Fréttablaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 108
1 0 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R62 m e n n i n G ∙ F R É T T A B L A ð i ð
Afmælisárgangar MA draga fram
dansskóna og mæta í Íþróttahöllina á
dansleik aldarinnar !
Glæsilegur matseðill, skemmtiatriði og hin
frábæra hljómsveit Í svörtum fötum
heldur uppi fjöri fram á nótt.
Hljómsveit Hermanns Arasonar
leikur fyrir dansi í hliðarsal.
Miðaverð á hátíðina er 12.900 kr.
Miðar eru seldir og sóttir milli kl. 12 og 17 15. og 16. júní í Íþróttahöllinni.
Skráning og miðapöntun stendur út 13. júní á bautinn.is/jubilantar.
Júbílantahátíð MA 2017
í Íþróttahöllinni 16. júní
www.velasalan.is
S. 520 0000, Dugguvogi 4
104 Reykjavík
Utanborðsmótorar
Fyrirliggjandi á lager, skrúfur á
flestar gerðir utanborðsmótora
Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa
sérhæfum starfsmönnum til viðgerða
og viðhalds á Mercruiser bátavélum
og Mercury utanborðsmótorum.
höfundar vilja fá að vera með,“
segir Sjón. „Ég efast ekki um að þessi
bókmenntaskógur á eftir að vaxa
og dafna. Verða eftirsóttur áfanga-
staður höfunda á komandi árum.
Tilfinningin sem það skilur eftir sig
að þessi fallegi skógarstígur á eftir
að vera genginn af hundrað höf-
undum, öllum í sömu erindagjörð-
um, er sterk. Þetta verður okkar
pílagrímsganga á einhvern máta,“
segir Sjón en Katie bætir við að hún
komist ekki frá hugmyndinni um
að hann hafi látið bók vaxa innra
með sér eins og tré vex úr jarðvegi.
„Allt byrjaði þetta eins og lítill græð-
lingur sem náði að festa rætur og svo
vex það og dafnar, rætur þess flétt-
ast við rætur hinna trjánna, rétt eins
og höfundarnir tengjast allir á einn
eða annan hátt, eru hluti af eina og
sama bókmenntaskóginum.“
Sameiginlegur jarðvegur
Sjón tekur undir þetta og segir að
vissulega finni hann til sérstakra
tengsla við þá höfunda sem tilheyri
Framtíðarbókasafninu. „En það sér-
staka við okkur þrjú sem njótum
þess að vera fyrstu græðlingarnir í
skóginum er að við höfum öll hist.
Við Margaret Atwood unnum
saman að viðburði í Louisiana-
safninu í Danmörku og þar hittumst
við Katie líka fyrst. Mánasteinn var
nýkominn út í Danmörku og Marg-
aret var þar að kynna síðasta hluta
trílógíunnar sinnar. Við vorum
sett saman upp á svið þar sem við
áttum í fjörugum samræðum í ríf-
lega klukkustund að tala um heims-
væðingu og Sci-Fi kvikmyndir og
bara allt mögulegt.“
„Og þið sunguð bæði,“ rifjar Katie
upp með bros á vör. „Alveg rétt,“
svarar Sjón. „Hún píndi mig til
þess að syngja, það er ekkert hægt
að neita svona konu,“ segir Sjón
og hlær. „En við David höfum líka
hist og unnum aðeins saman á bók-
menntahátíð fyrir ekki svo löngu
og mér finnst það skemmtileg til-
hugsun að við skulum tengjast með
þessum hætti í þessum stóra heimi.
Við erum öll afar ólíkir höfundar en
það er engu að síður ákveðinn sam-
eiginlegur jarðvegur sem við deilum
og nú er hann ekki aðeins hugmynd
heldur veruleiki.“
Sjón og Katie kynntust á áður-
nefndri ráðstefnu í Louisiana-lista-
safninu. „Ég sá þarna þessa ungu,
skosku listakonu sem gekk á milli
höfunda og rétti þeim lítið kort og
svo kom hún til mín og sagði mér frá
Framtíðarbókasafninu. Þegar ég kom
heim þá fletti ég þessu upp og gerði
mér strax grein fyrir því að ég þekkti
fyrri verk hennar og var hrifinn af
þeim. Ég skrifaði henni því strax og
sagði henni að hafa mig endilega
í huga. Tveimur eða þremur árum
síðar fékk ég svo þennan dásam-
lega tölvupóst sem létti af mér byrði
afbrýðiseminnar út í aðra höfunda
og núna líður mér miklu betur,“ segir
Sjón léttur og hlær við tilhugsunina.
Vann á Íslandi
Katie segir að Sjón hafi snemma
verið henni ofarlega í huga enda
hafi hún sterk tengsl við Ísland
og að sum verka hennar byggi á
þeirri reynslu. „Eftir að ég lauk
minni fyrstu prófgráðu í Edinborg
var ég á höttunum eftir vinnu. Ég
fór á vinnumiðlunina og var látin
setjast fyrir framan tölvuskjá og
byrja að leita en af einhverjum
ástæðum leiddi það mig til Íslands.
