Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 57

Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 57
Erum við að leita að þér? Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is samgongustofa.is ı Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 7 -1 7 0 8 Hjá Samgöngustofu hlakka um 140 öflugir starfsmenn til þess að þú bætist í hópinn. Lögð er áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri. Eftirlitsmaður í flug- og siglingavernd Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í flug- og siglingavernd. Starfið felst aðallega í eftirliti með flugvernd auk aðstoðar við eftirlit með siglingavernd. Einkum er um að ræða undirbúning og framkvæmd eftirlits, úttektir og prófanir er varða framkvæmd flug- og siglingaverndar auk aðkomu að innleiðingu krafna og viðhaldi handbóka á sviði flugverndar. Leitað er að starfsmanni sem á auðvelt með að setja sig inn í reglur og nýjar aðstæður og er tilbúinn að vinna samkvæmt verklagsreglum í öguðu umhverfi. Viðkomandi þarf að undirgangast og standast öryggisvottun sbr. reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála nr. 959/2012. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólanám sem nýtist í starfi eða önnur menntun, þjálfun og reynsla sem talist getur fullnægjandi • Þekking á flug- og siglingavernd er kostur • Reynsla af eftirlitsstörfum er kostur, sérstaklega þekking og reynsla af úttektum • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu texta og upplýsinga, m.a. í skýrslum • Mjög gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli er nauðsyn • Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og sjálfstæði í starfi • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Guðjón Atlason, framkvæmastjóri mannvirkja- og leiðsögusviðs í síma 480 6000. Framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Samgöngustofa leitar að framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á starfsemi síns sviðs gagnvart forstjóra og starfar í fram- kvæmdastjórn Samgöngustofu. Hlutverk rekstrarsviðs er að sjá til þess að innri rekstur Samgöngustofu gangi faglega og vel fyrir sig, ásamt því að vinna að stefnumótun og árangursstjórnun stofnunarinnar í samstarfi við aðra stjórnendur. Rekstrarsvið samanstendur af fjármálum, upplýsingatæknideild, skjalastjórnun og NorType verkefninu. Á rekstrarsviði fer fram almennur rekstur stofnunarinnar, fjármálastýring, undirbúningur fjárlaga, innkaup, samningamál og skjalastjórn. Rekstrarsviðið annast rekstur og þróun upplýsingakerfa, með öflugri kerfis- og hugbúnaðareiningu, ásamt upplýsingamiðlun úr farartækjaskrám stofnunarinnar. Á sviðinu er samnorræna verkefninu NorType stýrt, þar sem skráðar eru tækniupplýsingar um ökutæki fyrir fjórar Norðurlandaþjóðir. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • BS í Viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi • Haldgóð reynsla úr atvinnulífinu og/eða opinberri stjórnsýslu • Reynsla af fjármálum og rekstri • Leiðtogahæfni og haldgóð stjórnunarreynsla • Hæfni í mannlegum samskiptum • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti, þekking á norðurlandamáli er kostur • Vilji og áhugi á samvinnu, samþættingu og þjónustu Nánari upplýsingar veitir Ólöf Friðriksdóttir, mannauðsstjóri í síma 480 6000. Deildarstjóri á sviði starfrækslu loftfara og skírteina Samgöngustofa óskar eftir að ráða deildarstjóra á sviði starfrækslu loftfara og skírteina. Starfið felst í skipulagningu á starfsemi deildarinnar, sam- skiptum við erlenda og innlenda aðila varðandi starfrækslu loftfara svo og bein þátttaka í verkefnum deildarinnar. Megin verkefni deildarinnar eru heimildav- eitingar og eftirlit með starfsemi leyfisskyldra fyrirtækja í flugstarfsemi, útgáfa skírteina og eftirlit með almannaflugi. Starfinu fylgir einnig þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði flugmála, t.d. flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði flugmála- og/eða háskólamenntun sem nýtist í starfi • Nýleg reynsla af starfsemi tengdri flugrekstri er nauðsynleg og þekking á laga- og regluumhverfi á sviði flugmála • Nauðsynlegt er að viðkomandi þekki vel til gæða- og öryggisstjórnunarkerfa og úttektaraðferða • Starfið gerir kröfu um góða skipulagshæfileika og mikla greiningarhæfni • Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði • Færni í mannlegum samskiptum, örugga og þægilega framkomu og áhugi á flugöryggismálum • Rík þjónustulund, sjálfstæði, jákvæðni og stjórnunarhæfileikar • Sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi, vera agaður í verkum sínum og geta unnið undir álagi Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri farsviðs í síma 480 6000. Í boði eru spennandi störf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2017 Hægt er að sækja um störfin rafrænt á www.samgongustofa.is/storf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Samgöngustofa áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessar stöður. 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 D -C 3 E 0 1 D 0 D -C 2 A 4 1 D 0 D -C 1 6 8 1 D 0 D -C 0 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.