Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 52
Helga starfar við ráðgjöf og fræðslu um andlega heilsu og leiðir til að hlúa
að henni. Hún lauk grunnnámi í
sálfræði frá Háskóla Íslands og að
námi loknu réð hún sig til starfa á
Kleppi þar sem hún vann í sex ár.
„Frá því ég var lítil langaði mig að
verða sálfræðingur og hjálpa fólki
að líða vel. Í gegnum grunnnámið
og starfið á Kleppi fannst mér
sérstakt að læra ekki um vellíðan
heldur aðallega um vanlíðan. Ég
lærði heilmikið um kvíða, þung-
lyndi og aðra andlega sjúkdóma
og hvernig hægt er að draga úr
einkennum þeirra. Hins vegar
langaði mig meira til að beina
athyglinni að andlegri heilsu og
vellíðan, hvað stuðlar að henni
og hvaða þættir hafa áhrif þar á.
Þessar pælingar leiddu til þess að
ég ákvað að fara ekki í klíníska
sálfræði heldur tók masterspróf í
félags- og heilsusálfræði,“ útskýrir
Helga sem hélt síðan áfram námi
og lauk diplómaprófi í jákvæðri
sálfræði.
Þakklætistilfinning mikil-
væg
Helga segir margt hafa áhrif á
andlega heilsu. „Góð, félagsleg
tengsl hafa jákvæð áhrif á heilsu
og vellíðan. Regluleg hreyfing
sömuleiðis. Þetta er eitthvað
sem flestir þekkja og vita en það
er gott að kortleggja þetta og
rækta markvisst. Það er líka gott
að finna fyrir þakklæti og leiða
hugann reglulega að því vegna
þess að þá líður manni eins og
maður sé heppinn og ríkur og lán-
samur og að lífið sé betra. Ég mæli
með að halda þakklætisdagbók
annaðhvort daglega eða viku-
lega en í henni felst að staldra við
og skrifa niður það sem maður
er þakklátur fyrir. Það er ágætt
að nota sérstaka bók fyrir þetta.
Mikilvægt er að finna fyrir þakk-
lætistilfinningunni en ekki bara
skrifa niður eitthvað jákvætt og
loka svo bókinni. Með því að leiða
hugann aftur og aftur að því góða
í lífinu og kalla endurtekið fram
þakklætistilfinningu verðum við
næmari fyrir því að taka eftir því
góða í kringum okkur og byggjum
upp aukna vellíðan og sátt við
lífið. Gott er að gera þessa æfingu
í nokkrar vikur og athuga hvort
hún hafi áhrif,“ segir Helga og
bætir við að fólk sé misþakklátt
að eðlisfari, sumir eigi auðvelt
með að finna fyrir þakklæti en
aðrir ekki. „Góðu fréttirnar eru að
allir geta ræktað með sér aukið
þakklæti,“ segir hún.
Núvitundaræfingar auka
vellíðan
Reglulegar núvitundaræfingar
geta líka aukið andlega vellíðan
en rannsóknir hafa sýnt fram á
að iðkun núvitundar hafi reynst
vel við heilsufarsvandamálum
eins og þunglyndi, kvíða og
stressi. Algengustu núvitund-
aræfingarnar felast í hugleiðslu,
að sögn Helgu. „Þá sest maður
niður, lokar augunum og fylgist
með eigin andardrætti í um tíu
mínútur á hverjum degi og gefur
huganum frí á meðan. Þannig er
andardrátturinn notaður sem leið
til að tengja sig við núið. Þetta
snýst í raun um að þjálfa hugann
þannig að maður hafi stjórn á því
hvert athyglin fer því það sem
maður beinir athyglinni að vex og
dafnar. Fólk getur fest sig í óþægi-
legum og erfiðum hugsunum og
nær ekki að kúpla sig frá þeim.
Þessar æfingar geta meðal annars
þjálfað upp færni í að velja hvert
við beinum athygli okkar. Núvit-
und snýst um að upplifa hlutina
á hlutlausan hátt en ekki endi-
lega einbeita sér að því jákvæða,“
upplýsir Helga sem sjálf hefur
persónulega reynslu af kvíða.
„Kvíði var lengi áskorun fyrir mig
en núvitund hefur hjálpað mér að
takast á við hann.“
Meðvituð augnablik
Margir telja sig ekki hafa tíma til
að stunda hugleiðslu en Helga
segir að svokölluð meðvituð
augnablik geri líka sitt gagn.
„Þá tengir maður sig við núið í
smástund í einu. Þeir sem vilja
prófa þessa nálgun geta látið
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is Helga hefur
lengi haft áhuga
á andlegri
heilsu. MYND/
ERNIR
Heldur dagbók um þakklæti
Andleg heilsa er Helgu Arnardóttur hugleikin. Hún segir þakklætisdagbók
og núvitundaræfingar góðar til að auka vellíðan.
símann sinn pípa fimm sinnum
yfir daginn til að minna sig á
að staldra við og tengja sig við
núið í stutta stund í einu. Það er
hægt með því að fylgjast vel með
andardrættinum í hálfa mínútu
eða líta upp úr tölvunni og horfa
út um gluggann og horfa á tré
bærast með vindinum. Það má
líka loka augunum og hlusta á
umhverfishljóðin. Þetta snýst í
raun bara um að tengja sig við
núið í stutta stund í senn með því
að færa athyglina frá huganum
og yfir á eitthvað sem á sér stað á
líðandi stundu. Allir ættu að hafa
tíma fyrir þetta og flestir upplifa
ákveðinn létti í leiðinni,“ segir
hún að lokum.
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir
og heilsuhillur verslana
MultiVit fjölvítamínið frá
BetterYou inniheldur öll helstu
vítamín og steinefni sem auka
á heilbrigði okkar og efla
ónæmiskerfið.
Með munnúðanum fáum við 14 nauðsynleg
næringarefni beint inní blóðrásina en
upptaka gegnum slímhúð í munni tryggir
hámarksupptöku.
DLUX Pregnancy er blanda af
vítamínum sem henta ófrískum
konum sérstaklega vel. Það
inniheldur D-vítamín, Fólínsýru,
B- og K-vítamín.
Upptaka gegnum slímhúð í munni tryggir að
efnin skila sér út í blóðrásina og því er þetta
sérlega góð lausn fyrir konur sem þjást af
morgunógleði og uppköstum.
Dagsskammtur er fjórir úðar og innihalda þeir samtals:
B12 6 mcg • D3 400 AE • Fólínsýra 400 mcg • Selen 75 mcg
B1 1,1 mg • B2 1,4 mg • K1 75 mcg • Biotin (B7) 50 mcg
Joð 150 mcg • B5 (Pantothenic acid) 6 mg • B6 1,2 mg
A 600 AE • B3 (Niacin) 8 mg • C 20 mg
Dagsskammtur er fimm úðar og innihalda þeir samtals:
D-vítamín 1000 AE • Fólínsýru 400 mcg • B12 6 mcg
100% af ráðlögðum dagsskammti af K, B1 og B6.
MEÐ GRAPEBRAGÐI!MEÐ FERSKJU- OG MANGÓBRAGÐI! NÝTTNÝTT
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
D
-9
C
6
0
1
D
0
D
-9
B
2
4
1
D
0
D
-9
9
E
8
1
D
0
D
-9
8
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K