Ég hafði alltaf verið spennt fyrir því
að ferðast til Íslands svo tveimur
dögum seinna var ég á leiðinni til
Íslands þar sem ég vann á Fosshót-
eli á Norðausturlandi á pínulitlum
stað þar sem var ekkert að finna
annað en fiskeldisstöð, bensínstöð
og hóp af listnemum sem bráðvant-
aði vinnu. Það var bjart allan sólar-
hringinn svo við skemmtum okkur
ansi vel en í framhaldinu vann ég
allmörg verk sem tengjast Íslandi
og dvöl minni þar.“
Katie hefur á orði að það fylgi því
sérstök tilfinning að horfa aftur til
þessa tíma á Íslandi í ljósi þess að
hún hafi verið að taka við verki frá
íslenskum höfundi inn í Framtíðar-
bókasafnið. Verkefni sem þegar hafi
farið langt fram úr hennar björtustu
vonum. „Væntingarnar voru reyndar
afar litlar fyrir fimm árum þegar ég
ætlaði að leggja þetta frá mér eða
kannski í mesta lagi leyfa því að vera
með í bók um hugmyndir sem ég er
að vinna að. Þannig að þetta gleður
mig óendanlega mikið. Verkið er
hluti af alvöru skógi í alvöru borg
sem hefur tekið verkinu fagnandi. Er
í höndunum á fólki sem ég treysti til
þess að klára verkefnið sem er auð-
vitað lykilatriði. Það er ekkert sjálf-
gefið.
Málið er að ef ég hefði ekki trú á
þessu þá gæti ég ekki hugsað mér
að biðja höfunda um að taka þátt
því það felur í sér svo mikla skuld-
bindingu. Skuldbindingu fyrir höf-
undana og fyrir borgina inn í fram-
tíð sem við vitum ekkert um.“
Sjón tekur undir þetta og segir að
það sé í raun magnað að það hafi
tekist að finna þessu verki farveg.
„Þetta verk fann Anne Beate og það
er mikilvægt að það komi fram að
hún er manneskja sem hefur djúpan
skilning á listrænni hlið verksins
og tekur það í fangið á sama tíma
og hún býr yfir færni, þekkingu og
drifkrafti til þess að láta þetta verða
að veruleika. Hún hefur hæfileikann
til þess að fá fólk í lið með sér og til
að mynda það að í nýja bókasafninu
sem er verið að byggja hérna í Ósló
verði sérstakt herbergi tileinkað
þessu verkefni felur í sér svo mikla
framtíðarsýn. Það er hennar verk,
þessi framtíðarsýn og óþrjótandi
kraftur.“
Hefur dimma sýn
Sjón bætir við að það sé líka mikil-
vægt að höfundar finni hvaða merk-
ingu verkið hefur fyrir þá persónu-
lega og í þeirra samtíma. „Margaret
Atwood hefur sagt að fyrir henni
standi Framtíðarbókasafnið fyrir
von. Ég ætla að segja að fyrir mér sé
það frábær fyrirmynd að því hvað
við getum gert þegar við vinnum
saman og í þágu framtíðarinnar.“
Sjón bendir einnig á að fyrir
okkar samtíma sé Framtíðarbóka-
safnið auðvitað hápólitískt verk-
efni. Katie tekur undir þetta og segir
það vissulega rétt og að auki þá hafi
verkefnið gjörbreytt hugmyndum
hennar og væntingum til þess hvað
er mögulegt og hvað ómögulegt.
„Ég trúi ekki hversu vel þetta hefur
gengið. Það er svo oft í þessum geira
að það þarf að yfirstíga endalaust
margar hindranir en þetta hefur í
raun flogið áfram.
Það verður líka að hrósa íbúum í
Ósló í þessu samhengi,“ segir Sjón
og minnir á að í Ósló er mikill skiln-
ingur á umhverfismálum og mikill
vilji fólks til þess að leggja sitt af
mörkum. „Þetta hugarfar hentaði
þessari hugmynd, þessu verki, og ég
held að fáar þjóðir hefðu tekið þessu
svo opnum örmum.“
Þetta jákvæða viðhorf sem Sjón
hefur til Óslóarbúa endurspeglar
kannski þá jákvæðu sýn sem hann
setti fram varðandi framtíðina við
afhendingu verksins. „Já, ætli það
megi ekki segja það,“ svarar hann.
„Almennt séð hef ég samt afar
dimma sýn á mannkynið,“ bætir
hann við og hlær. „Ég held að okkur
sé ekki viðbjargandi að svo ótal
mörgu leyti. En velgengni mann-
kyns á þessari jörð ætti þó þrátt fyrir
allt að veita okkur einhverja von.
Svartsýni mun ekki fleyta okkur
fram á við í þeirri stöðu sem við
erum í varðandi umhverfið. Þann-
ig að þó að ég sé níhílisti þá held ég
að með því að varpa svona litlum,
klikkuðum hugmyndum á borð við
Framtíðarbókasafnið út í heiminn
þá getum við gert hann betri. Þetta
ætti að gefa okkur von þrátt fyrir
vonleysi mannkyns.“
Marion Herrera hörpuleikari lék undir söng Ásgerðar Júníusdóttur við afhendingu verksins við mikla hrifningu.
Það var létt yfir skáldinu í skóginum við afhendingu verksins.
↣
tveimur eða þremur
árum síðar fékk ég
svo þennan dásamlega
tölvupóst sem létti af mér
byrði afbrýðiseminnar út í
aðra höfunda og núna líður
mér miklu betur.
Sjón
1
1
-0
6
-2
0
1
7
1
7
:3
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
0
D
-5
C
3
0
1
D
0
D
-5
A
F
4
1
D
0
D
-5
9
B
8
1
D
0
D
-5
8
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
8
s
_
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K