. „Svo viljum við bjóða upp á tónlistarmenn og hljómsveitir sem höfða bæði til Íslendinga og ferðamanna. Mér finnst dagskráin einmitt fjölbreytt- ari í ár því það voru svo margir efnilegir tón- listarmenn sem sóttu um.“ Góð stemning Between Mounta- ins verður fyrsta hljóm- sveitin sem kemur fram en hún vann Músíktil- Mikael Lind hjá Nor- ræna húsinu sér um skipulag tónleikanna. raunir fyrr á þessu ári. „Ég ákvað að hafa samband við sveitina en hún sótti ekki um. Starfsmaður hjá Norræna húsinu benti mér á þær og sagði hana vera flotta hljóm- sveit. Ég fór inn á Soundcloud-síðu Músíktilrauna og hlustaði á lagið þeirra Into the Dark sem er geggjað lag. Sem betur fer voru stelpurnar í hljómsveitinni til í að koma og spila.“ Stemningin á tónleikunum er oft mjög góð þótt gróðurhúsið henti ekki alltaf til tónleikahalds. „Ein- staka sinnum þarf að færa tónleik- ana inn í sal vegna veðurs. Skálinn er frekar lítill og margir gestir sitja á grasinu fyrir utan og hlusta. Þegar veðrið leikur við okkur er þetta hins vegar æðislegur tónleika- staður. Tónlistin verður partur af náttúrunni í kring og maður heyrir ekki bara í listamönnunum sem koma fram heldur líka í fuglunum og ýmsum öðrum umhverfishljóð- um. Það myndast því oft einstök stemning.“ Ýmislegt brallað Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ástrós Helga Guðmundsdóttir mynda dúettinn Between Moun- tains. Þær segjast mjög spenntar fyrir tónleikunum á morgun. „Þetta er í raun fyrsta skiptið sem við fáum að spila svona lengi. Það verða nokkur ný lög á dagskrá ásamt venjulega settinu okkar svo vonandi verður þetta bara fjör og gaman,“ segir Katla Vigdís. Frá því að þær unnu Músíktilraunir í apríl hefur verið nóg að gera hjá sveitinni. „Við höfum verið að bralla í ýmsu síðan við sigruðum í Músíktilraunum. Stuttu síðar komum við m.a. fram á tónlistarhá- tíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, gáfum út lag sem heitir Little Sunny Flower og erum búin að vera á fullu að semja nýtt prógramm. Í haust ætlum við svo í hljóðver til að taka upp nokkur lög og gefa út í kjöl- farið,“ bætir Ásrós Helga við. Björn Thoroddsen og Teitur Magnússon spila tvo næstu sunnu- daga en nánari dagskrá má finna á www.nordice.is. Ókeypis er inn á alla tónleikana og hefjast þeir kl. 15. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . j ú N í 2 0 1 7 L AU G A R dAG U R 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -8 8 A 0 1 D 0 D -8 7 6 4 1 D 0 D -8 6 2 8 1 D 0 D -8 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.