Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 83

Fréttablaðið - 10.06.2017, Page 83
Angkor Wat er eitt af undrum veraldar. Margir telja Angkor Wat hofið í Kambódíu eitt af undrum veraldar sem jafnist á við sjálfa píramídana í Egyptalandi. Það er þekktasta hofið í Angkor fornminjagarð- inum en þar má finna stórfeng- legar leifar af höfuðborgum frá 8. til 14. aldar þegar Khmer heims- veldið stóð sem hæst. Angkor Wat er stærsti trúarlegi minnis- varði heims en hofið er gríðar- lega stórt og tignarlegt, fagurlega skreytt myndum og styttum. Hofið er steinsnar frá borginni Siem Riep en þar er hægt að gista og keyra síðan til Angkor Wat. Á svæðinu er fjöldi hofa frá mismunandi tímabilum og hvert þeirra hefur sinn sjarma. Eitt þeirra var notað sem tökustaður í kvikmyndinni Tomb Rider með Angelinu Jolie og er vel þess virði að skoða það. Unnið er að því að varðveita Angkor Wat í samstarfi við UNESCO en á þessu svæði er enn verið að finna hof falin í frumskóginum. Stórkostleg hof í Kambódíu Gistiheimili hefur verið opnað í Tsjernóbíl í Úkraínu en svæðið er eitt það geislavirkasta á jörðinni. Úkraínska stjórnin er eigandi gisti- hússins sem er í sovéskum svefn- skála aðeins 14,5 km frá þeim stað sem kjarnorkuslysið varð árið 1986. Fimmtíu rúm eru á gistiheimilinu en til stendur að stækka það enn frekar til að geta tekið á móti 102 gestum. Fyrstu gestirnir sem mættu á svæðið í vikunni voru meðal annars ferðamenn frá Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og Danmörku. Gestum hefur um nokkurt skeið verið hleypt inn á lokað svæði í kringum kjarnorkuverið gamla en það nær yfir 2.600 ferkílómetra. Ferðamenn mega þó aðeins dvelja þar stuttan tíma í einu og þurfa að fylgja ströngum reglum um að setjast hvergi og snerta ekkert. Svæðið er enn talið mjög geisla- virkt en er þó mjög vinsælt meðal ferðamanna sem helst skoða borg- ina Pripyat. Gestum þykir heillandi að sjá hvernig tíminn hefur staðið í stað enda er allt enn þá eins og það var skilið eftir af íbúunum árið 1986. Opna gistiheimili í Tsjernóbíl Camden markaðurinn í Norður- London er vinsæll viðkomustaður ferðamanna, ekki síst vegna þeirra fjölda matarvagna og matarbása sem þar eru staðsettir. Um 35 staðir selja þar fjölbreyttan mat við allra hæfi og eru gæðin oft á tíðum á við betri veitingastaði borgarinnar, bara á miklu lægra verði. Meðal rétta má nefna hamborgara, burritos, djúpsteiktan smokkfisk og kjúkling, risastórar pylsur og osta af öllum gerðum. Meðal vinsælli bása má nefna The Cheese Wheel sem selur heimatil- búið tagliatelle pasta sem er drekkt í parmesanosti ásamt pastasósu að eigin vali. Oli Baba’s selur guðdóm- legan djúpsteiktan halloumiost, borinn fram með za’atar jógúrti, grantíepli, myntu og sumac. Baba G’s blandar saman karrí og lamba-, fiski- og kjúklingaborg- urum. Indverskir eigendur hafa starfrækt staðinn í áratug við miklar vinsældir. Sonita’s heldur sig líka á indverskum slóðum og býður upp á fjölbreytta rétti ættaða frá Norður- Indlandi. Mikil áhersla er lögð á ljúf- fenga vegan rétti sem njóta mikilla vinsælda meðal gesta markaðarins. Hefðbundinn matur er líka á boð- stólum og þannig bjóða básarnir upp á sínar útgáfur af hamborg- urum, pitsum og ýmsa kjöt- og fiskrétti. Skoða má úrvalið á camden- market.com. Veisla í London Frábær matur er í boði á Camden markaðinum í London. AF ÖLLUM FERÐAVÖRUM 1.–12. júní FYRIR MEÐLIMI Í A4 KLÚBBNUM A FS LÁ TT U R A4 Kringlunni / A4 Skeifunni / A4 Smáralind / A4 Hafnarfirði / A4 Akureyri / A4 Egilsstöðum / A4 Selfossi www.a4.is / Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook pinterest.com/a4fondur og instagram.com/a4verslanir Þú skráir þig í A4 klúbbinn á www.a4.is eða í næstu A4 verslun. Athugið að vöruúrval er mismunandi á milli verslana. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 0 . j ú n í 2 0 1 7 1 1 -0 6 -2 0 1 7 1 7 :3 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 D -8 D 9 0 1 D 0 D -8 C 5 4 1 D 0 D -8 B 1 8 1 D 0 D -8 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.