Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 69

Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 69
Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Forstöðumaður vettvangs- og ráðgjafarteymis, neyðarskýlis og húsnæðisúrræða fyrir utangarðsfólk Velferðarsvið Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir til umsóknar stöðu forstöðumanns Vettvangs- og ráðgjafa teymis, neyðarskýlis og húsnæðisúrræða fyrir utangarðsfólks. Markmið með þjónustu er að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem eru og hafa verið í langtíma húsnæðisleysi. Helstu verkefni og ábyrgð • Stjórnun og fagleg ábyrgð á þjónustu vettvangs- og ráðgjafateymis, neyðarskýlis og búsetuúrræðum fyrir heimilislausa • Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri úrræðanna • Yfirumsjón með daglegri þjónustu • Ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og framkvæmd þeirra • Stjórnun starfsmannamála og ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu • Samstarf við samstarfsaðila • Þátttaka í þverfaglegum teymum á þjónustumiðstöðinni • Þátttaka í mótun og uppbyggingu á skipulagi þjónustunnar Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda • Reynsla af störfum með vímuefnasjúkum • Reynsla af störfum með utangarðsfólki æskileg • Reynsla af stjórnun • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvætt viðmót og samstarfshæfni • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhugi og metnaður í starfi • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigþrúður Erla Arnardóttir í síma 411-1600 eða með því að senda fyrirspurnir á sigthrudur.erla.arnardottir@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Umsóknarfrestur er til 19. júní nk. Embætti forstjóra þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra stofnunar sem heyrir undir félags- og jafnrét- tismálaráðherra skv. 2. gr. laga um þjónustu- og þekking- armiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu nr. 160/2008. Forstjórinn starfar samkvæmt fyrirmælum laga, reglugerða og erindis- bréfs sem ráðherra setur honum. Ráðherra skipar stofnuninni forstjóra til fimm ára í senn og stefnt er að því að umsækjandi geti hafið störf hinn 1. september 2017. Forstjóri skal hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist á starfssviði stofnun- arinnar og við stjórnun hennar og rekstur skv. sömu grein laga. Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Forstjóri ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar. • Þekking og reynsla af þeim málaflokkum sem heyra undir stofnunina. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu. • Leiðtogahæfileikar. • Metnaður og vilji til að ná árangri. • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til félags- og jafnrét- tismálaráðherra. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Kjararáð ákvarðar laun forstjóra, sbr. lög nr. 47/2006. Upplýsingar um starfið veitir Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 545 8100. Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið. Umsóknir ásamt upplýsingum um starfsheiti, menntun og fyrri störf skulu berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, eða í tölvupósti á póstfangið postur@vel.is eigi síðar en 3. júlí 2017. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Velferðarráðuneytinu, 10. júní 2017 Staða leikskólaráðgjafa á fagskrifstofu leikskólamála á skóla- og frístundasviði Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið auglýsir eftir leikskólaráðgjafa til starfa á fagskrifstofu leikskólamála. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Fagskrifstofa leikskólamála leiðir nýbreytni og þróun leikskólastarfs í Reykjavíkurborg, annast eftirlit með starfsemi leikskóla og dagforeldra og veitir þeim ráðgjöf og stuðning. Hlutverk hennar er enn fremur að undirbúa og taka þátt í stefnumótun skóla- og frístundaráðs, yfirfara og meta inntak skólanámskráa, starfsáætlana, framkvæmd innra mats og umbótaáætlana sem gerðar eru í kjölfar mats. Starfsmenn fagskrifstofu veita ráðgjöf vegna samstarfs við foreldra, bera ábyrgð á og sitja í fjölmörgum starfshópum og þverfag- legum teymum, auk þess að taka þátt í hönnun á húsnæði og útileiksvæðum leikskóla. Leitað er að hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi og áhuga á þróun og nýsköpun á þeim vettvangi. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf ásamt leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2017. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í síma 411-1111 eða netfang ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Helstu verkefni • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk leikskóla • Frumkvæði að þróun og nýbreytni í leikskólastarfi • Innleiðing nýjunga í leikskólastarfi • Þátttaka í mati á leikskólastarfi • Ráðgjöf og eftirlit með starfsáætlunum leikskóla • Ráðgjöf og eftirlit með umbótaáætlunum leikskóla byggðum á ytra mati Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi æskileg • Þekking og reynsla af leikskólastarfi • Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hópi • Skipulagshæfni og metnaður til að ná árangri í starfi • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku • Gott vald á ensku er kostur www.talentradning.is Ertu að leita að talent? Við finnum starfsmanninn fyrir þig Umsækjendur, skráið ykkur á talent@talentradning.is bryndis@talentradning.is Sími: 552-1600 ATVINNUAUGLÝSINGAR 17 L AU G A R DAG U R 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -A B 3 0 1 D 0 D -A 9 F 4 1 D 0 D -A 8 B 8 1 D 0 D -A 7 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.