Fréttablaðið - 10.06.2017, Side 98
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Benóný Benediktsson
Borgarhrauni 7, Grindavík,
lést þriðjudaginn 6. júní á
hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík.
Útför auglýst síðar.
Ása Lóa Einarsdóttir
Ellen Björnsdóttir
María Benónýsdóttir Hörður Guðbrandsson
Edda Benónýsdóttir Jóhann Örn Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir og stjúpmóðir,
Ásta Lilja Kristjánsdóttir
frá Siglufirði,
til heimilis að Vesturgötu 7,
andaðist á lungnadeild Landspítalans
2. júní. Jarðarförin verður gerð frá
Hallgrímskirkju mánudaginn 12. júní kl. 15.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hinnar látnu láti Samtökin ´78 njóta þess.
Reikningsnr. 0513-26-78 Kennitala 450179-0439.
Sigurður Jón Ólafsson
Melkorka Sigurðardóttir Steinar Logi Sigurðsson
Rósa Huld Sigurðardóttir Klara Dögg Sigurðardóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ragnar Hilmar Þorsteinsson
múrarameistari,
Jötunsölum 2, Kópavogi,
lést á hjartadeild Landspítalans 7. júní.
Kristín Hrefna Kristjánsdóttir
Guðlaug Ragnarsdóttir Birgir Bjarnason
Kristján Hjálmar Ragnarsson Kristjana Una Gunnarsd.
Sigríður Ragnarsdóttir Trausti Gylfason
barnabörn og barnabarnabörn.
Hugheilar þakkir fyrir samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
Jóns Helga Hálfdanarsonar
Heiðarbrún 16, Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
lyflæknisdeildar HSU Selfossi.
Jóna Einarsdóttir
Inga Jónsdóttir Þorgils Baldursson
Hálfdan Jónsson Astrid Wormdal
afa- og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jóhannes Guðmundsson
verkfræðingur,
Dalbraut 14, Reykjavík,
áður til heimilis að Laugalæk 48,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
fimmtudaginn 1. júní. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 13. júní kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á líknarfélög.
Guðrún María Tómasdóttir
Tómas Jóhannesson Pálína Héðinsdóttir
Helgi Jóhannesson Gunnlaug H. Einarsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson
Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Sigríðar Sigurðardóttur
Flögu II, Skaftártungu.
Ásta Sigrún Gísladóttir
Vigfús Gunnar Gíslason Lydía Pálmarsdóttir
Sigurður Ómar Gíslason Þórgunnur María
Guðgeirsdóttir
Jóna Lísa Gísladóttir Örn Guðmundsson
Sigurgeir Bjarni Gíslason Jóhanna Lind Elíasdóttir
Sverrir Gíslason Fanney Ólöf Lárusdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andát ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa
Guðmundar Bjarnasonar
rafvirkjameistara
Klapparstíg 5a.
Brynhildur Bjarnarson
Sturla R. Guðmundsson Eyrún Ísfold Gísladóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir Bergþór Guðjónsson
Elín Guðmundsdóttir Páll Þormar
Hafsteinn Guðmundsson Soffía Káradóttir
Jón Bjarni Guðmundsson Brynhildur Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Mér líður ágætlega en við vorum þreyttar þegar við komum til byggða og með eymsli á fót-
unum eftir skóna, því flestar leigðum
við skíði og skó hjá Evrest og því voru
þeir okkur nýir.“ Þetta segir Svanhvít
Helga Jóhannsdóttir nýkomin úr sex
daga gönguferð langsum eftir Vatnajökli,
ásamt sex öðrum konum. Allar eru þær
jöklaleiðsögumenn hjá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum. Hún segir þær hafa
verið heldur óheppnar með veður. „Við
fengum dálítið mikla austanátt beint á
móti okkur, skafrenning og lítið skyggni
en einn daginn sáum við til Kverkfjalla
og Skaftafellsfjalla.“
Svanhvít á heima í Svínafelli í Öræfum
og var ekki þrekaðri en það eftir jökul-
gönguna að hún dreif sig á dráttarvél í
Ingólfshöfða með ferðamenn morgun-
inn eftir. En nú er hún rukkuð um jökla-
ferðasögu.
„Við vorum keyrðar upp í Jökulheima
2. júní, lögðum á jökulinn upp úr hádegi
og drógum farangurinn. Hæsti punktur
ferðarinnar var Grímsfjall í um 1600
metrum en hækkunin er aflíðandi.
Við vorum með GPS tæki og notuðum
áttavitann vel. Í dimmviðri dettur maður
næstum í kyrrstöðu því maður veit ekki
hvað er himinn og hvað er jörð. Það er
því bæði svolítið andlega erfitt og sein-
legt að komast áfram en um leið og
maður sér, þó ekki sé nema ský á himn-
inum, er ekkert mál að rata beint. Þetta
var því lærdómsríkt.
Við stoppuðum í Grímsvötnum,
skálinn var fullbókaður því Jöklarann-
sóknarfélagið var þar í árlegri ferð en
við fengum góðar viðtökur. Okkur var
sagt að skella okkur í gufubað og opna
pakka sem beið okkar og í voru bjórar.
Við elduðum mat og skíðuðum svo í tvo
tíma áður en við tjölduðum. Að kvöldi
sjötta dags komum við niður Skálafells-
jökul og þar biðu okkar bílar.
Við vorum einum sólarhring lengur
en áformað var, því við biðum af okkur
vont veður. Alvarlegustu kvillarnir
voru sólbruni, skorpið nef og nokkur
sár og blöðrur á fótum. Við mökuðum á
okkur sólarvörn en það er ótrúlegt hvað
maður getur sólbrunnið í skafrenningi
og þoku.“ gun@frettabladid.is
Skorpin nef og nokkur sár
Sjö konur fóru í skemmtiferð um endilangan Vatnajökul á skíðum og gekk vel þrátt fyrir
mótvind og dimmviðri lengst af. Gufubað og bjór í Grímsvötnum bjargaði miklu.
Afrekskonurnar komnar í Jöklasel á Skálafellsjökli. Tinna María Halldórsdóttir, Selma Benediktsdóttir, Elísabet Atladóttir, Elín Lóa
Baldursdóttir, Októvía Edda Gunnarsdóttir, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir skála í kampavíni.
Við mökuðum á okkur
sólarvörn en það er
ótrúlegt hvað maður getur
sólbrunnið í skafrenningi og
þoku.
Merkisatburðir
1935 AA-samtökin eru stofnuð
1940 Noregur féll í hendur Þjóðverja í seinni heims-
styrjöldinni.
1947 Saab framleiddi fyrsta bílinn sinn.
1975 Karl 16. Gústaf Svíakonungur kom í opinbera heim-
sókn til Íslands.
1986 Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð.
1993 Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá, var fallinn þegar
komið var að honum.
l tkærs
1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R52 t í m A m ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
0
D
-3
9
A
0
1
D
0
D
-3
8
6
4
1
D
0
D
-3
7
2
8
1
D
0
D
-3
5
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K