Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 57
Erum við að
leita að þér?
Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is
samgongustofa.is ı Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
7
-1
7
0
8
Hjá Samgöngustofu hlakka um 140 öflugir starfsmenn til þess að þú bætist í hópinn. Lögð er áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði
og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi,
siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri.
Eftirlitsmaður í flug- og siglingavernd
Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í flug- og siglingavernd. Starfið felst aðallega í eftirliti með flugvernd auk aðstoðar við eftirlit með
siglingavernd. Einkum er um að ræða undirbúning og framkvæmd eftirlits, úttektir og prófanir er varða framkvæmd flug- og siglingaverndar auk aðkomu að
innleiðingu krafna og viðhaldi handbóka á sviði flugverndar. Leitað er að starfsmanni sem á auðvelt með að setja sig inn í reglur og nýjar aðstæður og er
tilbúinn að vinna samkvæmt verklagsreglum í öguðu umhverfi. Viðkomandi þarf að undirgangast og standast öryggisvottun sbr. reglugerð um vernd
trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála nr. 959/2012. Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólanám sem nýtist í starfi eða önnur menntun, þjálfun og reynsla sem talist getur fullnægjandi
• Þekking á flug- og siglingavernd er kostur
• Reynsla af eftirlitsstörfum er kostur, sérstaklega þekking og reynsla af úttektum
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu texta og upplýsinga, m.a. í skýrslum
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli er nauðsyn
• Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Atlason, framkvæmastjóri mannvirkja- og leiðsögusviðs í síma 480 6000.
Framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs
Samgöngustofa leitar að framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á starfsemi síns sviðs gagnvart forstjóra og starfar í fram-
kvæmdastjórn Samgöngustofu. Hlutverk rekstrarsviðs er að sjá til þess að innri rekstur Samgöngustofu gangi faglega og vel fyrir sig, ásamt því að vinna að
stefnumótun og árangursstjórnun stofnunarinnar í samstarfi við aðra stjórnendur. Rekstrarsvið samanstendur af fjármálum, upplýsingatæknideild,
skjalastjórnun og NorType verkefninu.
Á rekstrarsviði fer fram almennur rekstur stofnunarinnar, fjármálastýring, undirbúningur fjárlaga, innkaup, samningamál og skjalastjórn. Rekstrarsviðið
annast rekstur og þróun upplýsingakerfa, með öflugri kerfis- og hugbúnaðareiningu, ásamt upplýsingamiðlun úr farartækjaskrám stofnunarinnar. Á
sviðinu er samnorræna verkefninu NorType stýrt, þar sem skráðar eru tækniupplýsingar um ökutæki fyrir fjórar Norðurlandaþjóðir. Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• BS í Viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Haldgóð reynsla úr atvinnulífinu og/eða opinberri stjórnsýslu
• Reynsla af fjármálum og rekstri
• Leiðtogahæfni og haldgóð stjórnunarreynsla
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti, þekking á norðurlandamáli er kostur
• Vilji og áhugi á samvinnu, samþættingu og þjónustu
Nánari upplýsingar veitir Ólöf Friðriksdóttir, mannauðsstjóri í síma 480 6000.
Deildarstjóri á sviði starfrækslu loftfara og skírteina
Samgöngustofa óskar eftir að ráða deildarstjóra á sviði starfrækslu loftfara og skírteina. Starfið felst í skipulagningu á starfsemi deildarinnar, sam-
skiptum við erlenda og innlenda aðila varðandi starfrækslu loftfara svo og bein þátttaka í verkefnum deildarinnar. Megin verkefni deildarinnar eru heimildav-
eitingar og eftirlit með starfsemi leyfisskyldra fyrirtækja í flugstarfsemi, útgáfa skírteina og eftirlit með almannaflugi. Starfinu fylgir einnig þátttaka í alþjóðlegu
samstarfi á sviði flugmála, t.d. flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun á sviði flugmála- og/eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Nýleg reynsla af starfsemi tengdri flugrekstri er nauðsynleg og þekking á laga- og regluumhverfi á sviði flugmála
• Nauðsynlegt er að viðkomandi þekki vel til gæða- og öryggisstjórnunarkerfa og úttektaraðferða
• Starfið gerir kröfu um góða skipulagshæfileika og mikla greiningarhæfni
• Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði
• Færni í mannlegum samskiptum, örugga og þægilega framkomu og áhugi á flugöryggismálum
• Rík þjónustulund, sjálfstæði, jákvæðni og stjórnunarhæfileikar
• Sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi, vera agaður í verkum sínum og geta unnið undir álagi
Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri farsviðs í síma 480 6000.
Í boði eru spennandi störf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2017
Hægt er að sækja um störfin rafrænt á www.samgongustofa.is/storf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Samgöngustofa áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við
kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessar stöður.
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
0
D
-C
3
E
0
1
D
0
D
-C
2
A
4
1
D
0
D
-C
1
6
8
1
D
0
D
-C
0
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K